Samfélagsmiðlar

Grænum túristum fjölgar

Umhverfisvitund ræður í vaxandi mæli hvert og hvernig fólk ferðast. Þeir sem meðvitaðir eru um mikilvægi minni kolefnislosunar og umhverfisverndar haga ferðum sínum þegar með þetta í huga.

Gamall Citroën-braggi og hjól í París. Nýtni og vistvænar lausnir.

Ferðafólk hugsar í vaxandi mæli um mikilvægi sjálfbærni. Þetta kemur vel í ljós í könnun sem VisitDenmark, sem er markaðsstofa ferðamála í Danmörku, lét gera meðal þeirra sem heimsóttu London, París, Mílanó og Róm. Yfir fjögur þúsund manns svöruðu spurningum. Um helmingur ferðafólksins, 42 til 56 prósent, gera ráð fyrir að umhverfisvitund og krafa um sjálfbærni ráði ferðum þess í framtíðinni. Þetta eru umhverfisverndarsinnarnir, hinir grænu túristar heimsins – og þeim fer fjölgandi. 

Sjálfa yfir Signu – MYND: ÓJ

Fjórðungur ferðafólks í Mílanó og Róm lét sér með einhverjum hætti annt um umhverfið í síðustu ferð sinni. Hlutfallið var svipað meðal þeirra sem sóttu London heim en hátt í helmingur þeirra sem fóru til Parísar höfðu hugað að umhverfisáhrifum. 

„Jafnvel þó að það sé aðeins minnihluti fólks sem tekur beinar ákvarðanir sem lúta að kröfum um sjálfbærni í fríinu þá hafa þau sjónarmið áhrif á um helming þess. Krafan um sjálfbærni er farin að skipta máli þegar haldið er í sumarfrí,” segir Dennis Englund, markaðsstjóri VisitDenmark í Bretlandi. Ghita Scharling Sørensen, sem stýrir markaðsmálum Dana á ferðamörkuðunum á Ítalíu og Frakklandi, segir að allar þjóðir telji sjálfbærni mikilvæga en nokkur munur sé á því milli landa hvaða skilning fólk setur í hugtakið. Þar komi fram munur á menningu og viðhorfum.

Sjálfbær tónlistarbúskapur á Signubrú – MYND: ÓJ

Umhverfisverndarsinnar eru flestir í París, af þeim borgum sem könnunin náði til. Þeir teljast vera 56 prósent af heildarfjölda. Og 45 prósent létu sjálfbærni ráða ákvörðunum og vali í síðasta sumarfríi. 

„Sjálfbærni er ofarlega á baugi í þjóðfélagsumræðunni í Frakklandi, einkum í stærri borgunum. Frakkar eru uppteknir af matarsóun, lífrænni ræktun, flokkun á sorpi, sjálfbærum lífsmáta og hvernig gera megi samgöngur vistvænni. Í þessum efnum hefur Danmörk af mörgu að státa en Frakkland er í forystu á mörgum þessara sviða.,” segir Ghita Scharling Sørensen. 

Á síðasta ári bönnuðu Frakkar flug á stuttum innanlandsleiðum, þar sem auðvelt er að ferðast með lest. Frakkar virðast þó ekki yfirkomnir af flugskömm. Þó er merkjanlegur munur milli hópa: Umhverfisverndarfólk flýgur sjaldnar en aðrir. 

Dennis Englund segir að samkvæmt þessari könnun sem VisitDenmark lét gera sé Danmörk eftirsóknarverður áfangastaður í augum grænna túrista. Ástæðan er ekki endilega sú að Danmörk sé lengra komin en önnur lönd í að auka sjálfbærni heldur eru umhverfismálin einn þeirra þátta sem styðja við þann gæðastimpil sem landið hefur í augum þeirra Breta sem eru vel menntaðir og hafa tekjur yfir meðallagi. 

Við Louisiana-safnið í Humlebæk, þaðan sem horft er út á Eyrarsund – MYND: ÓJ

Þó að Danir geti verið þokkalega sáttir með orðsporið þá sýna niðurstöður þessarar könnunar að hinar Norðurlandaþjóðirnar njóta enn meira álits meðal umhverfisverndarsinna. „Þegar litið er til norðanverðrar Evrópu þá stendur Danmörk vel að vígi í samkeppni við Írland og Þýskaland – en Svíþjóð, Noregur og Finnland njóta nokkru meira álits í þessum efnum en Danmörk,”  segir Ghita Scharling Sørensen. Ísland er ekki nefnt til sögunnar í frétt VisitDenmark. Hún segir að í allri markaðssetningu á Danmörku og Kaupmannahöfn sé sjónarhorn sjálfbærni haft í huga. Kaupmannahöfn sé lýst sem hreinni borg við tæran sjó. Þar séu góðar almenningssamgöngur, græn svæði og hjólastígar – atriði sem stuðla að almennri velferð og íbúa og ættu að hvetja til heimsókna. 

Nýtt efni

„Metnaðurinn hjá hópnum er einstakur og það eru lífsgæði að starfa með jafn öflugu fólki og hér er að finna hjá Play,“ sagði Birgir Jónsson, forstjóri flugfélagsins, í tilkynningu um síðustu mánaðamót. Nú liggur fyrir að Birgir mun kveðja samstarfsfólk sitt um næstu mánaðamót, nokkrum dögum fyrir þriggja ára starfsafmæli sitt hjá Play. Frá þessu …

Nefnd Alþjóðasiglingamálastofnunarinnar (IMO) sem fjallar um verndun sjávar hóf vikulanga fundalotu í London í morgun þar sem m.a. verður rætt um aðgerðir til að draga úr losun CO2 frá kaupskipaflota heimsins. Vinnuhópur hefur fjallað um þau mál síðustu daga. IMO er stofnun Sameinuðu þjóðanna sem ber ábyrgð á öryggi og vernd skipa og vörnum gegn …

Í tilkynningu sem ráðuneyti sem fer með ríkiskaup Póllands sendi um helgina kemur fram að LOT standi nú frammi fyrir þeirri ákvörðun að halda sig við flugvélar brasilíska framleiðandans Embraer fyrir skemmri flugleiðir eða velja frekar vélar frá Airbus í Frakklandi. Leitað verður til beggja framleiðenda og þeir beðnir um tilboð í smíði 84 flugvéla …

Loftmengun hefur minnkað í Evrópu á síðustu 20 árum, samkvæmt nýrri spænskri rannsókn. Þrátt fyrir þetta sýnir rannsóknin líka að loftmengun víðast hvar í Evrópu er enn yfir heilsufarsmörkum.  Í rannsókninni, sem birtist í Nature, voru mengunartölur skoðaðar á 1.400 svæðum, innan 35 ríkja, þar sem 543 milljónir manns búa.  Þrátt fyrir að enn sé …

„Á tiltölulega skömmum tíma er orðið til öflugt íslenskt lággjaldaflugfélag með framúrskarandi vöru og þjónustu og bjarta framtíð. Virk samkeppni í flugi sem skilar sér í lægri fargjöldum, fjölbreyttum áfangastöðum og verðmætum erlendum gestum er sérstaklega mikilvæg fyrir eyju eins og okkar. Slík samkeppni varðar hagsmuni allra Íslendinga. Ég geng þess vegna ákaflega stoltur frá …

Hvað varð um Graham Potter? spyrja margir fótboltaunnendur nú þegar liðið er næstum eitt ár síðan þessi listhneigði fótboltaþjálfari stjórnaði fótboltaliði frá hliðarlínunni. Chelsea var síðasti áfangastaður Potters en þaðan var hann rekinn þann 2. apríl árið 2023 eftir aðeins sjö mánuði í starfi. Potter mætti til Chelsea fullur af bjartsýni eftir glæsislegan þjálfaraferil í …

Skýrslan Policy tools for sustainable and healthy eating - Enabling a food transition in the Nordic countries er unnin í kjölfar útgáfu Norrænna næringarráðleggina (Nordic Nutrition Recommendations) árið 2023 sem var afrakstur fimm ára vinnu hundruða sérfræðinga um ráðlagðar matarvenjur og næringu fólks á Norðurlöndunum og í Eystrasaltsríkjunum. Sú útgáfa hlaut mikla athygli enda í …

Bílaleigan Hertz stóð tæpt í lok heimsfaraldursins og þá tók forstjórinn Stephen Scherr þá djörfu ákvörðun að panta 100 þúsund bíla frá Tesla. Með þessu átti Hertz verða leiðandi í útleigu á rafbílum og vöktu viðskiptin mikla athygli. Ekki leið á löngu þar til Tesla hafði lækkað verðið á nýjum bílum umtalsvert og um leið …