Góðir kaupaukar bjóðast flugmönnum vestra

Mikill skortur er á flugmönnum í Bandaríkjunum. Þrjú flugfélög sem fljúga innanlands þar vestra veifa digrum kaupaukum fyrir framan nef flugmanna í von um fá þá til starfa.

airfrance flugmenn

Bandarísk flugfélög vantar átta þúsund flugmenn til starfa og kemur það niður á þjónustu þeirra um allt land, samkvæmt upplýsingum frá Landssambandi flugfélaga innanlands (RAA). Flugmannaskorturinn hefur leitt til þess að flugferðir hafa lagst af eða áætlanir verið skertar frá 76 prósentum flugvalla landsins frá því í október 2019. „Nú liggja meira en 500 innanlandsflugvélar óhreyfðar án flugmanna og 324 bæir og borgir búa við skerta þjónustu.” Segir Fay Malarkey Black, framkvæmdastjóri RAA. „Engar áætlunarflugsamgöngur eru nú við 14 flugvelli og sú tala fer hækkandi. Flugsamgöngur við fámennari pláss eru á hverfanda hveli.”

Skráðu þig inn til að lesa

Þessi grein er aðeins aðgengileg áskrifendum. Smelltu hér til að kanna áskriftarleiðir.