Bílaleigur flýta fyrir orkuskiptum

„Bílaleigur hafa mikil áhrif á það hvernig við komumst hratt í gegnum orkuskiptin. En það er ekki hægt að fara of hratt," segir Steingrímur Birgisson, forstjóri Hölds - Bílaleigu Akureyrar, um starfsemina og rafvæðingu bílaleiguflotans. Hann segir að aðstaðan við Keflavíkurflugvöll sé mikil hindrun.

Steingrímur Birgisson, forstjóri Hölds - Bílaleigu Akureyrar MYND: ÓJ

„Þetta var besta sumar hjá okkur til þessa og mjög mikil spurn eftir bílum. Bókanir fóru vel af stað í vor og mikið var að gera í allt sumar. Auðvitað eru annirnar mestar um hásumarið. Núna sitjum við svo uppi með um 1.500 bíla fram á næsta sumar. 

Bílafloti Hölds við Skútuvog - MYND: ÓJ

Við höfðum notað heimsfaraldurinn til að hagræða hjá okkur, bæta það sem við töldum okkur geta gert betur, í tæknimálum og fleiru. En þetta hefur ekki verið dans á rósum. Mikil vinna liggur að baki þessari velgengni og það hafa komið upp margskonar vandamál, t.d. skorti bíla frá framleiðendum í vor. Það jók tilkostnað og um leið hækkaði leiguverðið. Nú er jafnvægi komið á og rólegra yfir.

Bílaleiguflotinn er í heildina orðinn jafn stór og hann var fyrir heimsfaraldur, um 25 þúsund bílar, sem er nærri hámarki miðað við fjölda ferðamanna.

Skráðu þig inn til að lesa

Þessi grein er aðeins aðgengileg áskrifendum. Smelltu hér til að kanna áskriftarleiðir.