Flogið héðan til allra þessara borga í vetur

Það verður hægt að fljúga beint til um sextíu flugvalla út í heimi frá Íslandi í vetur.

Farþegar í Leifsstöð. MYND: ÓJ

Þó farið sé að hægja á ferðalögum fólks þá er úrvalið af beinu flugi frá Keflavíkurflugvelli ennþá mikið og eins er hægt að koma beint út í heim frá Akureyri og Reykjavíkurflugvelli. Framboðið í Vatnsmýrinni takmarkast reyndar við Grænland en frá Akureyri verður flogið í hverri viku í vetur til Tenerife og Kaupmannahafnar.

Framboðið er þó að lengmestu leyti bundið við Keflavíkurflugvöll og í mörgum tilfellum geta farþegar valið á milli ferða tveggja eða fleiri flugfélaga eins og sjá má hér fyrir neðan. En með því að nota leitarlínuna efst í töflunni er hægt að fá upplýsingarnar takmarkaðar við áfangastað, land eða flugfélag.