Samfélagsmiðlar

Forstjóri Play um Icelandair: „Það er greinilegt að Play truflar þau meira en ég átti von á.“

Birgir Jónsson, forstjóri Play

„Ég hef ekki áður séð forstjóra skráðs fyrirtækis segja svona um annað fyrirtæki og ekki er ég með Icelandair á heilanum eða held að velgengni Play sé á kostnað þeirra. Það er alveg pláss fyrir tvö sterk flugfélög en það er greinilegt að Play truflar þau meira en ég átti von á.

Við erum með lægri kostnað, hærri sætanýtingu og erum stundvísari, fyrir utan það að við höfum náð stórum hluta af heimamarkaðinum. Það er því kannski skiljanlegt að þetta hreyfi við þeim og að hann sjái hvað sé að gerast þegar við erum að komast í fullan rekstur og tekjurnar og leiðarkerfið að vaxa,“ segir Birgir Jónsson, forstjóri Play, um ummæli Boga Nils Bogasonar, forstjóra Icelandair, á síðum Túrista í morgun.

Þar sagði Bogi að uppgjör Play, fyrir þriðja ársfjórðung, hefði komið honum á óvart miðað við fyrri upplýsingagjöf flugfélagsins. „Við áttum von á mun sterkara uppgjöri,“ sagði forstjóri Icelandair. Vísaði hann þar til þess að stjórnendur Play hafi undir lok ágúst ítrekað fyrri spár um rekstrarhagnað á seinni hluta ársins og eins útilokað hlutafjáraukningu.

Sú spá var tekin aftur í síðustu viku og í kjölfarið var tilkynnt að 20 stærstu hluthafarnir myndu leggja flugfélaginu til 2,3 milljarða króna.

Spurður úti þessa gagnrýni starfsbróður síns hjá Icelandair segir Birgir að það sé augljóst, og hafi komið fram í kynningu á uppgjörinu í síðustu viku, að hækkandi olíuverð og lægri tekjur hafi haft áhrif á lausafjárstöðuna frá því seinnipartinn í ágúst.

„Það þurfti ekki að koma til neinnar hlutafjáraukningar en við vildum styrkja félagið einmitt til að þagga niður í svona röddum og senda skilaboð um að við hefðum styrk til að fullnýta þá góðu stöðu sem við höfum náð, þrátt fyrir erfiðar aðstæður. Maður sækir peninga þegar maður þarf þá ekki – því maður fær þá ekki þegar maður þarf þá,“ útskýrir Birgir.

Hann segist þó ekki eiga sérstaklega von á því að mikið komið inn í hlutafjárútboði fyrir minni hluthafa sem kynnt var í gær. Ítrekar forstjórinn það sem áður hefur komið fram að þar sé verið að gæta jafnræðis meðal hluthafa og bjóða öllum sömu kjör á viðbótarhlutafé.

„En það væri gaman ef smærri hluthafar vildu taka þátt en það er ekki stórt atriði. Félagið er sterkara eftir þessa aukningu frá þeim stærstu og það er öllum hluthöfum til hagsbóta líka.“

Mynd: ÓJ
Farþegi á leið með Play út í heim í dag. MYND: ÓJ

Þið segið að lækkandi tekjur í lok sumars og í september komi til vegna skorts á gistingu og bílaleigubílum, fólk hafi því ekki bókað flug. Í bílaleigu- og gistigeiranum skrifa ekki allir undir að ástandið hafi verið þannig og bent er á að framboð á bílaleigubílum batnaði mjög þegar leið á sumarið.

„Það vita allir að það var ekki sjéns að fá hótel á Suðversturhorninu, í ReykjavÍk og á Suðurlandi nema á uppsprengdu verði á þessum tíma. Við vorum sjálf með gesti, starfsmenn og áhafnir og þurftum að dreifa þeim í Borgarnes, Selfoss og út um allt. Nóttin kostaði 130 þúsund á miðlungshóteli í Reykjavík í september þegar við bókuðum fyrir aðila á okkar vegum.

Og þó að það hafi verið eitthvað laust þá var verðið mjög hátt fyrir bókanir með stuttum fyrirvara. Það er bara gott fyrir hótelin en ekki fyrir farþega okkar sem ætluðu til Íslands með stuttum fyrirvara. Um leið og þetta lagaðist nú í haust þá jókst þetta hlutfall hratt og nú erum við að selja fleiri sæti til ferðamanna á leið til Íslands í vetur en við gerðum í sumar. Þá er þetta að virka, verðið hjá okkur er gott og fólk getur fundið hótel og fleira á réttu verði.“

Nýtt efni

Mitt inn í dimmum Grünheideskógi skammt frá Berlín hafa 80 manneskjur komið sér fyrir í kofum sem þau hafa byggt hátt uppi trjánum. Kofaþorpið eru bækistöðvar mótmælenda eða aðgerðarsinna eins og þau kalla sig. Einmitt inni í þessum sama skógi hyggst bandaríski rafmagnsbílaframleiðandinn Tesla stækka svokallaða gígaverksmiðju sem var tekin var í notkun í mars …

Lufthansa hefur náð samkomulagi við verkalýðsfélagið Verdi og þar með er endi bundinn á langa vinnudeilu við flugvallarstarfsfólk þýska flugfélagsins. Flugáætlun Lufthansa fer því ekki úr skorðum yfir páskana líkt og útlit var fyrir en félagið er með þrjár flugferðir til Íslands á áætlun sinni yfir hátíðarnar. Hinn nýi samningur Verdi og Lufthansa kemur í …

Það voru 561 þúsund skráðar gistinætur hér á landi í febrúar sem er um 2,5 prósent samdráttur í samanburði sama tímabil í fyrra. Ef tekið er tillit til hlaupársdagsins þá var fækkunin ennþá meiri eða nærri 6 af hundraði. Á hótelum landsins voru gistinæturnar 373 þúsund sem er ögn meira en í febrúar í fyrra …

Þegar Hagstofan leggur mat á breytingar á verðlagi þá er meðal annars horft til fargjalda, bæði í flug innanlands og til útlanda. Samkvæmt nýjum verðmælingum Hagstofunnar þá lækkaði farið frá Keflavíkurflugvelli um 5 prósent í mars en farþegar í innanlandsflugi þurftu að borga 16 prósent meira en í fyrra. Á sama tíma hækkaði verðlag í …

„Undanfarna mánuði hafa stjórnmálamenn og verkalýðsforingjar viðrað hugmyndir um að hækka virðisaukaskattshlutfall ferðaþjónustu í 24%. Almenn greining á grundvelli viðtekinnar þjóðhagfræði, sem SAF hefur látið vinna, bendir til þess að slík hækkun myndi almennt hækka verðlag og þar með verðbólgu á viðkomandi ári, lækka veltu í ferðaþjónustu, veikja samkeppnishæfni hennar, lækka verga landsframleiðslu og auka …

Xiaomi er hraðvaxta hátæknifyrirtæki í Beijing í Kína, stofnað fyrir 14 árum af frumkvöðlinum og milljarðamæringnum Lei Jun og félögum hans. Á síðasta ári var fyrirtækið í þriðja sæti á lista þeirra sem seldu flesta farsímana - næst á eftir Samsung og Apple. Xiaomi framleiðir og selur margskonar annan háþróaðan tæknibúnað og neytendavörur en samdráttur …

Fyrir rúmu ári var greint frá því að þýska Lufthansa-samsteypan hefði áhuga á að kaupa 40 prósenta hlut í ítalska þjóðarflugfélaginu ITA en niðurstaða hefur ekki enn fengist. Í janúar hóf Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins rannsókn á samkeppnisáhrifum þess að Þjóðverjarnir eignuðust stóran hlut í ítalska flugfélaginu sem lengi hefur verið stjórnvöldum á Ítalíu höfuðverkur.  Nú í …

Fyrir mánuði sendi Storytel frá sér fréttatilkynningu þar sem kynnt var ný þjónusta fyrir notendur. Brátt eiga hlustendur hljóðbóka möguleika á að velja nýjan lesara ef þeim líkar ekki innlesturinn. Valraddirnar eru allar skapaðar af vélmennum eða svokölluðum gervigreindarupplesurum.  Þetta nýja verkfæri Stoyrtel er tekið í gagnið vegna þess að 89 prósent af þeim sem …