Samfélagsmiðlar

Margir Þjóðverjar breyta ferðaáætlunum í kreppunni

Vaxandi dýrtíð, kórónafaraldurinn og stríðið í Úkraínu hafa orðið til þess að 41 prósent þeirra Þjóðverja sem á annað borð gera ráð fyrir að ferðast á næsta ári hafi breytt ferðaáætlunum sínum. Ferðamálaráð Danmerkur tekur mið af þessu í markaðsáætlunum sínum í Þýskalandi.

Ráðhústorg í Kaupmannahöfn

Verðbólga hefur ekki verið meiri í Þýskalandi í 70 ár, mælist nú yfir 10 prósent. Þýski seðlabankinn hefur varað við því að efnahagskreppa gæti verið framundan. Þessar horfur endurspeglast í viðhorfum fólks sem hyggur á ferðalög á næsta ári, samkvæmt nýrri athugun. En eins dauði er annars brauð. Vandræði Þjóðverja gætu komið sér vel fyrir nágranna þeirra, Dani.

„Há verðbólga í Þýskalandi þýðir að fólk hefur minna á milli handanna til að fjármagna neyslu. Það hefur áhrif á ferðaáætlanir. Flestir eru þó enn staðráðnir í að ferðast og áhugi Þjóðverja á Danmörku er enn mikill,“ segir Mads Schreiner, markaðsstjóri Danska ferðamálaráðsins í Þýskalandi. Þessi mikli áhugi Þjóðverja á Danmerkurferðum hélst á meðan faraldurinn geisaði og síðustu tölur um seldar gistinætur sína að þær eru nærri 18 prósentum fleiri en 2019.

Samkvæmt nýrri rannsókn á ferðavilja Þjóðverja hefur 41 prósent þeirra sem á annað borð ætla að ferðast á næstu 12 mánuðum þegar breytt áætlunum sínum vegna ytri aðstæðna. Flestir, eða 20 prósent, nefna aukinn kostnað sem helstu skýringu á breyttri áætlun, 18 prósent nefndu kórónafaraldurinn og 14 prósent stríðið í Úkraínu. Allt þetta gæti stuðlað að auknum áhuga á Danmörku, telur Mads Schreiner.

Síki í Kristjánshöfn – MYND: ÓJ

„Nálægð, öryggi og traust eru ofarlega í huga Þjóðverja eftir heimsfaraldurinn og margt bendir til að svo verði áfram. Þetta ætti að öllu jöfnu að auðvelda Dönum að fá Þjóðverja til sín í heimsókn,“ segir markaðsstjórinn. Hann bendir þó að dönsk ferðaþjónusta þurfi að bregðast við nýjum áskorunum. Þjóðverjar bóki t.d. ferðir sínar með æ skemmri fyrirvara, bókunum sé breytt fram á síðustu stundu vegna nýrra hugmynda sem hafi kviknað. Ferðaþjónustan verði að laga sig að þessum nýja veruleika. Efnahagshorfur hafa líka meiri áhrif en áður.

„Jafnvel þó að ferðafólk sem komi til Danmerkur tilheyri ekki lægstu tekjuhópunum þá er vaxandi tilhneiging meðal fólks að halda kostnaði niðri. Danmörk er þekkt fyrir að vera dýrt land og þess vegna er brýnt að koma því á framfæri við Þjóðverja að í Danmörku fái þeir mikil gæði á skynsamlegu verði.“

Á veitingahúsi við Grábræðratorgi í Kaupmannahöfn – MYND: ÓJ

Sem stendur er Danmörk í áttunda sæti á lista yfir þau lönd sem Þjóðverjar hafa áhuga á að ferðast til á næstu 12 mánuðum. Sex prósent nefna Danmörk sem óskalandið.

Danska ferðamálaráðið vinnur að markaðsáætlunum sem hrint verður í framkvæmd í byrjun næsta árs. Einhverjar breytingar gætu þó orðið á áætlunum í ljósi aðstæðna. Áfram verður herferðum aðallega beint að fólki með góðar tekjur í Norður- og Mið-Þýskalandi. Og það verður sótt af meira kappi en áður inn á þennan markað.

„Danmörk er skynsamlegur kostur þegar kemur að vali milli áfangastaða og á góða möguleika á að geta laðað til sín þýska ferðamenn,“ segir Mads Schreiner, markaðsstjóri Danska ferðamálaráðsins í Þýskalandi.

Við Louisiana-safnið í Humlebæk – MYND: ÓJ
Nýtt efni
Veitingaþjónusta

Íslenskt atvinnulíf er mjög háð aðfluttu vinnuafli. Það á ekki síst við um ferðaþjónustuna. Umsvif hennar væru mun minni ef ekki kæmu hingað útlendingar þúsundum saman til starfa á ári hverju. Samkvæmt Hagstofunni voru 35.233 starfandi í einkennandi greinum ferðaþjónustu á Íslandi í júní 2023. Þar af voru um 15.500 útlendingar.  Heildartalan yfir þá sem …

Áætlunarflug milli Akureyrar og London hófst í lok október og síðan þá hafa þotur Easyjet flogið þessa leið tvisvar í viku en engin talning fer fram á fjölda ferðamanna á Akureyrarflugvelli öfugt við það sem tíðkast á Keflavíkurflugvelli. Til að meta fjölda breskra ferðamanna í beina fluginu þarf því að styðjast við gistináttatölur Hagstofunnar en …

Frakkar fjölmenna til Íslands allt árið um kring og í fyrra flugu frá Keflavíkurflugvelli 99 þúsund farþegar með franskt vegabréf. Það jafngildir því að fimm af hverjum 100 ferðamönnum hér á landi séu franskir enda eru flugsamgöngur milli Íslands og Parísar tíðar og stefnir í að þeir verði óvenju miklar næsta vetur. Það eru því …

Mitt inn í dimmum Grünheideskógi skammt frá Berlín hafa 80 manneskjur komið sér fyrir í kofum sem þau hafa byggt hátt uppi trjánum. Kofaþorpið eru bækistöðvar mótmælenda eða aðgerðarsinna eins og þau kalla sig. Einmitt inni í þessum sama skógi hyggst bandaríski rafmagnsbílaframleiðandinn Tesla stækka svokallaða gígaverksmiðju sem var tekin var í notkun í mars …

Lufthansa hefur náð samkomulagi við verkalýðsfélagið Verdi og þar með er endi bundinn á langa vinnudeilu við flugvallarstarfsfólk þýska flugfélagsins. Flugáætlun Lufthansa fer því ekki úr skorðum yfir páskana líkt og útlit var fyrir en félagið er með þrjár flugferðir til Íslands á áætlun sinni yfir hátíðarnar. Hinn nýi samningur Verdi og Lufthansa kemur í …

Það voru 561 þúsund skráðar gistinætur hér á landi í febrúar sem er um 2,5 prósent samdráttur í samanburði sama tímabil í fyrra. Ef tekið er tillit til hlaupársdagsins þá var fækkunin ennþá meiri eða nærri 6 af hundraði. Á hótelum landsins voru gistinæturnar 373 þúsund sem er ögn meira en í febrúar í fyrra …

Þegar Hagstofan leggur mat á breytingar á verðlagi þá er meðal annars horft til fargjalda, bæði í flug innanlands og til útlanda. Samkvæmt nýjum verðmælingum Hagstofunnar þá lækkaði farið frá Keflavíkurflugvelli um 5 prósent í mars en farþegar í innanlandsflugi þurftu að borga 16 prósent meira en í fyrra. Á sama tíma hækkaði verðlag í …

„Undanfarna mánuði hafa stjórnmálamenn og verkalýðsforingjar viðrað hugmyndir um að hækka virðisaukaskattshlutfall ferðaþjónustu í 24%. Almenn greining á grundvelli viðtekinnar þjóðhagfræði, sem SAF hefur látið vinna, bendir til þess að slík hækkun myndi almennt hækka verðlag og þar með verðbólgu á viðkomandi ári, lækka veltu í ferðaþjónustu, veikja samkeppnishæfni hennar, lækka verga landsframleiðslu og auka …