Finnair orðið verðmætara en Icelandair á ný

Horft yfir farþegarými í einni af Airbus breiðþotum Finnair. MYND: FINNAIR

Eftir lokun Kauphallarinnar á fimmtudag birtu stjórnendur Icelandair uppgjör fyrir þriðja ársfjórðung og niðurstaðan var hagnaður upp á um 8 milljarða króna. Mettekjur af farmiðasölu og hátt eldsneytisverð einkenndu uppgjörið.

Icelandair hefur aldrei áður fengið jafn mikið út úr hverjum og einum farþega en á sama tíma hækkaði eldsneytisreikningur félagsins umtalsvert og nam um 19 milljörðum króna fyrir júlí, ágúst og september.

Þegar Kauphöllin opnaði á föstudagsmorgun var stemningin á markaðnum þung vegna áforma fjármálaráðherra að setja gamla Íbúðarlánasjóðinn í slitameðferð. Hlutabréfin í Icelandair féllu svo mest allra í Kauphöllinni eða um fimm prósent.

Skráðu þig inn til að lesa

Þessi grein er aðeins aðgengileg áskrifendum. Smelltu hér til að kanna áskriftarleiðir.