Samfélagsmiðlar

Gæti rafmagnsleysi spillt fríinu?

Bretar hafa áhyggjur af afleiðingum orkukreppunnar í vetur. Á mestu álagstímum gæti þurft að skammta rafmagn. Það er farið að bera á fyrirspurnum um hvort það sé óhætt fyrir ferðamanninn að heimsækja London á þessum óvissutímum.

london Jethro Stebbings

Það eru þrjú tímabil, 30 mínútur í senn, á milli klukkan hálffimm og sex síðdegis frá nóvember til febrúar sem reyna mest á kerfið í Bretlandi og orkudreifingarfyrirtækið National Grid verðleggur sérstaklega vegna mikillar eftirspurnar. Nú veltir fólk fyrir sér hvort grípa þurfi til rafmagnsskömmtunar á þessum mestu álagstímum um háveturinn.

Ferðablaðamaðurinn kunni Simon Calder veltir þessu fyrir sér í dálki sínum í The Independent og hvort skömmtunin gæti komið niður á ferðafólki á hótelum, veitingahúsum, söfnum eða í samgöngukerfinu. Hann hefur eftir National Grid að ólíklegt sé að straumur verði tekinn af vegna skömmtunar en ef allt fari á versta veg gæti það gerst á fyrirfram tilgreindum tímum síðdegis. 

Þetta dugar Símoni til vangaveltna. Hann sér fyrir sér myrkvaða miðborg Lundúna og hvernig ferðafólk gæti upplifað það. Vissulega hafi stóru hótelin varaafl en skömmtunin gæti truflað síðdegisteið og lystaukana, líka netsamband, sjónvarpsgláp og lyftuferðir. Veitingaþjónustan yrði síðan undir miklu álagi klukkan sjö þegar rafmagn kæmi á að nýju við að seðja hungraða gestina. Sama væri að segja um Lundúnaleikhúsin víðfrægu. Hugsanlega gætu leikarar þraukað í myrkrinu ef þeir gætu treyst því að ljósin féllu á þá klukkan sjö. Líklega myndu söfnin smala öllum gestum út fyrir þrjú og einhver vandræði yrðu í samgöngukerfinu. Aðeins dísilknúnu lestirnar og vagnarnir myndu ganga nema að lestakerfið fengi að halda rafmagni eins og sjúkrahúsin og aðrar slíkar mikilvægar stofnanir samfélagsins. 

Nú rifja fullorðnir Bretar upp ástandið á áttunda áratugnum þegar rafmagn var skammtað vegna verkfalla kolunámumanna. Vinnuvikan var stytt niður í þrjá daga. Fjóra daga vikunnar urðu íbúar Lundúna að láta kertin duga. Söfnin voru hreinlega lokuð. Þó allt fari á versta veg nú í vetur er hæpið að ástandið verði jafn slæmt og á áttunda áratugnum: Rafmagnsskerðingar verði skemmri og fólk fái góðan fyrirvara til að bregðast við. 

Simon Calder lætur sér ekki leiðast, nefnir Kúbu í þessu sambandi. Allir sem hafi farið þangað síðustu þrjá áratugina hafi upplifað tafarlausa myrkvun sem íbúarnir kipptu sér ekki upp við. Símon segir svo: Eins og Kúbverjar, þá þörfnumst við allra þeirra túrista sem við getum sannfært um að koma til Bretlands. Túristarnir komast næst því í efnahag okkar að vera töfratré sem peningar vaxa á. Með því að styðja söfnin okkar, veitingahúsin og hótelin, tryggja erlendu túristarnir að við heimafólkið njótum fjölþættari lífsgæða en ella.

Hann vísar til fyrirspurnar áhyggjufullrar konu um hvort óhætt sé að heimsækja Lundúni í vetur og segist vona að hún láti verða af heimsókninni en það boði hinsvegar ekki gott fyrir ferðaþjónustuna í vetur að hún telji sig þurfa að spyrja. 

Nýtt efni

Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 6 prósent og um 3,9 prósent ef húsnæði er tekið út fyrir sviga. Verðmælingar Hagstofunnar sýna aftur á móti að verð á farmiðum til útlanda lækkaði um 11,4 prósent í apríl í samanburði við sama mánuð í fyrra. Þá voru páskarnir aðra helgina í apríl en eftirspurn …

Á árinu 2023 minnkaði sala í Danmörku á prentuðum bókum um 70,2 milljónir danskra króna (tæpa 1,5 milljarða íslenskra kr.) en á sama tíma jókst velta með stafrænar bækur, hljóð og e-bækur, um 35,3 milljónir danskra kr. (rúmar 700 milljónir kr). Einmitt þessi breyting kemur illa niður á rithöfundum landsins því tekjur þeirra og forlaganna …

Af þeim sex norrænu flugfélögum sem skráð eru á hlutabréfamarkað þá gengur best hjá hinu norska Norwegian. Félagið stokkaði upp leiðakerfið í heimsfaraldrinum, endursamdi við birgja og starfsfólk og í fyrra skilaði Norwegian methagnaði. Sú niðurstaða skrifaðist meðal annars á þá ákvörðun stjórnenda að draga töluvert úr umsvifunum yfir vetrarmánuðina. Það hefur leitt til að …

Í ágúst 2026 er áætlað að Victorian Fruit and Vegetable Market í höfuðborg Írlands opni dyr sínar á nýjan leik. Markaðurinn hefur verið lokaður í fimm ár og byggingin legið undir skemmdum en með hjálp 25 milljón evra þróunarstyrks er markmiðið að nýr markaður skáki ekki aðeins hinum víðfræga Enska markaði í Cork heldur mörkuðum …

Play tapaði 3,1 milljarði króna fyrir skatt á fyrsta ársfjórðungi í fyrra en núna var tapið 19 prósent hærra eða 3,7 milljarðar króna. Félagið jók framboðið um 63 prósent á milli þessara tveggja fjórðunga en í flota félagsins voru sex til átta þotur í byrjun síðasta árs en núna eru þær tíu. Einar Örn Ólafsson, …

Sjóðir bandaríska flugvélaframleiðandans Boeing minnkuðu um 3,9 milljarða dollara á fyrsta ársfjórðungi. Upphæðin jafngildir 550 billjónum íslenskra króna og skýringin á þessum mikla fjármagnsbruna liggur í endurteknum göllum í þeim flugvélum sem fyrirtækið framleiðir. Af þeim sökum hefur bandaríska flugöryggisstofnunin takmarkað afköstin í verksmiðjum Boeing við 38 Max þotur í mánuði. Þar með þurfa flugfélög …

Fyrr á þessu ári kynnti fyrirtækið til sögunnar Precious Honeyglow anansinn sem er aðeins um 600 1000 grömm að þyngd eða um það bil helmingi minni en hefðbundinn ananas.Í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu segir að það kappkosti ávallt að uppfylla óskir kaupenda, hvort sem þær eru um sætara bragð, sjálfbærnisjónarmið og nú – stærð. Hið nýja …

Tekjur Icelandair af farþegaflugi námu rúmlega 27 milljörðum króna á fyrsta fjórðungi ársins og hafa þeir aldrei verið hærri á þessum tíma árs. Sætaframboðið hefur heldur aldrei verið meira en það jókst það um 21 prósent á milli ára og var farþegahópurinn 14 prósent fjölmennari núna en fyrstu þrjá mánuðina í fyrra. Þá stóðu farþegar …