„Við getum gert miklu betur“

„Sjálfbærni verður ekki náð nema að jafnvægi sé milli efnahags, samfélags og umhverfis. Ef fyrirtæki í ferðaþjónustu geta ekki fundið þetta jafnvægi þá verða þau úr leik,” segir Ásta Kristín Sigurjónsdóttir, framkvæmdastjóri Íslenska ferðaklasans. „Eftir þrjú til fimm ár verður þú ekki með í þessum bransa ef þessi mál eru ekki í fyrsta sæti.”

Ásta Kristín Sigurjónsdóttir, framkvæmdastjóri Íslenska ferðaklasans Mynd: ÓJ

Margir hafa áttað sig á því að ferðaþjónustan er ein meginstoða íslensks atvinnulífs. Aðrir eru enn að velta því fyrir sér hvort þetta sé eitthvað meira en tímabundin uppgrip. Þau sem hafa trú á framtíð greinarinnar ættu þá að hafa skilning á því að ein meginforsenda þess að starfa áfram er að tileinka sér nútímaleg vinnubrögð og uppfylla þær kröfur sem samfélagið og ferðafólk framtíðarinnar mun gera. Það eru ýmis samtök og stofnanir sem vinna fyrir ferðaþjónustuna: Samtök ferðaþjónustunnar, svæðisbundin ferðamálasamtök, Ferðamálastofa, Íslandsstofa. Svo er það Íslenski ferðaklasinn, sem stofnaður var 2015. Honum var ætlað að auka samstarf innan greinarinnar, stuðla að meiri verðmætasköpun og samkeppnishæfni. Ferðaklasinn er með þrjú leiðarljós í starfi sínu: Nýsköpun - Sjálfbærni - Stafræna hæfni. Allt eru þetta falleg orð á blaði en Túristi biður framkvæmdastjórann, Ástu Kristínu Sigurjónsdóttur, að svara fyrst spurningunni hvort samstarfið innan Íslenska ferðaklasans hafi skilað raunverulegum árangri?

Skráðu þig inn til að lesa

Þessi grein er aðeins aðgengileg áskrifendum. Smelltu hér til að kanna áskriftarleiðir.