Samfélagsmiðlar

Fyrsta fimm stjörnu hótelið við Eyjafjörð rís á Þengilhöfða

Skortur á gistirými tefur sókn Norðlendinga í ferðamálum. Meðal þess sem þó er í undirbúningi er bygging fimm stjörnu lúxushótels í Grýtubakkahreppi. Þar er þegar farið að reisa húsnæði fyrir væntanlegt starfsfólk. Túristi ræddi við Ester Björnsdóttur, sölu- og markaðsstjóra Höfða Lodge.

Höfði Lodge sunnan Grenivíkur

Það kom vel fram á ráðstefnu sem Markaðsstofa Norðurlands hélt í Hofi á Akureyri í gær að ef vonir ganga eftir um fjölgun ferðafólks fyrir norðan á næstu árum sé ástæða til að hafa áhyggjur af því hvar koma megi ferðafólkinu fyrir. Þetta á þó enn aðallega við um sumargestina. Guðmundur Freyr Hermannsson, sérfræðingur KPMG, sagði þegar hann kynnti úttekt á gistirými á Norðurlandi að framboð hótelherbergja þar í sumar hefði aldrei verið jafn mikið frá 2017. Herbergin voru 1.269 í júlí í samanburði við 1.214 í sama mánuði 2019. Nú er hinsvegar spáð fjölgun ferðafólks á Norðurlandi á næstu árum vegna meira alþjóðaflugs þangað. Hvað gera Norðlendingar þá?

Ester Björnsdóttir, sölu- og markaðsstjóri Höfða Lodge, kynnir áformin í Hofi – MYND: ÓJ

Margir á Akureyri eru súrir yfir því að fjárfestingafyrirtækið KEA skyldi heykjast á því að standa fyrir byggingu nýs hótels á Akureyri. Nú þegar sókn er hafin að nýju í ferðaþjónustunni eftir heimsfaraldur sitja Akureyringar eftir lítt búnir að mæta aukinni eftirspurn.

Eitt og annað er þó í pípunum. Eigendur Skógarbaðanna handan Akureyrar hyggjast byggja 120 herbergja hótel sunnan við böðin og á sú bygging að falla vel að umhverfinu. Utar með Eyjafirði er annað verkefni komið á góðan rekspöl: Höfði Lodge á Þengilhöfða sunnan Grenivíkur. Aðaleigendur eru Björgvin Björgvinsson og Jóhann Haukur Hafstein, sem eiga og reka þyrluskíðafyrirtækið Viking Heliskiing, en starfsvettvangur þess er á Tröllaskaga. Meðal eigenda eru erlendir fjárfestar.

Fimm stjörnu hótelið Höfði Lodge verður opnað um áramótin 2023-24.

„Mikill tími og vinna hefur farið í hönnun og undirbúning svo að hratt gangi að reisa grindur og einingar þegar þær koma til landsins.“

Segir Ester Björnsdóttir, sölu- og markaðsstjóri Höfða Lodge, í samtali við Túrista. Höfði Lodge verður 40 herbergja lúxushótel með fjórum svítum.

„Öll herbergin eru hönnuð þannig að úr þeim er útsýn yfir Eyjafjörð. Það verður einstakt. Höfði Lodge mun standa fjarri öllum átroðningi. Gestir geta notið kyrrðar, myrkurs og norðurljósanna.“

Öll herbergin snúa að Eyjafirði – Tölvuunnin mynd: Höfði Lodge

Athygli vekur að byrjað er á því að reisa húsnæði fyrir væntanlegt starfsfólk sem á eftir að þjóna gestum í væntanlegum glæsihúsum.

„Það er ekki mikið húsnæði í boði á Grenivík. Þegar fólk kemur á svæðið verður allt tilbúið. Þarna verður óvenju góður aðbúnaður starfsfólks.“

Þetta er óvenjulegt. Oft lenda ferðaþjónustufyrirtæki í tómum vandræðum með það hvar hýsa á starfsfólk.

Útsýn af Þengilhöfða út Eyjafjörð – MYND: Höfði Lodge

Höfði Lodge mun standa ofarlega á Þengilhöfða og við það verða þyrlupallar. Fyrir neðan er verið að reisa hesthús fyrir reiðskjóta gestanna sem gætu hugsað sér að skreppa í reiðtúr. Einnig er áhugi á að leggja hjólreiðastíga í samvinnu við Grýtubakkahrepp.

Hugmyndin er sú að Höfði Lodge verði glæsihöll ævintýrafólks sem er tilbúið og hefur efni á að gera vel við sig. Eigendurnir vildu þróa þyrlaskíðaævintýrið áfram en tímabil þeirra er aðeins þrír til fjórir mánuðir. Það hefur smollið inn í daufasta ferðamannatímann á Norðurlandi. Gestir Viking Heliskiing hafa gist á Sigló Hótel. Samstarfið við Siglfirðingana hefur verið mjög farsælt, segir Ester. Hugmyndin var að þróa og nýta fleiri afþreyingarmöguleika við Eyjafjörð – auka umsvif í ferðaþjónustu.

Væntanleg setustofa í Höfði Lodge – Tölvuunnin mynd: Höfði Lodge

„Svæðið býður upp á óendanlega möguleika, veiði, skíða- og gönguferðir. Síðan var ákveðið að bæta hestaferðum við. Ótrúlegur fjöldi fólks hefur áhuga á íslenska hestinum, kemur til landsins sérstaklega til að vera í návist hans. Við reiknum með að flestir komi í pakkaferðum. Hægt verði að kaupa pakka eins og nú í þyrluskíðaferðunum: skíði, gisting og matur, eða blandaða ferð: einn daginn á gönguskíðum, annan á rafhjóli, þriðja í hvalaskoðun.“

Inngangur að Höfða Lodge – Tölvugerð mynd: Höfði Lodge

Þau sem ekki þora á skíði með þyrlu upp á fjöll eiga samt kost á að gista á Höfða Lodge?

„Já, það er óhætt að segja það. Nóg af öðru verður í boði.“

Ester Björnsdóttir – MYND: ÓJ

Nýtt efni

Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 6 prósent og um 3,9 prósent ef húsnæði er tekið út fyrir sviga. Verðmælingar Hagstofunnar sýna aftur á móti að verð á farmiðum til útlanda lækkaði um 11,4 prósent í apríl í samanburði við sama mánuð í fyrra. Þá voru páskarnir aðra helgina í apríl en eftirspurn …

Á árinu 2023 minnkaði sala í Danmörku á prentuðum bókum um 70,2 milljónir danskra króna (tæpa 1,5 milljarða íslenskra kr.) en á sama tíma jókst velta með stafrænar bækur, hljóð og e-bækur, um 35,3 milljónir danskra kr. (rúmar 700 milljónir kr). Einmitt þessi breyting kemur illa niður á rithöfundum landsins því tekjur þeirra og forlaganna …

Af þeim sex norrænu flugfélögum sem skráð eru á hlutabréfamarkað þá gengur best hjá hinu norska Norwegian. Félagið stokkaði upp leiðakerfið í heimsfaraldrinum, endursamdi við birgja og starfsfólk og í fyrra skilaði Norwegian methagnaði. Sú niðurstaða skrifaðist meðal annars á þá ákvörðun stjórnenda að draga töluvert úr umsvifunum yfir vetrarmánuðina. Það hefur leitt til að …

Í ágúst 2026 er áætlað að Victorian Fruit and Vegetable Market í höfuðborg Írlands opni dyr sínar á nýjan leik. Markaðurinn hefur verið lokaður í fimm ár og byggingin legið undir skemmdum en með hjálp 25 milljón evra þróunarstyrks er markmiðið að nýr markaður skáki ekki aðeins hinum víðfræga Enska markaði í Cork heldur mörkuðum …

Play tapaði 3,1 milljarði króna fyrir skatt á fyrsta ársfjórðungi í fyrra en núna var tapið 19 prósent hærra eða 3,7 milljarðar króna. Félagið jók framboðið um 63 prósent á milli þessara tveggja fjórðunga en í flota félagsins voru sex til átta þotur í byrjun síðasta árs en núna eru þær tíu. Einar Örn Ólafsson, …

Sjóðir bandaríska flugvélaframleiðandans Boeing minnkuðu um 3,9 milljarða dollara á fyrsta ársfjórðungi. Upphæðin jafngildir 550 billjónum íslenskra króna og skýringin á þessum mikla fjármagnsbruna liggur í endurteknum göllum í þeim flugvélum sem fyrirtækið framleiðir. Af þeim sökum hefur bandaríska flugöryggisstofnunin takmarkað afköstin í verksmiðjum Boeing við 38 Max þotur í mánuði. Þar með þurfa flugfélög …

Fyrr á þessu ári kynnti fyrirtækið til sögunnar Precious Honeyglow anansinn sem er aðeins um 600 1000 grömm að þyngd eða um það bil helmingi minni en hefðbundinn ananas.Í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu segir að það kappkosti ávallt að uppfylla óskir kaupenda, hvort sem þær eru um sætara bragð, sjálfbærnisjónarmið og nú – stærð. Hið nýja …

Tekjur Icelandair af farþegaflugi námu rúmlega 27 milljörðum króna á fyrsta fjórðungi ársins og hafa þeir aldrei verið hærri á þessum tíma árs. Sætaframboðið hefur heldur aldrei verið meira en það jókst það um 21 prósent á milli ára og var farþegahópurinn 14 prósent fjölmennari núna en fyrstu þrjá mánuðina í fyrra. Þá stóðu farþegar …