Árið 1972 var síldarævintýrinu lokið og skuttogaraöld hafin á Íslandi. Þetta var einsleitt samfélag 207 þúsund íbúa, atvinnulífið fábreytt - fáir útlendingar á ferli. Aðeins 68 þúsund ferðamenn komu til landsins þetta ár en þeim hafði fjölgað á hverju ári frá 1958. Þeir heimamenn sem tóku að sér að liðsinna erlendum ferðahópum voru gjarnan kallaðir túlkar eða fararstjórar, stundum bara gædar, en starfsheitið leiðsögumaður vann á. Flestir sinntu öðrum störfum meðfram leiðsögn, þetta var sumarvinna kennara og fleiri stétta. Þau voru innan við 30 sem komu saman á Hótel Loftleiðum 6. júní 1972 og stofnuðu Félag leiðsögumanna. Nú starfa um 900 manns innan Leiðsagnar, félags leiðsögumanna. Þessi félagafjöldi endurspeglar þær breytingar sem orðið hafa í íslenskri ferðaþjónustu en ef vel ætti að vera þyrftu leiðsögumenn að vera enn fleiri. Fyrir Covid-19-faraldurinn komu 2,3 milljónir ferðamanna til landsins og ekki er ólíklegt að um 1,7 milljónir komi á þessu ári - fljótlega verði fjöldinn svipaður og fyrir heimsfaraldur, ef heimsmálin og efnahagsástand leyfa.

Ferðaþjónusta var fremur léttvæg í þjóðarbúskapnum 1972 en hálfri öld síðar er hún orðin meginstoð. Félag leiðsögumanna er samt enn í tilvistarbaráttu, leitar fullrar viðurkenningar á mikilvægi starfa leiðsögumanna, að þörfin á menntun sé að fullu viðurkennd af hálfu hins opinbera og fyrirtækja sem starfa í greininni - og ekki síst að menntunin verði metin til launa.
Friðrik Rafnsson er formaður Leiðsagnar. Við sammæltumst um að hittast á kaffihúsi við Reykjavíkurhöfn. Miklu færri ferðamenn eru á rölti framan við gömlu verbúðirnar við Geirsgötu en í sumar. Komið er haust í ferðaþjónustunni og leiðsögumenn hafa loks tíma til að undirbúa 50 ára afmælisfögnuðinn, sem haldinn verður 12. nóvember í Veröld, húsi Vigdísar Finnbogadóttur. Við Friðrik fáum okkur kaffi og spjöllum fyrst vítt og breitt um starf leiðsögumannsins og þær breytingar sem orðið hafa á síðustu árum.
Skráðu þig inn til að lesa
Þessi grein er aðeins aðgengileg áskrifendum. Smelltu hér til að kanna áskriftarleiðir.