Ódýrari farmiðar til Tenerife fyrir jólin

Gera má ráð fyrir að alla vega fjögur þúsund Íslendingar fljúgi til Tenerife dagana 13. til 23. desember. MYND: AENA

Sá sem bókar í dag flug með Icelandair til Tenerife þann 18. eða 19. des borgar minna fyrir sætið en farþegi sem bókaði fyrir mánuði síðan. Og hjá Play hafa brottfarirnar 19., 22. og 23. des lækkað eins og sjá má hér fyrir neðan.

Oftast er verðið í dag þó óbreytt frá því sem var fyrir mánuði síðan en framboð á flug héðan til Tenerife verður óvenjumikið fyrir jólin. Til viðbótar við flugfélögin tvö þá býður svo Ferðaskrifstofa Íslands, sem rekur m.a. Heimsferðir og Úrval-Útsýn, upp á eigin ferðir til Tenerife fyrir jólin og þota Niceair fer tvisvar frá Akureyri til spænsku eyjunnar vikuna fyrir jól.