Samfélagsmiðlar

Japan opnað ferðafólki

Eftir meira en tveggja ára ferðahindranir vegna Covid-19 hafa Japanar aflétt kröfum um vegabréfsáritanir ferðafólks frá fjölda landa og horfið frá ströngu eftirliti á landamærum. Ríkisstjórnin vonast til að endurkoma ferðafólksins blási lífi í efnahag landsins. Þó er þess ekki að vænta að endurheimtin verði hröð vegna þess að mikill skortur á vinnuafli dregur úr getunni til að taka á móti erlendum gestum að nýju.

Kvöld í Tókýó

Það eru blendnar tilfinningar sem bærast með Japönum í dag þegar helstu hindrunum fyrir endukomu ferðafólks frá fjölmörgum löndum er rutt úr vegi. Margt eldra fólkið kunni vel að meta friðinn sem færðist yfir götur og torg í fjarveru túristanna, sem eru ekki aðeins háværir og fyrirferðarmiklir heldur gæti líka stafað af þeim smithætta. Yngra fólkið er opnara og jákvæðara í garð útlendinganna. Forráðamenn ferðaþjónustunnar í landinu varpa örugglega öndinni léttar enda gengið í gegnum miklar þrengingar á tímum kórónafaraldursins. Þá vonast Fumio Kishida, forsætisráðherra, eftir því að aukinn straumur ferðafólks örvi japanskt efnahagslíf. Ekki mun af veita. Jenið hefur ekki verið verðminna í 24 ár, segir Reuters-fréttastofan.

Taito-hverfi í Tókýó – Mynd: ÓJ

Aðeins rúmlega hálf milljón ferðamanna hefur komið til Japans það sem af er ári miðað við tæplega 32 milljónir á sama tíma 2019. Vonast hafði verið eftir 40 milljónum 2020, árið sem sumarólympíuleikarnir voru haldnir, en kórónaveiran slökkti í þeim vonum. Nú áætlar ríkisstjórnin að ferðafólkið gæti skilað japönsku hagkerfi framvegis árlega sem svarar 34,5 milljörðum Bandaríkjadollara. Það gæti verið full mikil bjartsýni vegna þess hversu lítt sveigjanlegur japanskur vinnumarkaður er og ferðaþjónustan löskuð eftir faraldurinn. Meira en fimmti hver hótelstarfsmaður í landinu missti vinnuna.

Forráðamenn Japan Airlines segja að bókanir á flugi til landsins hafi þrefaldast frá því tilkynnt var um tilslakanirnar en búast ekki við að eftirspurn erlendis verði orðin jafn mikil og fyrir faraldur fyrr en árið 2025. Dauflegt er um að litast á Narita-flugvelli við Tókýó. Helmingur verslana og veitingastaða er enn lokaður. Eigendur þeirra búast ekki við hröðum viðsnúningi og benda á að enn verði bið á því að ferðafólk frá mörgum löndum láti sjá sig, nægir þar að nefna kínverska ferðamenn. Þá verða áfram í gildi kvaðir um að fólk beri andlitsgrímur í fjölmenni og sýni mikla tillitssemi. Það gæti vantað aðeins upp á gleðina og áhyggjuleysið sem ríkti fyrir faraldur.

Götumynd frá Tókýó fyrir faraldur – Mynd: ÓJ

Jafnvel þó ráðamenn í Japan reikni það út á blaði hversu mikils megi vænta af endurkomu ferðafólks frá Vesturlöndum þá er augljóst að margar hindranir eru í veginum, ekki síst áðurnefndur skortur á starfsfólki. Þrjú af hverjum fjórum hótelum í Japan vantar fólk. Margir sem þjónuðu túristum fyrir faraldurinn eru horfnir til annarra og betur launaðra starfa. Ekki verður einfalt að laða þetta fólk til baka enda ferðaþjónustan í landinu alræmd fyrir að borga lág laun. Líklega þarf að koma til opinber stuðningur eða niðurgreiðslur til að auðvelda japanskri ferðaþjónustu róðurinn og til að væntingar um hraða endurheimt í hagkerfinu gangi eftir.

Nýtt efni

Ólafur Þór Jóhannesson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Play, hefur óskað eftir að láta af störfum. Hann mun sinna stöðunni þar til eftirmaður hans tekur við að því segir í tilkynningu. Ólafur Þór tók við fjármálasviði Play eftir að Þóra Eggertsdóttir „ákvað að segja skilið við félagið" í október 2022. Hún hafði þá gegnt stöðu fjármálastjóra allt frá …

Hjá erlendum hagstofum lenda íslenskir ferðamenn oft í flokknum „aðrir" þegar gefnar eru út tölur um gistinætur á hótelum. Þannig er það þó ekki í þýsku höfuðborginni og samkvæmt nýjustu tölum þaðan keyptu íslenskir gestir 5.530 gistinætur á hótelum í Berlín í janúar og febrúar. Þetta er meira en tvöföldun frá sama tíma í fyrra …

Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 6 prósent og um 3,9 prósent ef húsnæði er tekið út fyrir sviga. Verðmælingar Hagstofunnar sýna aftur á móti að verð á farmiðum til útlanda lækkaði um 11,4 prósent í apríl í samanburði við sama mánuð í fyrra. Þá voru páskarnir aðra helgina í apríl en eftirspurn …

Á árinu 2023 minnkaði sala í Danmörku á prentuðum bókum um 70,2 milljónir danskra króna (tæpa 1,5 milljarða íslenskra kr.) en á sama tíma jókst velta með stafrænar bækur, hljóð og e-bækur, um 35,3 milljónir danskra kr. (rúmar 700 milljónir kr). Einmitt þessi breyting kemur illa niður á rithöfundum landsins því tekjur þeirra og forlaganna …

Af þeim sex norrænu flugfélögum sem skráð eru á hlutabréfamarkað þá gengur best hjá hinu norska Norwegian. Félagið stokkaði upp leiðakerfið í heimsfaraldrinum, endursamdi við birgja og starfsfólk og í fyrra skilaði Norwegian methagnaði. Sú niðurstaða skrifaðist meðal annars á þá ákvörðun stjórnenda að draga töluvert úr umsvifunum yfir vetrarmánuðina. Það hefur leitt til að …

Í ágúst 2026 er áætlað að Victorian Fruit and Vegetable Market í höfuðborg Írlands opni dyr sínar á nýjan leik. Markaðurinn hefur verið lokaður í fimm ár og byggingin legið undir skemmdum en með hjálp 25 milljón evra þróunarstyrks er markmiðið að nýr markaður skáki ekki aðeins hinum víðfræga Enska markaði í Cork heldur mörkuðum …

Play tapaði 3,1 milljarði króna fyrir skatt á fyrsta ársfjórðungi í fyrra en núna var tapið 19 prósent hærra eða 3,7 milljarðar króna. Félagið jók framboðið um 63 prósent á milli þessara tveggja fjórðunga en í flota félagsins voru sex til átta þotur í byrjun síðasta árs en núna eru þær tíu. Einar Örn Ólafsson, …

Sjóðir bandaríska flugvélaframleiðandans Boeing minnkuðu um 3,9 milljarða dollara á fyrsta ársfjórðungi. Upphæðin jafngildir 550 billjónum íslenskra króna og skýringin á þessum mikla fjármagnsbruna liggur í endurteknum göllum í þeim flugvélum sem fyrirtækið framleiðir. Af þeim sökum hefur bandaríska flugöryggisstofnunin takmarkað afköstin í verksmiðjum Boeing við 38 Max þotur í mánuði. Þar með þurfa flugfélög …