Samfélagsmiðlar

Kröftugur vöxtur í kjölfar bata í ferðaþjónustu

Batinn í ferðageiranum hefur sem fyrr mikil áhrif á hagkerfið. Spá sérfræðinga Seðlabankans um fjölda ferðamanna á næsta ári er í takt við þann vöxt sem forstjóri Icelandair reiknar með.

Ferðafólk á leið í skoðunarferð um Jökulsárlón

Útflutningur vöru og þjónustu reyndist meiri á fyrri helmingi ársins en Seðlabankinn hafði gert var ráð fyrir í spá sinni í lok sumars. Þessi aukning skrifast helst á þá staðreynd að útflutningur á þjónustu jókst meira en búist var við eða um liðlega 73 prósent. Þar spilar ferðaþjónustan stóra rullu eins og útskýrt er í nýrri útgáfu Peningamála sem Seðlabankinn gaf út í morgun.

„Þessi kröftugi vöxtur þjónustuútflutnings endurspeglar áframhaldandi bata í ferðaþjónustu sem tók hratt við sér á öðrum ársfjórðungi með auknu flugframboði á sama tíma og COVID-tilfellum tók að fækka á ný,“ segir í Peningamálum.

Þar er jafnframt bent á að tekjur innlendra flugfélaga af farþegaflutningum jukust töluvert á öðrum fjórðungi ársins og að heildartekjur af ferðaþjónustu námu um 94 prósentum af tekjum sama tímabils á árinu 2019 á föstu gengi. Ferðamenn voru þó færri núna en meðalútgjöld á hvern þeirra hins vegar töluvert meiri en fyrirfaraldur og dvalartíminn lengri.

Það eru þó ekki víst að þessi þróun sé ekki komin til að vera því í Peningamálum er bent á að vísbendingar séu um að útgjöld ferðamanna á þriðja ársfjórðungi hafi lækkað lítillega og færst nær því sem var áður en faraldurinn hófst.

Stjórnendur í ferðaþjónustu brattir varðandi fjárfestingar

Í september kannaði Seðlabankinn áform fyrirtækja um fjárfestingar og niðurstöðurnar sýna töluvert meiri aukning útgjalda til fjárfestinga en kom fram í samsvarandi könnun í febrúar og mars sl. Og þetta á sérstaklega við um stjórnendur í ferðaþjónustu og flutningastarfsemi.

„Könnunin bendir jafnframt til þess að stjórnendur í samgöngum, flutningum og ferðaþjónustu séu bjartsýnastir á fjárfestingaráform í ár,“ segir í Peningamálum.

Gera áfram ráð fyrir 1,9 milljón ferðamanna

Árið 2018 var metár í íslenskri ferðaþjóustu þegar horft er til fjölda ferðamanna. Þá voru þeir rúmlega 2,3 milljónir en það met fellur á næsta ári ef spá greiningafyrirtækisins Intellecon gengur eftir.

Spá Seðlabankans fyrir næsta ár er hófstilltari því þar er gert ráð fyrir 1,9 milljón ferðamanna eða um 200 þúsund fleiri en reiknað er með í ár. Segja má að sérfræðingar Seðlabankans séu á sömu síðu og Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, varðandi fyrrnefnda spá um nýtt metár í fjölda ferðamanna á því næsta.

„Mér finnst þetta ekki raunhæf spá. Við verðum að horfa til þess að nú í sumar og haust var mikil uppsöfnuð eftirspurn að koma fram. Margir sem höfðu ekki ferðast í 2 ár og voru að nýta uppsafnaðan sjóð til ferðalaga. Sá sjóður verður ekki til staðar næsta sumar og á sama tíma eru hagkerfi víða um heim í verri stöðu en áður,“ útskýrði Bogi Nils í viðtali við Túrista nýverið.

Nýtt efni

Af þeim sex norrænu flugfélögum sem skráð eru á hlutabréfamarkað þá gengur best hjá hinu norska Norwegian. Félagið stokkaði upp leiðakerfið í heimsfaraldrinum, endursamdi við birgja og starfsfólk og í fyrra skilaði Norwegian methagnaði. Sú niðurstaða skrifaðist meðal annars á þá ákvörðun stjórnenda að draga töluvert úr umsvifunum yfir vetrarmánuðina. Það hefur leitt til að …

Í ágúst 2026 er áætlað að Victorian Fruit and Vegetable Market í höfuðborg Írlands opni dyr sínar á nýjan leik. Markaðurinn hefur verið lokaður í fimm ár og byggingin legið undir skemmdum en með hjálp 25 milljón evra þróunarstyrks er markmiðið að nýr markaður skáki ekki aðeins hinum víðfræga Enska markaði í Cork heldur mörkuðum …

Play tapaði 3,1 milljarði króna fyrir skatt á fyrsta ársfjórðungi í fyrra en núna var tapið 19 prósent hærra eða 3,7 milljarðar króna. Félagið jók framboðið um 63 prósent á milli þessara tveggja fjórðunga en í flota félagsins voru sex til átta þotur í byrjun síðasta árs en núna eru þær tíu. Einar Örn Ólafsson, …

Sjóðir bandaríska flugvélaframleiðandans Boeing minnkuðu um 3,9 milljarða dollara á fyrsta ársfjórðungi. Upphæðin jafngildir 550 billjónum íslenskra króna og skýringin á þessum mikla fjármagnsbruna liggur í endurteknum göllum í þeim flugvélum sem fyrirtækið framleiðir. Af þeim sökum hefur bandaríska flugöryggisstofnunin takmarkað afköstin í verksmiðjum Boeing við 38 Max þotur í mánuði. Þar með þurfa flugfélög …

Fyrr á þessu ári kynnti fyrirtækið til sögunnar Precious Honeyglow anansinn sem er aðeins um 600 1000 grömm að þyngd eða um það bil helmingi minni en hefðbundinn ananas.Í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu segir að það kappkosti ávallt að uppfylla óskir kaupenda, hvort sem þær eru um sætara bragð, sjálfbærnisjónarmið og nú – stærð. Hið nýja …

Tekjur Icelandair af farþegaflugi námu rúmlega 27 milljörðum króna á fyrsta fjórðungi ársins og hafa þeir aldrei verið hærri á þessum tíma árs. Sætaframboðið hefur heldur aldrei verið meira en það jókst það um 21 prósent á milli ára og var farþegahópurinn 14 prósent fjölmennari núna en fyrstu þrjá mánuðina í fyrra. Þá stóðu farþegar …

Það seldust 183 þúsund Volvo bílar á fyrsta fjórðungi ársins sem var aukning um 12 prósent frá sama tíma í fyrra. Engu að síður dróst veltan saman um 2 prósent og rekstrarafkoman (Ebit) nam 4,7 milljörðum sænskra króna eða 61 milljarði kr. Það er töluvert undir spá greinenda sem höfðu að jafnaði gert ráð rekstrarhagnaði …

„Afkoma fyrsta ársfjórðungs var í takt við væntingar okkar en rekstrarniðurstaðan í janúarmánuði litaðist af áhrifum alþjóðlegrar umfjöllunar um eldgos á Reykjanesi. Við nýttum þann mikla sveigjanleika sem félagið býr yfir til að laga sætaframboð að markaðsaðstæðum og jukum fjölda tengifarþega um 48 prósent með aukinni áherslu á þann markað þar sem markaðurinn til Íslands …