Samfélagsmiðlar

Stuck in Iceland í 10 ár

Jón Heiðar við Langasjó nú í sumar. Myndin er tekin af þýska ljósmyndaranum Martin Schulz en þeir tveir kynntust í gegnum Stuck in Iceland.

Hátt í átta hundruð þúsund manns hafa lesið ferðaritið Stuck in Iceland sem Jón Heiðar Ragnheiðarson hefur haldið úti frá árinu 2012. Hann segir mikilvægt að draga upp rétt mynd af Íslandi sem áfangastað og forðast klisjur um sögu þjóðarinnar.

Hver var hugmyndin að baki útgáfunni?

Ég stofnað tímaritið Stuck in Iceland af nokkrum ástæðum. Í fyrsta lagi hef mikinn áhuga á að ferðast um Ísland, í öðru lagi hef ég ástríðu fyrir útgáfu og markaðssetningu á netinu og í þriðja lagi fannst mér dreginn upp óspennandi glansmynd af Íslandi í því efni sem þá stóð ferðafólki til boða. Ísland var kynnt sem sem land þar sem alltaf væri sólskin og gott veður og lítið fjallað um sögu og menningu Íslands. Helst voru týndir til einhverjir þrotaðir frasar um víkinga. Mér fannst þetta allt frekar flatneskjulegt og ekki ná utan um ægifegurð landsins og þeirri upplifun sem margbreytilegt íslenskt veðurfar og náttúra felur í sér.

Ég gerði mitt besta til að skrifa greinar sem voru öðruvísi en megnið af því efni sem var þó verið að bera á borð fyrir ferðafólk. Til dæmis skrifaði ég um myrka sögu Þingvalla og sagði frá gönguferðum sem ég hef lent í þar sem farið var yfir Fimmvörðuháls og Eyjafjallajökul í aftakaveðri og alls engu skyggni. Vont veður er jú eitthvað sem ferðafólk getur vel lent í á Íslandi og það þarf að vera tilbúið til að eiga við það.

Boltinn byrjaði að rúlla mjög hratt eftir að vefurinn fór í loftið. Fjölmörg sem fundu vefinn á samfélagsmiðlum eða á Google settu sig í samband við mig til að leita ráða eða einfaldlega til að spjalla um Ísland. Mörg vildu jafnvel leggja til myndir og greinar. Upp úr þessu hef ég myndað vinskap við nokkra lesendur og það er auðvitað það besta við allt þetta brölt sem núna hefur staðið yfir í tíu ár. Ég er enn að fá fyrirspurnir frá fólki sem vill ferðast til Íslands og spyr um ótrúlegustu hluti.

Hvernig hafa efnistökin þróast í gegnum tíðina?

Fyrst um sinn voru þetta greinar eftir mig og meðstofnanda tímaritsins, Sigurð Fjalar Jónsson sem staldraði stutt við í þessu verkefni. Svo bættust við greinar eftir allskonar fólk sem vildi leggja til efni og myndir. Oft lagði fólk alveg gríðarlega vinnu við að skrifa flottar greinar fyrir tímaritið. Núna upp á síðkastið hef ég tekið fjölmörg viðtöl við fólk sem tengist Íslandi með einhverjum hætti, í þeim góða hópi viðmælenda eru leikarar, sendiherrar, vísindafólk, tónlistarfólk, ljósmyndarar, leiðsögufólk, ósköp venjulegt ferðafólk og margir fleiri. Ég bið að sjálfsögðu alla um að segja frá uppáhaldsstöðum sínum, mæla með afþreyingu, íslensku menningarefni eða listafólki og gefa ráð til þeirra sem eru að heimsækja Ísland í fyrsta sinn. Það er mjög skemmtilegt að fá mismunandi sjónarmið á þessa hluti frá þessum góða hóp sem hefur gefið sér tíma til að vera viðmælendur hjá mér. Ennfremur geri ég mitt besta til að gefa ferðafólki góð ráð, t.d. um hvernig eigi að ferðast með öruggum hætti, greiða fyrir vöru og þjónustu, klæða sig rétt og fleira í þeim dúr.

Frá hvaða löndum koma flestir lesendur?

Flestir eru frá Bandaríkjunum, Bretlandi, Kanada, Þýskalandi og Íslandi. Mikið af ferðafólki sem er þegar komið til landsins, og eru að leita sér upplýsinga um hvað sé skemmtilegt að gera, nota vefinn. Meirihluti notenda er yngri en 44 ára gamall og aðeins fleiri konur en karlar nota vefinn. Bandarískar konur um þrítugt sem eru að koma hingað til lands í fyrsta sinn með maka og börnum og ferðast á eigin vegum virðist vera kjarnahópur tímaritsins. 

Á síðunni er töluvert um ferðatilboð í formi afsláttarkóða. Sérðu fyrir þér að breyta Stuck in Iceland í sölusíðu?

Ég er í mjög annasömu og skemmtilegu starfi hjá Controlant samhliða því að reka Stuck in Iceland. Eins og sakir standa eru því engar líkur á því að ég fari að standa í sölu á ferðum sjálfur!  Ég byrjaði að bjóða afsláttarkóða 2019 og notkunin á þeim fór stigvaxandi þangað til að veiran skæða setti alla ferðaþjónustu í frost. Eftir Covid fór þetta aftur á stað og það er bara alveg ótrúlegt hvað þetta rúllar hratt af stað aftur. Veltan er þegar orðin miklu meiri en fyrir veiru.

Kosturinn við afsláttarkóðana fyrir alla aðila er að þeir eru einfaldir í notkun. Lesendur skrá sig fyrir fréttabréfinu mínu og fá helling af afsláttarkóðum frá flottum ferðaþjónustufyrirtækjum sendan í tölvupósti með sjálfvirkum hætti. Ég tek aðeins 5% til mín, lesendur fá afslátt sem ferðaþjónustufyrirtækin ráða hvað er hár en oft er afslátturinn 10%. Það sem skiptir máli fyrir lesendur er að þeir geta sparað mikla fjármuni með því að nýta kóðana, sérstaklega ef um vinahópa eða fjölskyldur er að ræða. Ferðaþjónustufyrirtækin eiga viðskiptasambandið við viðskiptavininn og kaupin á ferðum gerast á þeirra eigin vef. Þau stjórna því hvað þau gefa mikinn afslátt og þetta er líklega mun ódýrari söluleið en að fara í gegnum stóra söluvefi. 

Annars er erfitt að spá, sérstaklega um framtíðina. Ég er til í samstarf við öll ferðaþjónustufyrirtæki eða íslenskar vefverslanir sem hafa sýnt og sannað að þau veita góða þjónustu og fyrirtaks vörur. Tilgangur minn er að hjálpa ferðafólki að upplifa Ísland á sem skemmtilegastan og hagkvæmastan hátt eins og mögulegt er. Afsláttarkóðarnir hafa hingað til virkað mjög vel til að ná þessu markmiði. Sjáum til hvað gerist á næstu tíu árum!

Nýtt efni

Fyrir viku hélt Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands, fund með helstu ráðgjöfum sínum, innanríkisráðherra og fulltrúum veðurstofu og almannavarna landsins til að ræða viðbrögð við hitatíðinni framundan, frá apríl til júní. Sérstaklega er talin ástæða nú til aðgæslu vegna áhrifa loftslagsbreytinga á veðurfar. Verulegar líkur eru taldar á að hiti fari fram úr venjulegum hámarkshita í …

Frumvarp um að veita þúsundum óskráðra innflytjenda á Spáni heimild til landvistar og atvinnu er nú til meðferðar í fulltrúadeild spænska þingsins (Congreso de los Diputados) eftir að 700 þúsund manns höfðu undirritað áskorun um setningu laga þessa efnis. Nærri 900 samtök studdu þessa áskorun um að breyta stöðu óskráðra útlendinga í landinu.  Ef fyrirliggjandi …

Farþegar á leið til New York frá Róm, París, Ósló, London, Berlín eða Aþenu geta flogið beint með norska lágfargjaldaflugfélaginu Norse Atlantic. Í mörgum tilfellum er félagið með ódýrustu sætin á þessum leiðum og keppir því við íslensku flugfélögin um þá farþega sem vilja komast á milli fyrir sem minnst og setja það ekki fyrir …

„Tilgangurinn er að sýna hvað höfuðborgarsvæðið hefur að bjóða í ferðaþjónustu og byggja upp þekkingu meðal þeirra sem í henni starfa," sagði Inga Hlín Pálsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu höfuðborgarsvæðisins, þegar FF7 hitt hana skömmu eftir að sýningin HITTUMST var opnuð í Hafnarhúsinu í dag. Nokkur hópur var þegar kominn að skoða það sem í boði er …

Hilton-hótelkeðjan hefur gert samning um byggingu og rekstur tveggja hótela hér á landi í samstarfi við Bohemian Hotels ehf. Stefnt er að því að opna það fyrra við Hafnarstræti á Akureyri næsta sumar en þar verða 70 herbergi og mun hótelið bera heitið Skáld Hótel Akureyri. Seinna hótelið opnar við Bríetartún, við hlið Frímúrarahallarinnar í …

Flugfélagið Play hefur hafið miðasölu á flugi til Cardiff í Wales og er þetta gert vegna mikils áhuga á leikjum íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu gegn Wales í Þjóðadeildinni sem fara fram næstkomandi haust.  Þetta kemur fram í tilkynningu. Íslenska liðið mætir liði Wales á Laugardalsvelli 11. október en liðin mætast aftur á heimavelli Wales í Cardiff …

Í þeirri viðleitni að hemja troðningstúrisma hafa borgaryfirvöld í Amsterdam ákveðið að leyfa ekki byggingu fleiri hótela í miðborginni. Þrátt fyrir að kröfur hafi verið hertar í borginni gagnvart nýbyggingum hótela þá eru yfir 20 hótel nú á teikniborðinu, segir NL Times. Takmörkunin nær auðvitað ekki til þeirra hótela sem þegar hafa verið samþykkt. Túristar …

Como-vatn á Langbarðalandi dregur til sín um 1,4 milljónir ferðamanna á ári - og í glæsihúsum við vatnið hefur margt frægt og ríkt fólk athvarf. Meðal þeirra sem eiga hús þarna eru George Clooney, Donnatella Versace og Richard Branson. Kannski er það ekki síst efnaða fólkið sem orðið er þreytt á átroðningi - að venjulegir …