Samfélagsmiðlar

Fjölmenn flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli

Frá æfingu dagsins.

Um 300 tóku þátt í umfangsmikilli flugslysaæfingu Almannavarna og Isavia sem haldin var á Reykjavíkurflugvelli í morgun. Í æfingunni var æfður viðbúnaður við því að tvær flugvélar hefðu skollið saman á vellinum. Um 60 manns voru slasaðir og eldur logaði segir í tilkynningu.

Auk Almannavarna og Isavia tóku starfsfólk Reykjavíkurflugvallar þátt í æfingunni sem og björgunarsveitir, starfsfólk Landspítalans og heilbrigðisstarfsfólk, lögregla, slökkvilið, Landhelgisgæslan, Rauði krossinn og fleiri sem að slysaviðbúnaði koma. Þá tóku aðrir sjálfboðaliðar að sér að leika slasað fólk á vettvangi og kunna aðstandendur æfingarinnar því fólki og öðrum sjálfboðaliðum sem tóku þátt ómældar þakkir fyrir framlag sitt.

Æfingin í morgun var hápunktur vikulangs æfingatímabils. Fyrir helgina bauðst fulltrúum þátttakenda upp á fyrirlestra um ýmis atriði sem tengjast slysa- og hamfaraviðbúnaði auk þess sem svokölluð skrifborðsæfing vegna flugslyss var haldin.

„Við höldum æfingar sem þessar á öllum áætlunarflugvöllum á landinu og er æft á hverjum flugvelli á fjögurra ára fresti,“ segir Elva Tryggvadóttir, verkefnastjóri neyðarviðbúnaðar hjá Isavia en hún var æfingastjóri í morgun. „Allir aðilar sem að æfingunni komu unnu vel saman í dag. Þessi æfing bætir enn við þennan öfluga samtakamátt þannig að samvinna allra aðila í hvers konar hópslysum sem kunna að koma upp verður enn betri. Eins og í öllum æfingum þá förum við vandlega yfir það sem má mögulega betur fara í framkvæmdinni og styrkjum enn frekar það sem vel var gert hér í dag.“

Nokkrar flugslysaæfingar eru haldnar á hverju ári og nú í ár hefur þegar verið haldin æfing á Ísafjarðarflugvelli fyrir viku og síðan verður æfing á Akureyrarflugvelli 15. október næstkomandi.

„Þetta eru almannavarnaræfingar og eru mikilvægar fyrir heildarviðbúnaðarkerfi Íslands,“ segir Elva. „Hvort sem um flugslys eða önnur hópslys er að ræða. Fyrsta flugslysaæfingin var haldin á Reykjavíkurflugvelli fyrir 20 árum síðan. Þær hafa nú verið haldnar reglulega um allt land síðan 1996.“

Í tilkynningu þakka Almannavarnir og Isavia þeim fjölmörgu sem komu að æfingunni á Reykjavíkurflugvelli fyrir gott samstarf.

Nýtt efni

Þegar lent er á flugvelli á ESB-svæðinu bíður farþeganna ekki verslun með tollfrjálsan varning við töskubeltin. Þess háttar er aðeins í boði fyrir brottför. Í Evrópuríkjum utan ESB gefst hins vegar tækifæri til að kaupa ódýrara áfengi við komuna eins og við þekkjum frá Keflavíkurflugvelli. Þeir sem nýta tollinn sinn þar til að kaupa léttvín …

Þrjár þotur Loftleiða munu næstu misseri fljúga viðskiptavinum erlendra ferðaskrifstofa hringinn í kringum heiminn. Um borð eru sætin stærri og færri en í hefðbundnu áætlunarflugi enda kostar ferðalagið skildinginn. Hver farþegi borgar 25 milljónir fyrir ferðalag líkt og farið var yfir í fréttum Stöðvar 2.  Það er ekkert nýtt að Icelandair leigi þotu og áhöfn í …

Fyrir viku hélt Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands, fund með helstu ráðgjöfum sínum, innanríkisráðherra og fulltrúum veðurstofu og almannavarna landsins til að ræða viðbrögð við hitatíðinni framundan, frá apríl til júní. Sérstaklega er talin ástæða nú til aðgæslu vegna áhrifa loftslagsbreytinga á veðurfar. Verulegar líkur eru taldar á að hiti fari fram úr venjulegum hámarkshita í …

Frumvarp um að veita þúsundum óskráðra innflytjenda á Spáni heimild til landvistar og atvinnu er nú til meðferðar í fulltrúadeild spænska þingsins (Congreso de los Diputados) eftir að 700 þúsund manns höfðu undirritað áskorun um setningu laga þessa efnis. Nærri 900 samtök studdu þessa áskorun um að breyta stöðu óskráðra útlendinga í landinu.  Ef fyrirliggjandi …

Farþegar á leið til New York frá Róm, París, Ósló, London, Berlín eða Aþenu geta flogið beint með norska lágfargjaldaflugfélaginu Norse Atlantic. Í mörgum tilfellum er félagið með ódýrustu sætin á þessum leiðum og keppir því við íslensku flugfélögin um þá farþega sem vilja komast á milli fyrir sem minnst og setja það ekki fyrir …

„Tilgangurinn er að sýna hvað höfuðborgarsvæðið hefur að bjóða í ferðaþjónustu og byggja upp þekkingu meðal þeirra sem í henni starfa," sagði Inga Hlín Pálsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu höfuðborgarsvæðisins, þegar FF7 hitt hana skömmu eftir að sýningin HITTUMST var opnuð í Hafnarhúsinu í dag. Nokkur hópur var þegar kominn að skoða það sem í boði er …

Hilton-hótelkeðjan hefur gert samning um byggingu og rekstur tveggja hótela hér á landi í samstarfi við Bohemian Hotels ehf. Stefnt er að því að opna það fyrra við Hafnarstræti á Akureyri næsta sumar en þar verða 70 herbergi og mun hótelið bera heitið Skáld Hótel Akureyri. Seinna hótelið opnar við Bríetartún, við hlið Frímúrarahallarinnar í …

Flugfélagið Play hefur hafið miðasölu á flugi til Cardiff í Wales og er þetta gert vegna mikils áhuga á leikjum íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu gegn Wales í Þjóðadeildinni sem fara fram næstkomandi haust.  Þetta kemur fram í tilkynningu. Íslenska liðið mætir liði Wales á Laugardalsvelli 11. október en liðin mætast aftur á heimavelli Wales í Cardiff …