Boða til fundar um stöðu ævintýraferðaþjónustu

Úr leiðangri Loftslagsleiðtogans á Skeiðarárjökli. Mynd: Sigurður Pétur Jóhannsson

Loftslagsleiðtoginn og Stofnun Sæmunda fróða um sjálfbæra þróun efna til morgunverðarfundar í Veröld Vigdísar miðvikudaginn, 9. nóvember.

Í fundarboði segir að fjallað verði um þær breytingar sem sjáanlegar eru hérlendis og erlendis á náttúru og veðurfari vegna loftslagsbreytinga og þeirri spurningu verður velt upp hvernig ferðaþjónustan ætli að aðlagast.

„Þarf að huga að breyttum áherslum í áhættumati, viðbragsáætlunum, menntun leiðsögufólks og þeirra sem reka ferðaþjónustufyrirtæki? Hvað eru fyrirtæki og ferðaþjónustuaðilar að gera til að sporna við og aðlagast loftslagsbreytingum?,“ segir jafnframt í fundarboðinu en hægt er að skrá sig á fundinn hér.