Gott aðgengi í ferðaþjónustu

Mynd: Bjarney Lúðvíksdóttir

Í ferðaþjónustu á Íslandi hefur lengi verið kallað eftir bættu aðgengi fyrir fatlaða og hreyfihamlaða. Undanfarið hefur því verið unnið að sérstöku fræðslu- og hvatningarverkefni um aðgengismál fyrir ferðaþjónustuaðila.

Verkefnið er samstarfsverkefni Ferðamálastofu, Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar, ÖBÍ réttindasamtaka og Sjálfsbjargar, landssambands hreyfihamlaðra.

Þessir aðilar boða nú til málstofu um gott aðgengi í ferðaþjónustu og til að kynna verkefnið. Málstofan verður haldin á Grand hótel Reykjavík (Hvammi), á morgun 27. október kl. 15-16:30. 

Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra ávarpar málstofuna en dagskrána má finna hér.