Fleiri vilja fljúga fólki yfir Atlantshafið

Mynd: Aman Bhargava / Unsplash

Fly Atlantic er heiti á nýju félagi sem stefnir á áætlunarflug milli Evrópu og Norður-Ameríku með millilendingu í Belfast á Norður-Írlandi. Lagt er upp með að jómfrúarferðin verði farin í byrjun sumars 2024 og félagið muni fljúga til 35 áfangastaða þegar mest lætur og þá eiga þoturnar að vera átján talsins samkvæmt frétt BBC.

Til samanburðar fljúga flugvélar Icelandair til hátt í 50 áfangastaða á næsta ári og Play er með áætlunarferðir til um 30 borga til sölu. En félögin bæði gera meðal annars út á farþega sem ferðast yfir Atlantshafið með millilendingu á Keflavíkurflugvelli.

Þennan hóp ætlar Fly Atlantic líka að ná til en Aerlingus hefur lengi haldið úti stoppistöð á flugvellinum í Dublin fyrir áætlunarferðir sínar milli Evrópu og Norður-Ameríku.