Tífalt fleiri bóka flug til Katar

Opnunarleikur HM í Katar fer fram þann 20. nóvember. Mynd: Masarath Alkhaili / Unsplash

Heimsmeistaramót karlalandsliða í knattspyrnu fer fram í Katar í nóvember og desember og ljóst er að fjölda margir fótbóltaáhugamenn setja stefnuna á furstadæmið í árslok. Eftirspurn eftir flugmiðum þangað er nefnilega tífalt meiri en á sama tíma árið 2019 samkvæmt úttekt greiningafyrirtækisins ForwardKeys.

Og bókanir á flugi til Katar hafa aukist langmest í Sameinuðu arabísku furstadæmunum og skýringin á því mun vera sú að margir ætla að halda til í Dubaí eða Abu Dhabi en fljúga yfir til Katar til að horfa á sitt lið spila. Það stefnir því flugumferðin milli þessara olíuríkja verði gríðarleg þær fjórar vikur sem heimsmeistaramótið fer fram.

Það eitt og sér ætti að auka tekjur ríkjanna af sölu þotueldsneytis umtalsvert enda stefna flugfélögin á svæðinu á að nota breiðþotur í þessar stuttu flugferðir milli furstadæmanna.