Ísland betra en geimurinn

Úr nýrri herferð Íslandsstofu. MYND: ÍSLANDSSTOFA

Ný herferð fyrir íslenska ferðaþjónustu var hleypt af stokkunum í dag en þar er skorað á geimferðalanga að hugleiða frekar Ísland sem áfangastað. Og af því tilefni var auglýsingaskilti sent út í geim skammt frá Kleifarvatni. Þaðan reis það í rúmlega 35 þúsund metra hæð og sveif sem leið lá austur með landinu þar til það kom aftur til jarðar um tveimur tímum síðar skammt suður af Mývatni. Þangað sótti björgunasveitin Stefán í Reykjahlíð skiltið.

„Ísland er um margt líkt Mars. Ef Mars hefði heita potta,“ segir í myndbandi sem fylgir
herferðinni. Í myndbandinu ber leikarinn Sveinn Ólafur Gunnarsson saman kosti
þess að ferðast til Íslands og ferðast til geimsins, og samanburðurinn er iðulega
Íslandi í vil. Ferðalagið er ódýrara, maturinn er ferskur en ekki frostþurrkaður, og nóg
er af súrefninu,“ segir í tilkynningu.

Þar er haft eftir Sigríð Dögg Guðmundsdóttur, fagstjóri ferðaþjónustu hjá Íslandsstofu, að með herferðinni sé verið að benda á að hægt upplifa ójarðneska fegurð hér á Íslandi og margt annað sem er einstakt í heiminum.