Miklar vonir bundnar við þróun flugvallarsvæðisins

Suðurnesin eru helsta vaxtarsvæði landsins. íbúum í Reykjanesbæ hefur fjölgað um 9 prósent á árinu. Hvergi er hlutfall fólks af erlendum uppruna hærra. Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri, segir miklar vonir bundnar við þróun svæðisins við Keflavíkurflugvöll en hann vill líka sjá eflingu millilandaflugs frá Akureyri og Egilsstöðum.

Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, fyrir utan Stapa í Njarðvík MYND: ÓJ

Fólk sem fer um Keflavíkurflugvöll á vit ævintýranna og fagnar þar heimkomu veltir líklega fæst fyrir sér sveitarfélagamörkum þarna á Miðnesheiðinni. Flugvöllurinn er nefndur eftir Keflavík, sem einu sinni var heiti á sveitarfélagi sem dró nafn sitt af víkinni vestan Grófarinnar við Stakksfjörð. Meginhluti Keflavíkurflugvallar og Flugstöð Leifs Eiríkssonar eru raunar innan sveitarmarka Suðurnesjabæjar, ekki Reykjanesbæjar, sem gamli kaupstaðurinn Keflavík rann inn í.

Klukkan 13.02 á Hafnargötu - MYND: ÓJ

Flugvallarsvæðið liggur nokkuð þétt að vaxandi íbúðabyggðum og atvinnusvæðum Reykjanesbæjar og hefur flugstarfsemin auðvitað margháttuð áhrif á íbúana. Keflavíkurflugvöllur er stærsta uppspretta atvinnu í þessum bæ sem nú telst sá fjórði fjölmennasti á landinu með rúmlega 21.300 íbúa, og bærinn þarf í mörgu að taka mið af flugstarfseminni. Túristi spyr Kjartan Má Kjartansson, bæjarstjóra, hvort Reykjanesbær, sem er með helsta alþjóðaflugvöll Íslendinga í túnfætinum, sé samt í raun ferðaþjónustubær?

Skráðu þig inn til að lesa

Þessi grein er aðeins aðgengileg áskrifendum. Smelltu hér til að kanna áskriftarleiðir.