Gengi bréfanna strax undir einn eyri

Þrátt fyrir mjög lágt útboðsgengi þá héldu bréfi í Flyr áfram að falla í vikunni. Icelandair var eina norræan flugfélagið sem stóð í stað milli vikna.

Gengi hlutabréf Flyr hefur lækkað um 99,7 prósent síðan það var skráð á markað í mars í fyrra. MYND: FLYR

Um leið og kauphöllin í Ósló opnaði á fimmtudagsmorgun reyndi fjöldi fjárfesta að selja bréfin sem þeir höfðu fengið í nýafstöðnu hlutafjárútboði félagsins. Samtals var sýslað með 1,5 milljarð hluta fyrir klukkan tíu þrátt fyrir að þá hafi fjöldi útgefinna hlutabréfa aðeins verið 633 milljónir.

Það var nefnilega fyrst klukkan 10:01 sem Flyr tilkynnti að hlutabréfin sem gefin voru út í hlutafjárútboði vikunnar hefðu verið skráð í kauphöllina. Þar með bættust við 25 milljarðar hluta og það voru þessi bréf sem fjárfestar kepptust við að losa sig við þrátt fyrir að vera ekki ennþá orðnir skráðir eigendur

Skráðu þig inn til að lesa

Þessi grein er aðeins aðgengileg áskrifendum. Smelltu hér til að kanna áskriftarleiðir.