Samfélagsmiðlar

Leggja til 300 milljónir króna í hlutafjáraukningunni

Sumarvertíðin gekk ekki sem skildi hjá Play og félagið gerir ekki lengur ráð fyrir rekstrarhagnaði á seinni helmingi ársins. Stærstu hluthafar Play hafa skrifað undir bindandi loforð um að auka hlutafé í félaginu um 2,3 milljarða króna. Viðbótin þarf ekki að vera í takt við núverandi eignarhlut hvers og eins.

Play fékk rúmlega 10 milljarða króna í tveimur hlutafjárútboðum í fyrra. Nú ætla stærstu hluthafarnir að setja 2,3 milljarða kr. til viðbótar í félagið.

Lífeyrissjóðurinn Birta keypti hlutafé í Play fyrir nærri einn milljarð króna í lokuðu hlutafjárútboði í apríl í fyrra en þar söfnuðust sex milljarðar króna í hlutafé. Tveimur mánuðum síðar, stuttu fyrir jómfrúarferðina í lok júní í fyrra, var haldið annað útboð og þá gátu allir tekið þátt. Þar fékk Play rúma fjóra milljarða til viðbótar en fjárfestar sóttust eftir átta sinnum fleiri hlutabréfum en voru til sölu.

Það söfnuðust því rúmlega 10 milljarðar króna í útboðunum tveimur í fyrra og síðan þá hefur lífeyrissjóðurinn Birta verið næststærsti hluthafinn með 8,52 prósenta hlut. Sá stærsti er eignarhaldsfélagið Fiskisund sem er m.a. í eigu stjórnarformanns Play, Einars Arnar Ólafssona sem átti um síðust mánaðamót 8,6 prósent í Play.

Vægi Birtu í hluthafahópnum mun þó hækka þegar boðuð 2,3 milljarða króna hlutafjáraukning hefur farið fram. Þar mun Birta nefnilega leggja Play til 300 milljónir samkvæmt upplýsingum frá sjóðnum. Sú upphæð jafngildir 13 prósentum af hlutafjáraukningunni en ef Birta hefði aðeins tekið þátt í miðað við núverandi eignarhlut þá hefði það kallað á fjárfestingu upp um 195 milljónir króna.

Frammistaðan komið þægilega á óvart

Spurður hvort verri afkoma Play á síðasta fjórðungi hafi komið á óvart, í ljósi þess sem áður hafði komið frá forsvarsfólki félagsins, þá segir Ólafur Sigurðsson, framkvæmdastjóri Birtu, að hann geti ekki sagt að það komi mikið á óvart á þessum furðulegu tímum.

„Til að mynda er erfitt að sjá nákvæmlega fyrir hvernig olíuverð þróast svo dæmi sé tekið. Það hefur komið okkur þægilega á óvart hversu hratt stjórnendum hefur tekist að skipuleggja félagið og byggja það upp.“

Horfa í gegnum sveiflur einstakra fjórðunga

Soffía Gunnarsdóttir, forstöðumaður eignastýringarsviðs Birtu, tekur undir með Ólafi og segir í Play hafa staðið sig mjög vel í þeim uppbyggingarfasa sem var boðaður af stjórnendum þess snemma sumars 2021.

Hún segist þó vissulega hafa vonað það besta í ljósi ummæla stjórnenda flugfélagsins þegar uppgjör fyrir annan ársfjórðung var birt. En þar var ítrekuð spá um að félagið myndi skila rekstrarhagnaði á seinni hluta ársins.

„Það má ekki gleymast að félagið hefur verið í rekstri í rúmlega eitt ár og þurft að standa af sér ýmsar áskoranir á þeim tíma sem erfitt var að sjá fyrir. Að auki náði félagið ekki tilætlaðri stærðarhagkvæmni fyrr en fyrir 3 mánuðum síðan. Sem fjárfestir reynir Birta að horfa í gegnum sveiflur einstakra ársfjórðunga hjá þeim félögum sem sjóðurinn er hluthafi í. Ef einstaka árshlutauppgjör gefa það áfram til kynna, þrátt fyrir að vera undir væntingum, að viðskiptamódel viðkomandi félags sé að virka að þá hefur Birta enn trú á fjárfestingunni til lengri tíma litið,“ útskýrir Soffía.

Hún segir að þetta eigi ekki bara við Play heldur allar þær fjárfestingar sem Birta taki þátt í. 

„Með þátttöku í nýafstaðinni hlutafjáraukningu Play staðfestir sjóðurinn að hann hefur ennþá trú á þeirri hugmyndafræði sem félagið stendur fyrir. Allar opinberar tölur undanfarið gefa til kynna að Ísland er afar vinsæll áfangastaður og það er ekki annað hægt fyrir Birtu lífeyrissjóð en að horfa jákvætt á framtíðina og vera stoltur af því að eiga hlutdeild í mörgum þeirra félaga sem eiga þátt í því að koma Íslandi á kortið sem eftirsóttu að sækja heim,“ segir Soffía.

Þess má geta að Birta tók ekki þátt í hlutafjárútboði Icelandair haustið 2020 en er engu að síður 0,95 prósent hlut í því flugfélagi og er markaðsvirði hlutarins 700 milljónir króna í dag. Eignarhlutinn í Play, fyrir boðaða hlutafjáraukningu, er 845 milljón króna virði í dag.

Íslandssjóðir keyptu í samræmi við hlutdeild

Í tilkynningu frá Play á fimmtudagskvöld kom fram að það væru 20 stærstu hluthafarnir sem ætluðu að taka þátt í hlutafjárútboðinu. Þrír sjóðir hjá Íslandssjóðum eru á þeim lista og í svari við fyrirspurn Túrista staðfestir Kjartan Smári Höskuldsson, framkvæmdastjóri Íslandssjóða, að þátttaka sjóðanna í hlutafjáraukningunni sé miðuð við eignarhlut hvers sjóðs.

Það má því gera ráð fyrir að framlag Íslandssjóða til hlutafjáraukningarinnar nemi að minnsta kosti 166 milljónum króna. Er þá horft til eignarhlutar þeirra þriggja sjóða sem eru á listanum yfir 20 stærstu hluthafa Play um síðustu mánaðamót.

TENGT EFNI: Ólík upplifun Boga og Birgis á stöðunni í sumarlok

Nýtt efni

Fyrir viku hélt Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands, fund með helstu ráðgjöfum sínum, innanríkisráðherra og fulltrúum veðurstofu og almannavarna landsins til að ræða viðbrögð við hitatíðinni framundan, frá apríl til júní. Sérstaklega er talin ástæða nú til aðgæslu vegna áhrifa loftslagsbreytinga á veðurfar. Verulegar líkur eru taldar á að hiti fari fram úr venjulegum hámarkshita í …

Frumvarp um að veita þúsundum óskráðra innflytjenda á Spáni heimild til landvistar og atvinnu er nú til meðferðar í fulltrúadeild spænska þingsins (Congreso de los Diputados) eftir að 700 þúsund manns höfðu undirritað áskorun um setningu laga þessa efnis. Nærri 900 samtök studdu þessa áskorun um að breyta stöðu óskráðra útlendinga í landinu.  Ef fyrirliggjandi …

Farþegar á leið til New York frá Róm, París, Ósló, London, Berlín eða Aþenu geta flogið beint með norska lágfargjaldaflugfélaginu Norse Atlantic. Í mörgum tilfellum er félagið með ódýrustu sætin á þessum leiðum og keppir því við íslensku flugfélögin um þá farþega sem vilja komast á milli fyrir sem minnst og setja það ekki fyrir …

„Tilgangurinn er að sýna hvað höfuðborgarsvæðið hefur að bjóða í ferðaþjónustu og byggja upp þekkingu meðal þeirra sem í henni starfa," sagði Inga Hlín Pálsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu höfuðborgarsvæðisins, þegar FF7 hitt hana skömmu eftir að sýningin HITTUMST var opnuð í Hafnarhúsinu í dag. Nokkur hópur var þegar kominn að skoða það sem í boði er …

Hilton-hótelkeðjan hefur gert samning um byggingu og rekstur tveggja hótela hér á landi í samstarfi við Bohemian Hotels ehf. Stefnt er að því að opna það fyrra við Hafnarstræti á Akureyri næsta sumar en þar verða 70 herbergi og mun hótelið bera heitið Skáld Hótel Akureyri. Seinna hótelið opnar við Bríetartún, við hlið Frímúrarahallarinnar í …

Flugfélagið Play hefur hafið miðasölu á flugi til Cardiff í Wales og er þetta gert vegna mikils áhuga á leikjum íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu gegn Wales í Þjóðadeildinni sem fara fram næstkomandi haust.  Þetta kemur fram í tilkynningu. Íslenska liðið mætir liði Wales á Laugardalsvelli 11. október en liðin mætast aftur á heimavelli Wales í Cardiff …

Í þeirri viðleitni að hemja troðningstúrisma hafa borgaryfirvöld í Amsterdam ákveðið að leyfa ekki byggingu fleiri hótela í miðborginni. Þrátt fyrir að kröfur hafi verið hertar í borginni gagnvart nýbyggingum hótela þá eru yfir 20 hótel nú á teikniborðinu, segir NL Times. Takmörkunin nær auðvitað ekki til þeirra hótela sem þegar hafa verið samþykkt. Túristar …

Como-vatn á Langbarðalandi dregur til sín um 1,4 milljónir ferðamanna á ári - og í glæsihúsum við vatnið hefur margt frægt og ríkt fólk athvarf. Meðal þeirra sem eiga hús þarna eru George Clooney, Donnatella Versace og Richard Branson. Kannski er það ekki síst efnaða fólkið sem orðið er þreytt á átroðningi - að venjulegir …