Samfélagsmiðlar

Milljón gesta í Hallgrímskirkju

Hallgrímskirkja er sannarlega einn vinsælasti viðkomustaður ferðamanna í Reykjavík. Flesta daga liggur stöðugur straumur fólks upp Skólavörðuholtið og inn í þessa stærstu kirkju landsins og eitt helsta tákn borgarinnar. Túristi ræddi við Sigríði Hjálmarsdóttur, framkvæmdastjóra Hallgrímskirkju.

Nóvemberdagur á Skólavörðuholti.

Mikil starfsemi er í Hallgrímskirkju árið um kring, auk helgihalds fer þar fram margháttað safnaðarstarf og kirkjan er vinsælt tónlistarhús. Til safnaðarins teljast um sjö þúsund manns en margfalt fleiri skoða og njóta kirkjunnar. Hversu margir ferðamenn áætlið þið að skoði kirkjuna á venjulegum degi og í heild árlega? 

Sigríður Hjálmarsdóttir, framkvæmdastjóri Hallgrímskirkju

„Við áætlum að á venjulegu ári heimsæki Hallgrímskirkju um ein milljón manns. Yfir sumartímann er opið fram á kvöld og það er stöðugur straumur fólks í kirkjuna allan daginn, allt upp í fimm þúsund manns á dag. Yfir veturinn er rólegra en þó á bilinu sex hundruð til tvö þúsund manns á dag.“ 

Í miðasölunni – MYND: ÓJ

Þetta er mikill gestafjöldi. Stór hluti kaupir væntanlega miða og fer upp í 73 metra háan turninn til að njóta útsýnis yfir borgina og umhverfi hennar. 

„Á bilinu 250 til 300 þúsund manns fara á ári hverju upp í turn. Það er breytilegt eftir árstíma hver aðsóknin er og getur sveiflast frá um 200 manns upp í tvö þúsund á dag. Árið 2019 endurnýjuðum við lyftuna, sú nýja er tvöfalt fljótari upp og eykur þannig afköstin töluvert. Það breytir heilmiklu að hafa ekki röð í lyftuna langt inn í kirkju.“ 

Ferðafólk í Hallgrímskirkju – MYND: ÓJ

Hallgrímskirkja var lengi í byggingu. Guðjón Samúelsson byrjaði að teikna hana árið 1937 og framkvæmdir hófust 1945, eftir lok síðari heimsstyrjaldar. Söfnuðurinn notaði bæði kjallara og suðurálmu turnsins fyrir helgihald en byggingu og frágangi var ekki lokið fyrr en 1986 þegar kirkjan var vígð. Síðan hafa margskonar endurbætur verið gerðar og stöðugt þarf að sinna kostnaðarsömu viðhaldi. Eru tekjur af ferðafólki mikilvægar til að mæta þeim kostnaði? 

Einn vinsælasti myndatökustaður landsins – MYND: ÓJ

„Tekjur af ferðafólki eru í raun forsenda þess að við getum sinnt viðhaldi á kirkjunni og haldið úti öflugu starfi bæði fyrir söfnuðinn og aðra gesti. Sóknargjöldin hrökkva skammt í þeim efnum.“ 

Valda komur ferðafólks í kirkjuna einhverjum ama, truflunum eða skemmdum? Hvað með kostnað? 

„Það getur stundum verið snúið að vera sóknarkirkja með mörg hlutverk. Um leið og við tökum ferðamönnum og öðrum gestum fagnandi þá þurfum við líka að halda uppi safnaðarstarfi, helgihaldi, kirkjulegum athöfnum og tónleikum. Það getur verið heilmikil vinna að halda ferðamönnum frá við lokaðar athafnir en það hefur þó almennt gengið vel. Fólk sýnir skilning um leið og það fær skýringar. 

Gott er að hvílast á kirkjubekkjum – MYND: ÓJ

Ferðamenn sýna almennt kirkjunni mikla virðingu svo við höfum ekki orðið vör við vísvitandi truflanir eða skemmdarverk. Við þurfum auðvitað að sinna viðhaldi vel og endurnýja reglulega ákveðna hluti sem verða fyrir ágangi og álagi en það er eðlilegt þegar svo margir ganga um.“ 

Að kirkjuheimsókn lokinni – MYND: ÓJ

Hver sýnast ykkur viðbrögð gesta vera, kunna þeir að meta kirkjuna?

„Heilt yfir eru gestir mjög hrifnir af Hallgrímskirkju. Hönnun kirkjunnar heillar marga, þessi fágaði hreini stíll sem sést ekki víða í kirkjum. Við vorum að ljúka við að endurhanna alla lýsingu í kirkjunni, bæði að utan og innan, svo nú nýtur byggingin sín enn betur en áður þegar dimma tekur. Þetta er algjör bylting sem býður upp á endalausa möguleika í lýsingu og litum. Það hefur að vonum vakið mikla athygli og lukku. 

Það er gaman að sjá hversu margir gestir setjast niður og slaka á í kirkjubekkjunum, kveikja á kerti og taka inn andann í kirkjunni.“ 

Ferðamannastraumur á Skólavörðustíg á góðum sumardegi – MYND: ÓJ
Nýtt efni

Tekjur Icelandair af farþegaflugi námu rúmlega 27 milljörðum króna á fyrsta fjórðungi ársins og hafa þeir aldrei verið hærri á þessum tíma árs. Sætaframboðið hefur heldur aldrei verið meira en það jókst það um 21 prósent á milli ára og var farþegahópurinn 14 prósent fjölmennari núna en fyrstu þrjá mánuðina í fyrra. Þá stóðu farþegar …

Það seldust 183 þúsund Volvo bílar á fyrsta fjórðungi ársins sem var aukning um 12 prósent frá sama tíma í fyrra. Engu að síður dróst veltan saman um 2 prósent og rekstrarafkoman (Ebit) nam 4,7 milljörðum sænskra króna eða 61 milljarði kr. Það er töluvert undir spá greinenda sem höfðu að jafnaði gert ráð rekstrarhagnaði …

„Afkoma fyrsta ársfjórðungs var í takt við væntingar okkar en rekstrarniðurstaðan í janúarmánuði litaðist af áhrifum alþjóðlegrar umfjöllunar um eldgos á Reykjanesi. Við nýttum þann mikla sveigjanleika sem félagið býr yfir til að laga sætaframboð að markaðsaðstæðum og jukum fjölda tengifarþega um 48 prósent með aukinni áherslu á þann markað þar sem markaðurinn til Íslands …

Áður en skemmtiferðaskipin taka að fylla götur Ísafjarðar af forvitnum ferðalöngum eru tvær helgar að vori sem fylla bæinn af heldur ólíkum hópum fólks. Sú fyrri er páskahelgin þegar tónlistarfólk og áhangendur þeirra þyrpast í bæinn til að taka þátt í rokkhátíð alþýðunnar, Aldrei fór ég suður, og sú síðari er Fossavatnshelgin, sem fór fram …

Tekjur Finnair drógust saman um tvö prósent á fyrsta fjórðungi ársins þrátt fyrir að finnska flugfélagið hafi aukið framboðið. Skýringin á samdrættinum liggur í verkföllum, verri sætanýtingu og lægri tekjum af fraktflutningum samkvæmt uppgjöri félagsins sem birt var í morgun. Rekstrarkostnaður Finnair á fyrsta ársfjórðungi var á pari við sama tímabil í fyrra og tapaði …

Allt þar til að Boeing Max krísan hófst, í ársbyrjun 2019, framleiddi Boeing fleiri þotur en keppinauturinn, Airbus. Kyrrsetningar og endurteknir framleiðslugallar hafa hins vegar orðið til þess að hægt hefur á framleiðslunni í verksmiðlum Boeing og eftirspurnin minnkað. Í fyrra framleiddi Airbus 735 þotur en Boeing 528 og mun bilið að öllu óbreyttu breikka …

Fataverslunin Húrra Reykjavík opnar í brottfararsal Keflavíkurflugvallar í vor og verður þar boðið upp á úrval af fatnaði og skóm frá vinsælum vörumerkjum fyrir farþega á leið úr landi. „Við erum að stíga stór skref með opnun þessarar nýju og glæsilegu verslunar, sem á sér stað í tilefni af 10 ára afmæli fyrirtækisins. Þetta er …

MYND: ÓJ

„Þetta er ein heitasta gjafavara Íslands, það get ég sagt fullum fetum. Seljum mikið á netinu hjá okkur út um allan heim,“ segir Baldur Ólafsson, markaðsstjóri Bónus, við fyrirspurn FF7 um vinsældir burðarpoka Bónus meðal ferðamanna.  Áberandi er við verslanir Bónus í miðborginni að ferðamenn kaupa þar gjarnan marga burðarpoka úr endurefni efni sem skarta …