Samfélagsmiðlar

Ný hraðlestartenging milli Lissabon og Porto

Forsætisráðherra Portúgals, António Costa, hefur greint frá áformum um nýja hraðlestartengingu milli Lissabon og Porto, tveggja stærstu borga landsins, sem taka á í notkun árið 2030. Með nýju hraðlestinni styttist ferðatíminn um meira en helming, verður aðeins 75 mínútur.

Frá Porto. Brúin Dom Luís I yfir Douro-ána.

Lissabon er mögnuð borg og þar er margt að sjá og upplifa en auðvitað er líka freistandi fyrir þau sem þangað koma að skoða dálítið meira af landinu í leiðinni, fara í suðurátt að sólarströndum Algarve eða í norður til annarrar stærstu borgar landsins, Porto. 

Góður ferðamáti í Lissabon – Mynd: ÓJ

Það tekur núna rétt um þrjár klukkustundir að ferðast með hraðlest milli borganna tveggja, frá Oriente-stöðinni í Lissabon á Campanhã-stöðina í Porto og fargjaldið fyrir fullorðinn aðra leið er 56 evrur. Nú er boðuð mikil breyting á lestarsamgöngum með nýrri hraðlestartengingu – eigum við að segja ofurlest – sem tekin verður í notkun eftir átta ár, eða 2030, ef áætlanir standast. Þá getur farþeginn þeyst á um 300 kílómetra hraða milli Lissabon og Porto, nær ekki að láta sér leiðast að ráði því ferðin mun aðeins taka klukkutíma og korter. Síðan er ætlunin að lengja þessa lestartengingu upp til Vigo á Spáni, en spænska ríkisstjórnin kynnti einmitt nýlega fyrirætlanir um nýjar hraðlestarlínur sem tengja eiga höfuðborgina Madríd við strandborgirnar Valencia og Alicante. Þau áform koma í framhaldi af nýrri hraðlestartengingu milli Barselóna og Madrídar. Ný framfaraöld er því hafin í lestarsamgöngum á Íberíuskaga.

António Costa, forsætisráðherra, kynnir áformin um nýju hraðlestina – Mynd: Twitter

Áætlaður kostnaður við nýju hraðlestartenginguna milli Lissabon og Porto er um 5 milljarðar evra. Gert er ráð fyrir að lestin komi við í Leiria, Coimbra, Aveiro og Gaia. Eins og áður sagði á síðan að halda áfram í norðurátt og tengjast hraðlestarkerfi Spánar. Markmið portúgölsku ríkisstjórnainnar er að auka samkeppnishæfni landsins með bættum samgöngum – draga að meiri erlenda fjárfestingu, en um leið er verið að bregðast við áskorunum í loftslagsmálum og styrkja byggð í landinu öllu. Þessi væntanlega hraðlestartenging meðfram Atlantshafsströnd Portúgals á örugglega eftir að vekja áhuga ferðafólks, sem þá getur ferðast á enn þægilegri máta en nú milli Lissabon og Porto – og bætt við skoðunarferð um vínræktardalinn magnaða Douro, bakgarð Porto.

Í Douro-dalnum – Mynd: ÓJ

Loftslagsmálin hafa aukið mjög áhuga og vilja ríkisstjórna víða um heim til að efla lestarsamgöngur. Hækkanir á verði eldsneytis eftir innrás Rússa í Úkraínu hefur ýtt undir viðleitni til að nýta betur lestarsamgöngur. Frakkar bönnuðu stutt innanlandsflug ef komast má með lest milli viðkomandi staða á innan við tveimur og hálfri klukkustund. Þá heppnaðist með ágætum tilraun Þjóðverja í sumar með því að bjóða lestarferðir á níu evrur.

Ekki þarf að hafa mörg orð til að sannfæra Portúgala um mikilvægi aðgerða vegna loftslagsbeytinga. Þjóðin er minnt á það nú á hverju sumri með miklum hitum og skógareldum að bregðast verður skjótt við. 

Gróðureldar í Portúgal í sumar – Mynd: ÓJ
Nýtt efni

Fyrir viku hélt Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands, fund með helstu ráðgjöfum sínum, innanríkisráðherra og fulltrúum veðurstofu og almannavarna landsins til að ræða viðbrögð við hitatíðinni framundan, frá apríl til júní. Sérstaklega er talin ástæða nú til aðgæslu vegna áhrifa loftslagsbreytinga á veðurfar. Verulegar líkur eru taldar á að hiti fari fram úr venjulegum hámarkshita í …

Frumvarp um að veita þúsundum óskráðra innflytjenda á Spáni heimild til landvistar og atvinnu er nú til meðferðar í fulltrúadeild spænska þingsins (Congreso de los Diputados) eftir að 700 þúsund manns höfðu undirritað áskorun um setningu laga þessa efnis. Nærri 900 samtök studdu þessa áskorun um að breyta stöðu óskráðra útlendinga í landinu.  Ef fyrirliggjandi …

Farþegar á leið til New York frá Róm, París, Ósló, London, Berlín eða Aþenu geta flogið beint með norska lágfargjaldaflugfélaginu Norse Atlantic. Í mörgum tilfellum er félagið með ódýrustu sætin á þessum leiðum og keppir því við íslensku flugfélögin um þá farþega sem vilja komast á milli fyrir sem minnst og setja það ekki fyrir …

„Tilgangurinn er að sýna hvað höfuðborgarsvæðið hefur að bjóða í ferðaþjónustu og byggja upp þekkingu meðal þeirra sem í henni starfa," sagði Inga Hlín Pálsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu höfuðborgarsvæðisins, þegar FF7 hitt hana skömmu eftir að sýningin HITTUMST var opnuð í Hafnarhúsinu í dag. Nokkur hópur var þegar kominn að skoða það sem í boði er …

Hilton-hótelkeðjan hefur gert samning um byggingu og rekstur tveggja hótela hér á landi í samstarfi við Bohemian Hotels ehf. Stefnt er að því að opna það fyrra við Hafnarstræti á Akureyri næsta sumar en þar verða 70 herbergi og mun hótelið bera heitið Skáld Hótel Akureyri. Seinna hótelið opnar við Bríetartún, við hlið Frímúrarahallarinnar í …

Flugfélagið Play hefur hafið miðasölu á flugi til Cardiff í Wales og er þetta gert vegna mikils áhuga á leikjum íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu gegn Wales í Þjóðadeildinni sem fara fram næstkomandi haust.  Þetta kemur fram í tilkynningu. Íslenska liðið mætir liði Wales á Laugardalsvelli 11. október en liðin mætast aftur á heimavelli Wales í Cardiff …

Í þeirri viðleitni að hemja troðningstúrisma hafa borgaryfirvöld í Amsterdam ákveðið að leyfa ekki byggingu fleiri hótela í miðborginni. Þrátt fyrir að kröfur hafi verið hertar í borginni gagnvart nýbyggingum hótela þá eru yfir 20 hótel nú á teikniborðinu, segir NL Times. Takmörkunin nær auðvitað ekki til þeirra hótela sem þegar hafa verið samþykkt. Túristar …

Como-vatn á Langbarðalandi dregur til sín um 1,4 milljónir ferðamanna á ári - og í glæsihúsum við vatnið hefur margt frægt og ríkt fólk athvarf. Meðal þeirra sem eiga hús þarna eru George Clooney, Donnatella Versace og Richard Branson. Kannski er það ekki síst efnaða fólkið sem orðið er þreytt á átroðningi - að venjulegir …