Samfélagsmiðlar

Góðir kaupaukar bjóðast flugmönnum vestra

Mikill skortur er á flugmönnum í Bandaríkjunum. Þrjú flugfélög sem fljúga innanlands þar vestra veifa digrum kaupaukum fyrir framan nef flugmanna í von um fá þá til starfa.

airfrance flugmenn

Bandarísk flugfélög vantar átta þúsund flugmenn til starfa og kemur það niður á þjónustu þeirra um allt land, samkvæmt upplýsingum frá Landssambandi flugfélaga innanlands (RAA). Flugmannaskorturinn hefur leitt til þess að flugferðir hafa lagst af eða áætlanir verið skertar frá 76 prósentum flugvalla landsins frá því í október 2019. „Nú liggja meira en 500 innanlandsflugvélar óhreyfðar án flugmanna og 324 bæir og borgir búa við skerta þjónustu.” Segir Fay Malarkey Black, framkvæmdastjóri RAA. „Engar áætlunarflugsamgöngur eru nú við 14 flugvelli og sú tala fer hækkandi. Flugsamgöngur við fámennari pláss eru á hverfanda hveli.”

Flightglobal rekur vandræði þriggja dótturfélaga American Airlines. Þau horfa fram á vandræði það sem eftir lifir árs vegna skorts á flugmönnum en reyna nú að bregðast við með gylliboðum til flugmanna. Þetta eru Envoy Air, Piedmont Airlines og PSA Airlines. Öll bjóða félögin 100 þúsund dollara bónusa til að laða til sín reynda flugmenn til að sinna verkefnum til áramóta. 

Flugfélagið Envoy í Texas er tilbúið að greiða reyndum flugmönnum með meira en 950 flugstunda reynslu 100 þúsund dollara en reynsluminni flugmönnum með 500 til 950 flugstundir 75 þúsund dollara.  Ric Wilson, aðstoðarforstjóri Envoy, leggur mikla áherslu á að ráða flugmenn á markaðnum: „Þetta þýðir að það hefur aldrei gefið meira í aðra hönd að vera flugmaður.”

Piedmont-flugfélagið í Maryland býður þeim flugmönnum sem eru hæfir til að setjast í flugstjórastólinn 100 þúsund dollara kaupauka og 75 þúsund dollara þeim sem vantar ekki mikið upp á stöðuhækkun.

„Farþegarnir eru komnir aftur og ferðavilji er mikill en flugfélögin hafa ekki náð jafnvægi enn,” segir Eric Morgan, forstjóri Piedmont. „Við eigum mikla möguleika á að vaxa á sama tíma og önnur félög eru að skreppa saman. Þess vegna erum við með þá sérstöðu að geta sagt við flugmenn: Komið til Piedmont og hjálpið okkur við að stækka flotann og fjölga flugleiðum. Og hér er peningaupphæð sem þið getið eytt á meðan.”

Sama gildir um þriðja félagið, PSA í Ohio, Það býður reyndum flugmönnum 100 þúsund dollara kaupauka. 

Öll félögin þrjú segja að auk kaupauka geti þau greitt leið flugmanna að störfum hjá sjálfu móðurfélaginu – American Airlines.

american airlines
Nýtt efni

Í ágúst 2026 er áætlað að Victorian Fruit and Vegetable Market í höfuðborg Írlands opni dyr sínar á nýjan leik. Markaðurinn hefur verið lokaður í fimm ár og byggingin legið undir skemmdum en með hjálp 25 milljón evra þróunarstyrks er markmiðið að nýr markaður skáki ekki aðeins hinum víðfræga Enska markaði í Cork heldur mörkuðum …

Play tapaði 3,1 milljarði króna fyrir skatt á fyrsta ársfjórðungi í fyrra en núna var tapið 19 prósent hærra eða 3,7 milljarðar króna. Félagið jók framboðið um 63 prósent á milli þessara tveggja fjórðunga en í flota félagsins voru sex til átta þotur í byrjun síðasta árs en núna eru þær tíu. Einar Örn Ólafsson, …

Sjóðir bandaríska flugvélaframleiðandans Boeing minnkuðu um 3,9 milljarða dollara á fyrsta ársfjórðungi. Upphæðin jafngildir 550 billjónum íslenskra króna og skýringin á þessum mikla fjármagnsbruna liggur í endurteknum göllum í þeim flugvélum sem fyrirtækið framleiðir. Af þeim sökum hefur bandaríska flugöryggisstofnunin takmarkað afköstin í verksmiðjum Boeing við 38 Max þotur í mánuði. Þar með þurfa flugfélög …

Fyrr á þessu ári kynnti fyrirtækið til sögunnar Precious Honeyglow anansinn sem er aðeins um 600 1000 grömm að þyngd eða um það bil helmingi minni en hefðbundinn ananas.Í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu segir að það kappkosti ávallt að uppfylla óskir kaupenda, hvort sem þær eru um sætara bragð, sjálfbærnisjónarmið og nú – stærð. Hið nýja …

Tekjur Icelandair af farþegaflugi námu rúmlega 27 milljörðum króna á fyrsta fjórðungi ársins og hafa þeir aldrei verið hærri á þessum tíma árs. Sætaframboðið hefur heldur aldrei verið meira en það jókst það um 21 prósent á milli ára og var farþegahópurinn 14 prósent fjölmennari núna en fyrstu þrjá mánuðina í fyrra. Þá stóðu farþegar …

Það seldust 183 þúsund Volvo bílar á fyrsta fjórðungi ársins sem var aukning um 12 prósent frá sama tíma í fyrra. Engu að síður dróst veltan saman um 2 prósent og rekstrarafkoman (Ebit) nam 4,7 milljörðum sænskra króna eða 61 milljarði kr. Það er töluvert undir spá greinenda sem höfðu að jafnaði gert ráð rekstrarhagnaði …

„Afkoma fyrsta ársfjórðungs var í takt við væntingar okkar en rekstrarniðurstaðan í janúarmánuði litaðist af áhrifum alþjóðlegrar umfjöllunar um eldgos á Reykjanesi. Við nýttum þann mikla sveigjanleika sem félagið býr yfir til að laga sætaframboð að markaðsaðstæðum og jukum fjölda tengifarþega um 48 prósent með aukinni áherslu á þann markað þar sem markaðurinn til Íslands …

Áður en skemmtiferðaskipin taka að fylla götur Ísafjarðar af forvitnum ferðalöngum eru tvær helgar að vori sem fylla bæinn af heldur ólíkum hópum fólks. Sú fyrri er páskahelgin þegar tónlistarfólk og áhangendur þeirra þyrpast í bæinn til að taka þátt í rokkhátíð alþýðunnar, Aldrei fór ég suður, og sú síðari er Fossavatnshelgin, sem fór fram …