Íslendingar fjölmenntu á dönsk tjaldsvæði

Tjaldsvæði við Drejby Strand í suðurhluta Jótlands. Mynd: Denmark Media Center

Úrvalið af tjaldsvæðum í Danmörku er fjölbreytt enda Danir margir hverjir duglegir við að ferðast um landið með tjaldvagn eða hjólhýsi í eftirdragi. Ferðamenn nýta sér líka aðstöðuna og samkvæmt tölum dönsku hagstofunnar þá keyptu Íslendingar 3.799 gistinætur á dönskum tjaldsvæðum frá byrjun apríl og fram í lok ágústmánaðar. Þetta eru sextíu prósent fleiri gistinætur en árið 2019.

Í langflestum tilvikum urðu tjaldsvæði í suðurhluta Jótlands fyrir valinu hjá Íslendingunum og sérstaklega í apríl.

Þetta sýna alla vega tölur dönsku hagstofunnar en gera má ráð fyrir stór hluti íslensku tjaldgestanna séu í raun búsettur í Danmörku en 9.335 Íslendingar eru með skráð heimilisfang þar í landi samkvæmt dönsku hagstofunni.