Vildu að Íslendingar uppgötvuðu Skógarböðin á notalegan hátt

Skógarböðin í Vaðlaskógi gegnt Akureyri hafa dregið til sín um 60 þúsund gesti án mikils markaðsstarfs. Tinna Jóhannsdóttir, framkvæmdastjóri, segir að í sumar hafi Íslendingar verið um helmingur gesta og þeir uppgötvað staðinn á notalegan hátt. Hún segir að ein helsta áskorunin hafi verið að byggja upp eigin bókunarvef. Það skili sér.

Tinna Jóhannsdóttir, framkvæmdastjóri Skógarbaðanna Mynd: ÓJ

Það er auðvitað magnað að Skógarböðin séu aukaafurð Vaðlaheiðarganganna. Þegar verið var að bora fyrir göngunum var opnað fyrir heitavatnsæð og fossaði vatnið þaðan engum til gagns til sjávar þar til að komið var fyrir röri sem leiddi það í Skógarböðin - á baðstaðinn glæsilega sem opnaður var í vor og fengið hefur frábærar viðtökur gesta. Frumkvöðlarnir og aðaleigendur Skógarbaðanna, hjónin Finnur Aðalbjörnsson og Sigríður María Hammer, eiga heiðurinn af þessu framtaki sem færir Akureyri upp um flokk í afþreyingu fyrir ferðafólk. Nú íhuga hjónin að reisa hótel við Skógarböðin og bæta þannig úr sárri þörf á fyrsta flokks gistingu á Akureyri. Túristi heimsótti Skógarböðin og ræddi við Tinnu Jóhannsdóttur, framkvæmdastjóra: 

Gengið heim að Skógarböðunum - Mynd: ÓJ

Skráðu þig inn til að lesa

Þessi grein er aðeins aðgengileg áskrifendum. Smelltu hér til að kanna áskriftarleiðir.