Lausafjárstaða Play komin undir „lágpunktinn“

Stjórnendur Play hafa birt uppgjör á sumarvertíðinni og niðurstaðan er minni hagnaður en vonast hafði verið til. Einingakostnaður er í takt við áætlanir en botninn hefur dottið úr tekjuhlutanum þegar leið á fjórðunginn.

Fyrstu níu mánuði ársins nýttu 547.195 farþegar sér ferðir Play en félagið tapaði á þessu tímabili nærri 34 milljónum dollara fyrir skatt. Sú upphæð jafngildir 4,5 milljörðum króna og tap á hvern farþega því 8.200 krónur að jafnaði.

Afkoman á þriðja ársfjórðungi var skást enda eru júlí og ágúst hluti af því tímabili. Tapið á þessum fjórðungi nam um 400 milljónum króna en reksturinn sjálfur var í plús upp á 181 milljón krónur.

Skráðu þig inn til að lesa

Þessi grein er aðeins aðgengileg áskrifendum. Smelltu hér til að kanna áskriftarleiðir.