Samfélagsmiðlar

Bjartsýni fyrir næsta sumar – þrátt fyrir allt

Breska flugfélagið EasyJet segir fyrstu bókanir á flugi næsta vor og sumar lofa góðu. Þá virðist ekkert lát á flugbókunum á vetrarfrídögum þrátt fyrir hærra verð og versnandi efnahag.

Úr jómfrúarferð Easyjet til Keflavíkurflugvallar í mars 2012. Síðan þá hefur félagið verið umsvifamikið í Íslandsflugi frá Bretlandi.

Bókunarhorfurnar ættu að stappa stálinu í fjárfesta, að þeir fái tiltrú á framtíðina þrátt fyrir að sótt sé að heimilum í Bretlandi með hárri verðbólgu, hækkandi orkureikningum og húsnæðiskostnaði.

Þegar horft var fram á versnandi efnahagshorfur í Evrópu höfðu sérfræðingar spáð því að flugbókunum myndi fækka mikið. Yfirleitt hefur eftirspurn á flugmarkaði fylgt efnahagsþróun í Bretlandi, sem er mikilvægasta markaðssvæði EasyJet, og einmitt nú er sannarlega kreppa í landinu. Hinsvegar hefur Reuters-fréttastofan eftir forráðamönnum EasyJet að bókanir á flugi á mikilvægasta ferðatímanum, frá apríl og út september, lofi góðu. Sérstaklega líta bókanir um komandi páska vel út, meðalfargjöld eru hærri en á þessu ári. Enn er þó of snemmt að draga víðtækar ályktanir þar sem ekki er um marga miða að ræða.

Góð sala er á miðum fyrir jól og hafa fargjöld hækkað að meðaltali um 18 prósent vegna mikillar eftirspurnar.

Johan Lundgren, forstjóri EasyJet

„EasyJet stendur sig vel á erfiðum tímum,“ sagði Johan Lundgren, forstjóri, í yfirlýsingu sem birt var í morgun. Neytendur munu halda fast í að geta farið í frí en þeir vilja fá gæði fyrir peningana.“

Hann varaði þó við því að flugheimurinn allur stæði frammi fyrir verðhækkunum vegna verðhækkana á eldsneyti, háu gengi dollars og hækkun launa vegna verðbólgu. Þau flugfélög sem færu best út úr þessum aðstæðum væri lágfargjaldaflugfélögin en þjóðarflugfélög eins og Air France og British Airways gætu lent í erfiðleikum vegna hærri grunnkostnaðar.

Fyrr í þessum mánuði hafði Ryanair, helsti keppinautur EasyJet, greint frá góðri bókunarstöðu í síðustu tveimur mánuðum ársins og að félagið byggist við vexti næsta eina og hálfa árið.

Nýtt efni

Ólafur Þór Jóhannesson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Play, hefur óskað eftir að láta af störfum. Hann mun sinna stöðunni þar til eftirmaður hans tekur við að því segir í tilkynningu. Ólafur Þór tók við fjármálasviði Play eftir að Þóra Eggertsdóttir „ákvað að segja skilið við félagið" í október 2022. Hún hafði þá gegnt stöðu fjármálastjóra allt frá …

Hjá erlendum hagstofum lenda íslenskir ferðamenn oft í flokknum „aðrir" þegar gefnar eru út tölur um gistinætur á hótelum. Þannig er það þó ekki í þýsku höfuðborginni og samkvæmt nýjustu tölum þaðan keyptu íslenskir gestir 5.530 gistinætur á hótelum í Berlín í janúar og febrúar. Þetta er meira en tvöföldun frá sama tíma í fyrra …

Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 6 prósent og um 3,9 prósent ef húsnæði er tekið út fyrir sviga. Verðmælingar Hagstofunnar sýna aftur á móti að verð á farmiðum til útlanda lækkaði um 11,4 prósent í apríl í samanburði við sama mánuð í fyrra. Þá voru páskarnir aðra helgina í apríl en eftirspurn …

Á árinu 2023 minnkaði sala í Danmörku á prentuðum bókum um 70,2 milljónir danskra króna (tæpa 1,5 milljarða íslenskra kr.) en á sama tíma jókst velta með stafrænar bækur, hljóð og e-bækur, um 35,3 milljónir danskra kr. (rúmar 700 milljónir kr). Einmitt þessi breyting kemur illa niður á rithöfundum landsins því tekjur þeirra og forlaganna …

Af þeim sex norrænu flugfélögum sem skráð eru á hlutabréfamarkað þá gengur best hjá hinu norska Norwegian. Félagið stokkaði upp leiðakerfið í heimsfaraldrinum, endursamdi við birgja og starfsfólk og í fyrra skilaði Norwegian methagnaði. Sú niðurstaða skrifaðist meðal annars á þá ákvörðun stjórnenda að draga töluvert úr umsvifunum yfir vetrarmánuðina. Það hefur leitt til að …

Í ágúst 2026 er áætlað að Victorian Fruit and Vegetable Market í höfuðborg Írlands opni dyr sínar á nýjan leik. Markaðurinn hefur verið lokaður í fimm ár og byggingin legið undir skemmdum en með hjálp 25 milljón evra þróunarstyrks er markmiðið að nýr markaður skáki ekki aðeins hinum víðfræga Enska markaði í Cork heldur mörkuðum …

Play tapaði 3,1 milljarði króna fyrir skatt á fyrsta ársfjórðungi í fyrra en núna var tapið 19 prósent hærra eða 3,7 milljarðar króna. Félagið jók framboðið um 63 prósent á milli þessara tveggja fjórðunga en í flota félagsins voru sex til átta þotur í byrjun síðasta árs en núna eru þær tíu. Einar Örn Ólafsson, …

Sjóðir bandaríska flugvélaframleiðandans Boeing minnkuðu um 3,9 milljarða dollara á fyrsta ársfjórðungi. Upphæðin jafngildir 550 billjónum íslenskra króna og skýringin á þessum mikla fjármagnsbruna liggur í endurteknum göllum í þeim flugvélum sem fyrirtækið framleiðir. Af þeim sökum hefur bandaríska flugöryggisstofnunin takmarkað afköstin í verksmiðjum Boeing við 38 Max þotur í mánuði. Þar með þurfa flugfélög …