Vill samstarf um að jafna straum ferðafólks um landið

„Horfum á það hvernig Ísland gæti þróast sem áfangastaður ef þrjár gáttir væru inn í landið," segir Jóna Árný Þórðardóttir, framkvæmdastjóri Austurbrúar, sem vann að því að fá þýska flugfélagið Condor til að fljúga til Egilsstaða og Akureyrar næsta sumar. Hún segir í allra þágu að ferðaþjónustan vaxi og dafni á kaldari svæðum landsins og hvetur til samstarfs um það.

Jóna Árný Þórðardóttir, framkvæmdastjóri Austurbrúar Mynd: ÓJ

Austfirðingar og Norðlendingar í ferðaþjónustu búa sig nú undir komu þýska Condor-flugfélagsins, sem hefur áætlunarflug milli Frankfurt og tveggja meginflugvalla landsbyggðarinnar, á Egilsstöðum og Akureyri, á komandi vori. Flogið verður á þriðjudögum til Egilsstaða og á laugardögum til Akureyrar frá maí til októberloka.

Egilsstaðaflugvöllur - Mynd: ÓJ

Að baki liggur mikil vinna Austurbrúar og Markaðsskrifstofu Norðurlands, Isavia og Íslandsstofu, í samvinnu við ferðaskrifstofur sem selja Íslandsferðir og ferðaþjónustuaðila hér heima, við að laða að erlend flugfélög og skapa forsendur fyrir því að erlent ferðafólk geti sett það í forgang að ferðast um austan- og norðanvert landið en þurfi ekki að byrja á suðvesturhorninu - í Keflavík.

Skráðu þig inn til að lesa

Þessi grein er aðeins aðgengileg áskrifendum. Smelltu hér til að kanna áskriftarleiðir.