Ingvi Már tekur við ferðamálunum

Mynd: ÓJ
Túristar við Strokk. MYND: ÓJ

Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, hefur samþykkt nýtt skipurit menningar- og viðskiptaráðuneytis. Breytingin hefur í för með sér að verkefni á sviði fjölmiðla og ferðamála færast á milli skrifstofa og þar með tekur Ingvi Már Pálsson við málefnum ferðaþjónustunnar.

Sigrún Brynja Einarsdóttir, sem verið hefur skrifstofustjóri menningar og ferðaþjónustu frá árinu 2016, stýrir nú skrifstofu menningar og fjölmiðla í ráðuneytinu.