Samfélagsmiðlar

Ný hraðlestartenging milli Lissabon og Porto

Forsætisráðherra Portúgals, António Costa, hefur greint frá áformum um nýja hraðlestartengingu milli Lissabon og Porto, tveggja stærstu borga landsins, sem taka á í notkun árið 2030. Með nýju hraðlestinni styttist ferðatíminn um meira en helming, verður aðeins 75 mínútur.

Frá Porto. Brúin Dom Luís I yfir Douro-ána.

Lissabon er mögnuð borg og þar er margt að sjá og upplifa en auðvitað er líka freistandi fyrir þau sem þangað koma að skoða dálítið meira af landinu í leiðinni, fara í suðurátt að sólarströndum Algarve eða í norður til annarrar stærstu borgar landsins, Porto. 

Góður ferðamáti í Lissabon – Mynd: ÓJ

Það tekur núna rétt um þrjár klukkustundir að ferðast með hraðlest milli borganna tveggja, frá Oriente-stöðinni í Lissabon á Campanhã-stöðina í Porto og fargjaldið fyrir fullorðinn aðra leið er 56 evrur. Nú er boðuð mikil breyting á lestarsamgöngum með nýrri hraðlestartengingu – eigum við að segja ofurlest – sem tekin verður í notkun eftir átta ár, eða 2030, ef áætlanir standast. Þá getur farþeginn þeyst á um 300 kílómetra hraða milli Lissabon og Porto, nær ekki að láta sér leiðast að ráði því ferðin mun aðeins taka klukkutíma og korter. Síðan er ætlunin að lengja þessa lestartengingu upp til Vigo á Spáni, en spænska ríkisstjórnin kynnti einmitt nýlega fyrirætlanir um nýjar hraðlestarlínur sem tengja eiga höfuðborgina Madríd við strandborgirnar Valencia og Alicante. Þau áform koma í framhaldi af nýrri hraðlestartengingu milli Barselóna og Madrídar. Ný framfaraöld er því hafin í lestarsamgöngum á Íberíuskaga.

António Costa, forsætisráðherra, kynnir áformin um nýju hraðlestina – Mynd: Twitter

Áætlaður kostnaður við nýju hraðlestartenginguna milli Lissabon og Porto er um 5 milljarðar evra. Gert er ráð fyrir að lestin komi við í Leiria, Coimbra, Aveiro og Gaia. Eins og áður sagði á síðan að halda áfram í norðurátt og tengjast hraðlestarkerfi Spánar. Markmið portúgölsku ríkisstjórnainnar er að auka samkeppnishæfni landsins með bættum samgöngum – draga að meiri erlenda fjárfestingu, en um leið er verið að bregðast við áskorunum í loftslagsmálum og styrkja byggð í landinu öllu. Þessi væntanlega hraðlestartenging meðfram Atlantshafsströnd Portúgals á örugglega eftir að vekja áhuga ferðafólks, sem þá getur ferðast á enn þægilegri máta en nú milli Lissabon og Porto – og bætt við skoðunarferð um vínræktardalinn magnaða Douro, bakgarð Porto.

Í Douro-dalnum – Mynd: ÓJ

Loftslagsmálin hafa aukið mjög áhuga og vilja ríkisstjórna víða um heim til að efla lestarsamgöngur. Hækkanir á verði eldsneytis eftir innrás Rússa í Úkraínu hefur ýtt undir viðleitni til að nýta betur lestarsamgöngur. Frakkar bönnuðu stutt innanlandsflug ef komast má með lest milli viðkomandi staða á innan við tveimur og hálfri klukkustund. Þá heppnaðist með ágætum tilraun Þjóðverja í sumar með því að bjóða lestarferðir á níu evrur.

Ekki þarf að hafa mörg orð til að sannfæra Portúgala um mikilvægi aðgerða vegna loftslagsbeytinga. Þjóðin er minnt á það nú á hverju sumri með miklum hitum og skógareldum að bregðast verður skjótt við. 

Gróðureldar í Portúgal í sumar – Mynd: ÓJ
Nýtt efni

Fyrsta skemmtiferðaskip ársins kom til Ísafjarðar um síðustu helgi, þýska AIDAsol með nærri í 2.200 farþega. Á sunnudag koma tvö skip með væntanlega 3.000 - 4.000 farþega. Það er farþegafjöldi undir öllum viðvörunarmörkum sem Ísafjarðarbær ætlar að fylgja í framtíðinni vegna komu skemmtiferðaskipa. Nýsamþykktar fjöldatakmarkanir gilda raunar ekki á þessu ári þar sem bókanir hafa …

Í marsmánuði fór fjöldi erlendra ferðamanna í Japan í fyrsta skipti yfir 3 milljónir, samkvæmt tölum sem birtar voru í síðustu viku. Um 2,7 milljónir komu í febrúar. Auðvitað nýtur japönsk ferðaþjónusta nú uppsafnaðrar löngunar erlendra ferðamanna á að heimsækja loks Japan eftir langvarandi lokun og ferðahindranir í tengslum við Covid-19 en það er ekki …

Jón Atli Benediktsson rektor Háskóla Íslands var heiðraður á ársfundi Meet in Reykjavik í gær. Hann leiddi til sigurs umsókn Íslands um að fá ráðstefnuna „International Geoscience and Remote Sensing Symposium (IGARSS)“ til Reykjavíkur í júlí 2027. Gert er ráð fyrir að 2.500 erlendir vísindamenn og fagfólk á sviði fjarkönnunar frá öllum heimshornum sæki ráðstefnuna …

United Airlines tilkynntu í gær um betri afkomu en vænst var á öðrum ársfjórðungi. Þetta kemur í framhaldi af því að tapið á fyrsta fjórðungi var minna en óttast hafði verið. Megin ástæða þess að vel gengur er einfaldlega mikill áhugi á ferðalögum. Hlutabréf í United hækkuðu strax í fyrstu viðskiptum eftir að tilkynnt var …

Japanskir bílaframleiðandur hafa dregist aftur úr nýrri fyrirtækjum á borð við bandaríska Tesla og kínverska BYD í þróun rafbílasmíði. En menn velta því fyrir sér hvort japanskir framleiðendur á borð við Toyota og Nissan verði ekki fljótir að vinna upp það forskot - og jafnvel ná forystu - með þróun nýrrar gerðar rafhlaðna, sem vonir …

„Viltu nýjan bíl? Ef svarið er já, þá þurfum við að finna pening til að kaupa bílinn. Við getum aflað hans með sjávarútvegi en sú grein er takmörkuð og margir vilja setja skorður á fiskeldi. Til að auka framleiðslu á málmum þarf meiri raforku. Þá er það ferðaþjónustan sem er eftir og því þarf að …

Yfir veturinn eru Bretar fjölmennastir í hópi ferðamanna hér á landi en fyrstu þrjá mánuði þessa árs innrituðu 109 þúsund breskir farþegar sig í flug frá Keflavíkurflugvelli. Fjöldinn stóð í stað frá sama tíma í fyrra en hins vegar fjölgaði brottförum útlendinga um tíund þessa þrjá mánuði. Efnahagsástandið í Bretlandi kann að skýra að það …

Því var fagnað í gær að undirrituð hefði verið viljayfirlýsingu um að Íslandshótel og fjárfestar tengdir Skógarböðunum ætluðu að byggja og reka fjögurra stjörnu hótel við Skógarböðin í Eyjafirði gegnt Akureyri. Á væntanlegu baðhóteli verða 120 herbergi. Sjallinn - MYND: Facebook-síða Sjallans Íslandshótel hafa líka haft áform um að reisa hótel í miðbæ Akureyrar, þar …