Samfélagsmiðlar

„Ekki hægt að setja upp fleiri hleðslustöðvar“

„Staðan er verst á Suðurnesjum – á Keflavíkurflugvelli – þar sem við þurfum að byggja upp aðstöðu,” segir Steingrímur Birgisson, forstjóri Hölds - Bílaleigu Akureyrar, um helstu hindranir í vegi þess að rafvæða bílaleiguflotann, sem hefur mikil áhrif á möguleika almennings á að eignast rafbíla í gegnum endursölumarkaðinn.

Afhendingarsvæði bílaleiganna við Flugstöð Leifs Eiríkssonar.

„Eins og staðan er í rafmagnsmálum við Keflavíkurflugvöll þá er ekki hægt að setja upp fleiri hleðslustöðvar. Það segir sig auðvitað sjálft að ef við ætlum að leigja ferðamönnum rafbíla þá verður að vera hægt að hlaða þá í Keflavík. Ferðamenn þurfa líka að geta hlaðið bílana á gististöðum. Við getum ekki sett allt álagið á örfáar bensínstöðvar þar sem búið er að setja upp rafhleðslustöðvar,” sagði Steingrímur í viðtali við Túrista.

Aðsetur Bílaleigu Akureyrar og Hertz nærri flugstöðinni – MYND: ÓJ

Stór hluti ferðafólks sem kemur til landsins leigir sér bíl. Steingrímur lýsir í viðtalinu aðstöðuleysi bílaleiganna við flugstöð Leifs Eiríkssonar, þar sem í gangi eru miklar framkvæmdir.

„Aðstaðan er nánast engin. Það má segja að við séum á stöðugum flótta, vitum ekki hvaða útisvæði við höfum frá ári til árs. Miklar framkvæmdir eru í gangi og við þurfum að færa okkur til vegna þeirra. Vonandi skila einhverju þær viðræður sem við erum núna í við Isavia um betri aðstöðu. Aðstaða þeirra bílaleiga sem eru með starfsstöðvar inni í flugstöðinni er mjög döpur, gæti verið miklu betri með tiltölulega litlum breytingum, sem Isavia hefur til þessa ekki viljað hlusta á að þurfi að verða. Það eru breytingar sem myndu draga verulega úr umferðarálagi á svæðinu. Svo höfum við fengið þau svör að ekki sé hægt að setja upp fleiri hleðslustöðvar af því að það vanti rafmagn!”

Hæghleðslustöðvar Bílaleigu Akureyrar á Keflavíkurflugvelli – MYND: ÓJ

Það er gríðarlegt umferðarálag við flugstöðina. Auk bílaleigubílanna, þá kemur mjög stór hluti farþega á einkabílum. Þurfa bílaleigurnar ekki að vera fjær flugstöðinni?

„Jú, það er að gerast. Bílaleigurnar eru margar farnar á lóðir fjær. Það er kannski ekkert verra. Þá einföldum við umferðarmálin í kringum flugstöðina. Viðskiptavinir verði bara fluttir með vögnum frá flugstöðinni til bílaleiganna.  Við þurfum alla vega að fá svör frá Isavia um það hvernig þau vilja hafa hlutina til framtíðar.”

Steingrímur Birgisson á skrifstofu sinni á Akureyri – MYND: ÓJ
Nýtt efni

Áður en skemmtiferðaskipin taka að fylla götur Ísafjarðar af forvitnum ferðalöngum eru tvær helgar að vori sem fylla bæinn af heldur ólíkum hópum fólks. Sú fyrri er páskahelgin þegar tónlistarfólk og áhangendur þeirra þyrpast í bæinn til að taka þátt í rokkhátíð alþýðunnar, Aldrei fór ég suður, og sú síðari er Fossavatnshelgin, sem fór fram …

Tekjur Finnair drógust saman um tvö prósent á fyrsta fjórðungi ársins þrátt fyrir að finnska flugfélagið hafi aukið framboðið. Skýringin á samdrættinum liggur í verkföllum, verri sætanýtingu og lægri tekjum af fraktflutningum samkvæmt uppgjöri félagsins sem birt var í morgun. Rekstrarkostnaður Finnair á fyrsta ársfjórðungi var á pari við sama tímabil í fyrra og tapaði …

Allt þar til að Boeing Max krísan hófst, í ársbyrjun 2019, framleiddi Boeing fleiri þotur en keppinauturinn, Airbus. Kyrrsetningar og endurteknir framleiðslugallar hafa hins vegar orðið til þess að hægt hefur á framleiðslunni í verksmiðlum Boeing og eftirspurnin minnkað. Í fyrra framleiddi Airbus 735 þotur en Boeing 528 og mun bilið að öllu óbreyttu breikka …

Fataverslunin Húrra Reykjavík opnar í brottfararsal Keflavíkurflugvallar í vor og verður þar boðið upp á úrval af fatnaði og skóm frá vinsælum vörumerkjum fyrir farþega á leið úr landi. „Við erum að stíga stór skref með opnun þessarar nýju og glæsilegu verslunar, sem á sér stað í tilefni af 10 ára afmæli fyrirtækisins. Þetta er …

MYND: ÓJ

„Þetta er ein heitasta gjafavara Íslands, það get ég sagt fullum fetum. Seljum mikið á netinu hjá okkur út um allan heim,“ segir Baldur Ólafsson, markaðsstjóri Bónus, við fyrirspurn FF7 um vinsældir burðarpoka Bónus meðal ferðamanna.  Áberandi er við verslanir Bónus í miðborginni að ferðamenn kaupa þar gjarnan marga burðarpoka úr endurefni efni sem skarta …

Koffínlausar kaffibaunir eru hefðbundnar kaffibaunir þar sem beiskjuefnið og örvandi hlutinn koffín hefur verið fjarlægt. Útbreiddasta og ódýrasta ferlið við að losa baunirnar við koffínið er hins vegar orðið umdeilt þar sem efnasambönd sem við það eru notuð eru nú tengd við ýmsa heilsufarskvilla.Hægt er að beita nokkrum aðferðum við að losa kaffibaunir við koffín. …

Þrjátíu og átta trilljónir er tala sem er svolítið erfitt að skilja. Trilljón er notað í Bandaríkjunum yfir það sem við Íslendingar köllum billjón, og billjón er þúsund milljarðar, eða milljón milljónir. Á núverandi gengi eru 38 trilljónir Bandaríkjadala sama og 5.320 billjónir íslenskra króna, eða 5,3 milljón milljarðar.  Það er gott að hafa þetta …

Borgaryfirvöld í Lissabon hafa samþykkt að hækka gistináttagjald úr 2 í 4 evrur. Gjaldtaka nær ekki til tjaldstæða. Þá hefur komugjald á skipafarþega verið hækkað úr 1 í 2 evrur. Tillaga um að hækka það gjald í 4 evrur var felld.  Lusa-fréttastofan hefur eftir Carlos Moedas, borgarstjóra, að það sé „sanngjarnt fyrir borgina og íbúa …