Vægi tengifarþega í sitthvora áttina hjá íslensku félögunum

Rekstur Keflavíkurflugvallar, Icelandair og Play byggir að miklu á því að Leifsstöð verði vinsæl skiptistöð fyrir þá sem eru á leið milli Norður-Ameríku og Evrópu.

Tíðar ferðir Icelandair og Play til stórborga byggja á að margir nýtir ferðirnar til að fljúga alla leið yfir Norður-Atlantshafið. MYNDIR: LONDON STANSTED&ICELANDAIR

Farþegar á Keflavíkurflugvelli geta valið úr nokkrum ferðum á dag til fjölda borga bæði í Evrópu og Norður-Ameríku. Þetta mikla framboð skrifast ekki aðeins á útþrá Íslendinga eða straum ferðamanna til Íslands heldur þá staðreynd að rekstur Icelandair og Play byggir að miklu leyti á tengifarþegum, fólki sem ferðast milli heimsálfa en millilendir hér á landi.

Hlutfall þessa farþegahóps var ríflega fjörutíu prósent á Keflavíkurflugvelli fyrir heimsfaraldur. Hjá Icelandair var vægið ennþá hærra á árunum sem félagið var rekið með hagnaði, fór til að mynda upp í 58 prósent á þriðja ársfjórðungi árið 2017.

Skráðu þig inn til að lesa

Þessi grein er aðeins aðgengileg áskrifendum. Smelltu hér til að kanna áskriftarleiðir.