„Við erum vaxtarfyrirtæki“

Starfsfólk Arctic Adventure fagnaði um helgina lokum sumarferðatímabilsins. Gréta María Grétarsdóttir, forstjóri, segir að allt hafi gengið vonum framar. Hún ræðir við Túrista um hvernig fyrirtækið mætir þeim áskorunum sem fylgja versnandi efnahagsástandi víða og mikilvægi þess fyrir íslenska ferðaþjónustu að geta boðið heilsársstörf og auka þjálfun starfsfólks.

Gréta María Grétarsdóttir, forstjóri Arctic Adventures Mynd: ÓJ

„Það var mikil áskorun að auka umsvifin upp úr nánast engu en með okkar frábæra starfsfólki þá gekk það ótrúlega vel,” segir Gréta María, sem ráðin var forstjóri Arctic Adventures í desember á síðasta ári en hafði áður átt sæti í stjórn fyrirtækisins og aflað sér mikillar reynslu í viðskiptalífinu, m.a. sem framkvæmdastjóri Krónunnar. Það er alveg ljóst í huga hennar að starfsfólkið er mesti auður Arctic Adventures. Um 200 manns störfuðu undir merkjum fyrirtækisins í sumar en Gréta María segir líklegt að þeim fækki niður í um 140 í vetur. 

„Leiðsögumannahópurinn okkar býr að mjög mikilli reynslu og sama er að segja um þá sem stýra rekstrinum. Mjög vel gekk að koma starfseminni í gang eftir heimsfaraldurinn en auðvitað reyndi það mjög á,” segir Gréta María og brosir. Hún viðurkennir að ýmsar legur hafi verið ryðgaðar, ef svo má segja. Ýmis vandamál hafi komið upp í aðfangakeðjunni, ekki hafi fengist allt sem þurfti í svo umfangsmikinn rekstur, t.d. fengust ekki allir þeir bílar sem vonast var eftir. 

„Allir þurftu að leggjast á árarnar til að láta hlutina ganga upp, laga það sem var bilað.”

Ferðamaður í Merardölum - Mynd: Arctic Adventures

Sumarið sem er að kveðja var það fyrsta sem Gréta María upplifði við stjórnvölinn hjá Arctic Adventures. Túristi spyr hvað henni hafi helst komið á óvart. Hún svarar því til að hún sé þannig að eðlisfari að fátt komi henni á óvart. 

„Þetta eru allt verkefni og áskoranir sem þarf að takast á við. Ég hef gaman af því að takast á við ný verkefni. Þegar eitthvað birtist þykir mér það spennandi. Ég spyr: Hvernig var þetta leyst síðast? Getum við leyst þetta betur núna eða hvernig getum við komið i veg fyrir að eitthvert vandamál verði til aftur? Þetta er umfangsmikill rekstur. Mikið fjör.”

En hvernig líst Grétu Maríu á komandi vetur?

Skráðu þig inn til að lesa

Þessi grein er aðeins aðgengileg áskrifendum. Smelltu hér til að kanna áskriftarleiðir.