Beint flug til Egyptalands

Frá Sharm el Sheikh í Egyptalandi. MYND: HEIMSFERÐIR

Frændþjóðirnar hafa lengi fjölmennt í sólarlandaferðir til Egyptalands yfir vetrarmánuðina á meðan Íslendingar setja helst stefnuna á Kanaríeyjar og Flórída. Framboð á flugi til þessara staða frá Keflavíkurflugvelli er líka mikið.

Í febrúar gefst Íslendingum hins vegar færi á beinu flugi til ferðamannabæjarins Sharm El Sheikh við Rauðahafið. Það eru Heimsferðir sem standa fyrir þessari nýjung og mega ferðalangar reikna með mildu veðri því hitastigið er að jafnaði um 25 gráður á þessum tíma árs í Sharm El Sheikh að sögn Tómasar J. Gestssonar, forstjóra ferðaskrifstofunnar.

Flugið héðan til Egyptalands tekur um sjö og hálfan klukkutíma en flogið verður með nýrri Boeing Max8 þotu.