Vöxtur verðbólgu mældur í tveggja stafa tölu

london Jethro Stebbings
Fimm flugfélög munu halda úti tíðum ferðum milli Keflavíkurflugvallar og London í vetur. MYND: Jethro Stebbings / Unsplash

Veturinn fyrir heimsfaraldur var ríflega fimmti hver ferðamaður hér á landi með breskt vegabréf og Bretar stóðu undir stórum hluta af notkun erlendra greiðslukorta. Breskir ferðamenn eru því íslenskri ferðaþjónustu mjög mikilvægir yfir vetrarmánuðina.

Horfurnar í efnahagsmálum Breta eru hins vegar sérstaklega slæmar og til marks um það jókst verðbólga í landinu um 10,1 prósent í síðasta mánuði. Svo mikil hefur hækkunin ekki verið í einum mánuði í 40 ár en verðbólgan hækkaði ögn minna eða um 9,9 prósent í ágúst.

Samkvæmt frétt The Times skrifast aukin verðbólga helst á hækkandi matvælaverð.

Hver áhrif þess verða á ferðalög Breta í vetur á eftir að koma í ljós að fram hefur komið í mái stjórnenda bresku flugfélaganna British Airways og Easyjet að eftirspurn eftir flugmiðum sé ennþá mikil.