14 sóttu um stöðu ferðamálastjóra

Ferðamenn við Reykjavíkurhöfn MYND: ÓJ

Nú um áramótin losnar staða ferðamálastjóra en Skarphéðinn Berg Steinarsson, sem gengt hefur embættinu síðustu 5 ár, lætur þá af störfum. Hann tilkynnti undir lok október að hann ætlaði að láta gott heita og í kjölfarið var auglýst eftir nýjum ferðamálastjóra.

Í heildina bárust 14 umsóknir en ein þeirra var dregin tilbaka samkvæmt því sem segir á vef stjórnarráðsins. Þriggja manna hæfnisnefnd skipuð af menningar- og viðskiptaráðherra mun meta hæfni umsækjenda og skila greinargerð til ráðherra sem skipar svo í embætttið til fimm ára frá og með 1. janúar 2023.

Umsækjendurnir þrettán eru:

Arnar Már Ólafsson, markaðsstjóri

Böðvar Þórisson, skrifstofustjóri

Dofri Hermannsson, framkvæmdastjóri

Georg H. Ómarsson, markaðsstjóri

Guðrún Indriðadóttir, framkvæmdastjóri

Helgi Héðinsson, framkvæmdastjóri

Hildur Kristjánsdóttir, sérfræðingur

Inga Hlín Pálsdóttir, ráðgjafi

Ólafur Reynir Guðmundsson, verkefnastjóri

Saga Hlíf Birgisdóttir, ferðamálafræðingur

Sigurður Erlingsson, viðskiptafræðingur

Valdimar Björnsson, framkvæmdastjóri

Þórir Erlingsson, framkvæmdastjóri