Núverandi hlutafé verðlaust

Tonje Wikstrøm Frislid er forstjóri Flyr. MYND: FLYR

Play er ekki eina norræna flugfélagið sem þarf að aukið fjármagn því það er líka raunin hjá hinu norska Flyr. Það félag hóf flugrekstur í lok júní í fyrra alveg eins og Play en hefur síðan þá þurft að efna til tveggja hlutafjárútboða.

Í gær var tilkynnt um það þriðja og þar verður útboðsgengið aðeins 1 aur á hvern hlut. Gengi bréfanna var 27 aurar þegar tilkynningin um nýja útboðið var send út og síðan þá hafa hlutabréfin fallið um 75 prósent.

Núverandi hlutafé verður nefnilega þurrkað út líkt og fra kom í máli Tonje Wikstrøm Frislid, forstjóra Flyr. Hún sagði að félagið ætlaði í raun að byrja upp á nýtt með þessu útboði en þar er ætlunin að safna um 430 milljónum norskra króna. Sú upphæð jafngildir 6,1 milljarði íslenskra króna en af þeirri tölu fara um 370 milljónir kr. í þóknanir til verðbréfafyrirtækja.

Flyr tapaði 6,4 milljörðum króna á þriðja ársfjórðungi en til samanburðar nam tapið hjá Play 400 milljónum kr.