Þeir sem komu í fyrra eyddu miklu meiru

Líkt og Túristi hefur áður rakið þá er full ástæða til að rýna betur í gögn um erlendra kortanotkun hér á landi. Ef við horfum hins vegar blint í tölurnar þá er niðurstaðan sú að neysla á hvern ferðamenn hefur dregist verulega saman milli ára.

Það verður sífellt flóknara að kortleggja neyslu erlendra ferðamanna hér á landi. MYND: ÓJ

Strangar sóttvarnaraðgerðir tóku gildi í sumarlok árið 2020 og um leið dró verulega úr flugumferð. Í september innrituðu aðeins 10 þúsund útlendingar sig í flug frá Keflavíkurflugvelli og farþegar Icelandair voru svo fáir að félaginu hefði dugað að fljúga eina ferð á dag.

Neysla innanlands var því nær eingöngu á vegum heimamanna en samt sem áður nam erlenda kortaveltan 2,4 milljörðum króna í september 2020.

Skráðu þig inn til að lesa

Þessi grein er aðeins aðgengileg áskrifendum. Smelltu hér til að kanna áskriftarleiðir.