Samfélagsmiðlar

Borga meira. Dvelja lengur.

Flugfélög víða um heim breyta nú áætlunum sínum og bregðast við tilhneigingum á markaði eftir Covid-19 með nýjum ferðakostum. Þannig fjölgar stöðugt í hópi þeirra viðskiptamanna sem nú kjósa að lengja ferðir sínar, hverfa frá því að fara í eins dags viðskiptaferðir.

Reuters-fréttastofan segir sögu ástralsks viðskiptamanns sem býr í Sidney og þreytandi eins dags ferðum hans til Melbourne eða Brisbane, sem fólu í sér fjórar ökuferðir með leigubíl, tvær flugferðir, langan biðtíma og hættu á flugtöfum. Þessar ferðavenjur endurskoðaði Ástralinn eftir heimsfaraldur.

Vísað er til tölfræðilegra gagna úr flugheiminum sem sýna að fleiri séu á þessari leið: Bissnissfólkið fer í lengri ferðir en áður og flugfélögin hafa orðið að bregðast við því í áætlunum sínum. Þegar svo bætast við áhyggjur af umhverfisáhrifum, hækkandi verð flugmiða, fjölgun aflýsinga á flugferðum vegna skorts á starfsfólki á flugvöllum og mikil aukning í fundahaldi á netinu þá blasi við að eins dags viðskiptaferðum á enn eftir að fækka. Haft er eftir bandaríska viðskiptaferða- og ráðstefnuskipuleggjandanum CWT að netfundirnir einir hafi fækkað eins dags viðskiptaferðum innanlands um meira en fjórðung frá 2019.

Og Ástralinn áðurnefndi er sáttur mjög, segir við Reuters að hann kunni því vel að lengja ferðirnar og fá tækifæri til að hitta fleira fólk í hverri ferð og kynna sér fleiri verkefni á sínu sviði. 

Flugfélög í Bandaríkjunum hafa brugðist við þessari þróun með því að bjóða upp á fleiri flugferðir í miðri viku vegna áhuga viðskiptavina á að blanda saman viðskiptum og slökun (bleisure), sem kemur til vegna þess að fólk hefur meiri tækifæri en áður til að sinna störfum sínum í fjarvinnu. 

Sölustjóri CWT í Kyrrahafslöndum Asíu segir við Reuters að um sé að ræða varanlega breytingu sem blasi við bæði flugfélögum og hótelum. Eins dags ferðirnar víki fyrir lengri ferðum vegna þess að viðskiptavinir séu orðnir umhverfislega neðvitaðri og hugsi meira um kostnaðinn. Þetta geti leitt til þess að nýting hótelherbergja batni.

Í Ástralíu hafa viðskiptaferðir innanlands lengst vegna hækkandi flugfargjalda. Meðallengd hverrar ferðar var þrír dagar árið 2019 en á þriðja fjórðungi þessa árs var hún orðin fjórir dagar. Skýringin er einfaldlega sú að vegna þess hversu dýrt er að fljúga vill fólk nota tækifærið og dvelja lengur á áfangastað. 

Flugfélögin Qantas og Virgin í Ástralíu segja að hærri flugfargjöld hafi hingað til vegið upp tekjumissinn af fækkun viðskiptaferða. En breyttar ferðavenjur blasi við, umferð á vinsælum bissnissleiðum fari minnandi, færri ferðist fram og til baka samdægurs og flugfélögin hafi brugðist við með breytingum á flugáætlunum.  

Nýtt efni

Faxaflóahafnir héldu vorfund sinn fyrir helgi til að kynna fyrirtækjum í ferðaþjónustu skipulag sumarsins við móttöku skemmtiferðaskipa, sem tekur mið af því raski sem verður vegna byggingar farþegamiðstöðvar Faxaflóahafna. Þeim framkvæmdum á að ljúka að tveimur árum liðnum, eins og FF7 greindi nýverið frá. Fram kom á fundinum að gert er ráð fyrir rúmlega 308 …

Fréttaveitan Bloomberg sagði frá því á dögunum að mikil úlfúð ríkti í alþjóðlegu kolefnisvottunarsamtökunum Science Based Targets initiatives, eða SBTi.  Fyrirtæki um allar koppagrundir hafa lengi reitt sig á vottanir frá SBTi þegar þau hafa fullyrt að þau stefni að kolefnishlutleysi.  Yfirleitt er kannski lítil ástæða til þess að fólk kippi sér upp við slæman starfsanda og …

Þegar lent er á flugvelli á ESB-svæðinu bíður farþeganna ekki verslun með tollfrjálsan varning við töskubeltin. Þess háttar er aðeins í boði fyrir brottför. Í Evrópuríkjum utan ESB gefst hins vegar tækifæri til að kaupa ódýrara áfengi við komuna eins og við þekkjum frá Keflavíkurflugvelli. Þeir sem nýta tollinn sinn þar til að kaupa léttvín …

Þrjár þotur Loftleiða munu næstu misseri fljúga viðskiptavinum erlendra ferðaskrifstofa hringinn í kringum heiminn. Um borð eru sætin stærri og færri en í hefðbundnu áætlunarflugi enda kostar ferðalagið skildinginn. Hver farþegi borgar 25 milljónir fyrir ferðalag líkt og farið var yfir í fréttum Stöðvar 2.  Það er ekkert nýtt að Icelandair leigi þotu og áhöfn í …

Fyrir viku hélt Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands, fund með helstu ráðgjöfum sínum, innanríkisráðherra og fulltrúum veðurstofu og almannavarna landsins til að ræða viðbrögð við hitatíðinni framundan, frá apríl til júní. Sérstaklega er talin ástæða nú til aðgæslu vegna áhrifa loftslagsbreytinga á veðurfar. Verulegar líkur eru taldar á að hiti fari fram úr venjulegum hámarkshita í …

Frumvarp um að veita þúsundum óskráðra innflytjenda á Spáni heimild til landvistar og atvinnu er nú til meðferðar í fulltrúadeild spænska þingsins (Congreso de los Diputados) eftir að 700 þúsund manns höfðu undirritað áskorun um setningu laga þessa efnis. Nærri 900 samtök studdu þessa áskorun um að breyta stöðu óskráðra útlendinga í landinu.  Ef fyrirliggjandi …

Farþegar á leið til New York frá Róm, París, Ósló, London, Berlín eða Aþenu geta flogið beint með norska lágfargjaldaflugfélaginu Norse Atlantic. Í mörgum tilfellum er félagið með ódýrustu sætin á þessum leiðum og keppir því við íslensku flugfélögin um þá farþega sem vilja komast á milli fyrir sem minnst og setja það ekki fyrir …