Samfélagsmiðlar

Hefur enga trú á að flugmiðar verði seldir langt undir kostnaðarverði á nýjan leik

Það hefur verið dýrt að fljúga að undanförnu en það kostar líka meira að reka flugfélag í dag en oft áður eins og forstjóri Icelandair bendir á.

Bogi Nils Bogason, forstjóri, segir að í ljósi ásóknarinnar í Saga Premium í sumar þá séu engar stórar breytingar á því farrými í bígerð.

Tekjur Icelandair af sölu farmiða voru mun hærri á þriðja fjórðungi ársins en dæmi eru um þrátt fyrir að farþegahópurinn hafi verið fámennari en á árunum fyrir heimsfaraldur. Að jafnaði hækkuðu tekjurnar af hverjum farþega um fimmtung í dollurum talið en mun meira ef upphæðirnar eru umreiknaðar í krónur. Dollarinn er nefnilega mun sterkari núna en þá var.

Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, segir það hins vegar nokkra einföldun að halda því fram að hærri farþegatekjur skrifist einfaldlega á hærri fargjöld líkt og Túristi gerði í grein sinni á föstudaginn.

„Við höfum breytt tekjustýringunni sem skilar sér í betri sætanýtingu en áður. Það á til að mynda við um Saga Premium þar sem miðarnir eru almennt dýrari og það skiptir máli. Aukningin þar skrifast ekki á viðskiptaferðalanga heldur frekar almenna farþega sem eru reiðubúnir til að borga fyrir meiri þjónustu og betri sæti,” bendir forstjóri Icelandair á.

Það má þó ljóst vera að fargjöld hafa verið há að undanförnu eins og uppgjör Icelandair og fleiri flugfélaga hafa sýnt fram á. Meðalfargjaldið í Evrópuflugi United Airlines var til að mynda 30 prósent hærra nú í sumar en í fyrra.

En er þetta verðlag sé komið til að vera?

„Já, almennt tel ég svo vera. Það hafa komið til miklar kostnaðarhækkanir, olíuverð er hátt, verð á aðföngum hefur hækkað og laun líka. Og það má gera ráð fyrir áframhaldandi þrýstingi á hækkanir á ýmsum kostnaðarliðum næstu misserin. Ég hef því enga trú á því að flugfélög fari að selja farmiða langt undir kostnaðarverði líkt og tíðkaðist á sínum tíma,” segir Bogi Nils og vísar þar til fargjalda Wow Air og Norwegian á flugi milli Evrópu og Norður-Ameríku á árum áður.

Sókn þessara tveggja lágfargjaldaflugfélaga á markaðinn setti pressu á verðlag á flugi yfir Norður-Atlantshafið á árunum 2014 til 2019. Undir lok þessa tímabils kom það endurtekið fram í máli stjórnenda Icelandair að fargjöldin endurspeglaðu ekki hækkandi rekstrarkostnað, til að mynda vegna hærra eldsneytisverðs.

Wow Air hvarf svo af sjónarsviðinu í mars 2019 og í dag einbeitir Norwegian sér að flugi innan Evrópu.

Icelandair hefur hins vegar fengið aðra keppinauta í staðinn. Play byggir að miklu leyti á grunni Wow Air og hið Norse Atlantic ætlar að fylla að hluta til það skarð sem Norwegian skildi eftir sig. Umsvif nýliðinna tveggja eru þó ennþá lítil, í það minnsta í samanburði við Wow og Norwegian.

Áform stjórnenda Play og Norse gera þó ráð fyrir miklum vexti á næstu árum. Og samkeppnin frá rótgrónum flugfélögum eins og United Airlines harðnar, það félag birti nýverið áætlun sína fyrir næsta sumar og þar vegur Evrópuflugið enn þyngra en áður.

Það skrifast ekki eingöngu á mikla eftirspurn heldur líka þá staðreynd að Asíumarkaðurinn á ennþá langt í land og sérstaklega Kína. Þar með nýta evrópsk og amerísk flugfélög breiðþotur sínar í meira mæli í flug yfir Atlantshafið.

Flugvél Icelandair yfir ÍtalíuMynd: ÓJ
Nýtt efni

Sjóðir bandaríska flugvélaframleiðandans Boeing minnkuðu um 3,9 milljarða dollara á fyrsta ársfjórðungi. Upphæðin jafngildir 550 billjónum íslenskra króna og skýringin á þessum mikla fjármagnsbruna liggur í endurteknum göllum í þeim flugvélum sem fyrirtækið framleiðir. Af þeim sökum hefur bandaríska flugöryggisstofnunin takmarkað afköstin í verksmiðjum Boeing við 38 Max þotur í mánuði. Þar með þurfa flugfélög …

Fyrr á þessu ári kynnti fyrirtækið til sögunnar Precious Honeyglow anansinn sem er aðeins um 600 1000 grömm að þyngd eða um það bil helmingi minni en hefðbundinn ananas.Í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu segir að það kappkosti ávallt að uppfylla óskir kaupenda, hvort sem þær eru um sætara bragð, sjálfbærnisjónarmið og nú – stærð. Hið nýja …

Tekjur Icelandair af farþegaflugi námu rúmlega 27 milljörðum króna á fyrsta fjórðungi ársins og hafa þeir aldrei verið hærri á þessum tíma árs. Sætaframboðið hefur heldur aldrei verið meira en það jókst það um 21 prósent á milli ára og var farþegahópurinn 14 prósent fjölmennari núna en fyrstu þrjá mánuðina í fyrra. Þá stóðu farþegar …

Það seldust 183 þúsund Volvo bílar á fyrsta fjórðungi ársins sem var aukning um 12 prósent frá sama tíma í fyrra. Engu að síður dróst veltan saman um 2 prósent og rekstrarafkoman (Ebit) nam 4,7 milljörðum sænskra króna eða 61 milljarði kr. Það er töluvert undir spá greinenda sem höfðu að jafnaði gert ráð rekstrarhagnaði …

„Afkoma fyrsta ársfjórðungs var í takt við væntingar okkar en rekstrarniðurstaðan í janúarmánuði litaðist af áhrifum alþjóðlegrar umfjöllunar um eldgos á Reykjanesi. Við nýttum þann mikla sveigjanleika sem félagið býr yfir til að laga sætaframboð að markaðsaðstæðum og jukum fjölda tengifarþega um 48 prósent með aukinni áherslu á þann markað þar sem markaðurinn til Íslands …

Áður en skemmtiferðaskipin taka að fylla götur Ísafjarðar af forvitnum ferðalöngum eru tvær helgar að vori sem fylla bæinn af heldur ólíkum hópum fólks. Sú fyrri er páskahelgin þegar tónlistarfólk og áhangendur þeirra þyrpast í bæinn til að taka þátt í rokkhátíð alþýðunnar, Aldrei fór ég suður, og sú síðari er Fossavatnshelgin, sem fór fram …

Tekjur Finnair drógust saman um tvö prósent á fyrsta fjórðungi ársins þrátt fyrir að finnska flugfélagið hafi aukið framboðið. Skýringin á samdrættinum liggur í verkföllum, verri sætanýtingu og lægri tekjum af fraktflutningum samkvæmt uppgjöri félagsins sem birt var í morgun. Rekstrarkostnaður Finnair á fyrsta ársfjórðungi var á pari við sama tímabil í fyrra og tapaði …

Allt þar til að Boeing Max krísan hófst, í ársbyrjun 2019, framleiddi Boeing fleiri þotur en keppinauturinn, Airbus. Kyrrsetningar og endurteknir framleiðslugallar hafa hins vegar orðið til þess að hægt hefur á framleiðslunni í verksmiðlum Boeing og eftirspurnin minnkað. Í fyrra framleiddi Airbus 735 þotur en Boeing 528 og mun bilið að öllu óbreyttu breikka …