Áfram lækkar verð á olíu

Það er nokkuð ódýrara að dæla eldsneyti á þoturnar í dag en það hefur verið síðustu misseri. MYND: BP

Við upphaf innrásar Rússa í Úkraínu hækkaði olíuverð hratt og í kjölfarið tvöfaldaði Icelandair eldsneytisálagið og Play bætti við þess háttar við gjaldi. Olíureikningar flugfélaganna tveggja hafa líka verið mjög háir síðustu mánuði og samtals greiddu þau 161 milljón dollara fyrir eldsneyti á þoturnar í júlí, ágúst og september. Sú upphæð jafngildir 23,5 milljarði króna í dag.

Það er því vafalítið fagnaðarefni á skrifstofum Icelandair og Play að olíuverð hefur lækkað síðustu daga. Tonn af þotueldsneyti kostaði til að mynda 1036 dollara á föstudaginn og hefur haldið áfram að lækka í dag. Til samanburðar fór verðið yfir 1200 dollara á tonnið í sumar og því ljóst að olíureikningar flugfélaganna fara lækkandi þessa dagana.