Samfélagsmiðlar

Ólík upplifun Boga og Birgis á stöðunni í sumarlok

Eru afköstin í íslenskri ferðaþjónustu nægjanleg fyrir tvö íslensk flugfélög sem bæði ætla að stækka? Túristi ræddi þetta og fleira við forstjóra Play og Icelandair.

Túristar við Reykjavíkurhöfn í sumarlok.

Spá stjórnenda Play um rekstrarhagnað á seinni hluta ársins var dregin til baka á fimmtudaginn í tengslum við uppgjör félagsins fyrir þriðja ársfjórðung. Helsta skýringin er sú að tekjur félagsins hafi dregist saman síðsumars þar sem mörg hótel hér á landi hafi verið uppbókuð og bílaleigubílar sömuleiðis. Þar með hafi félagið farið á mis við tekjur af sölu flugmiða til þeirra sem ætluðu til Íslands með stuttum fyrirvara.

Birgir Jónsson, forstjóri Play

Svona lýsir Birgir Jónsson, forstjóri Play, stöðunni:

„September var mun lakari en við bjuggumst við af því að erlendir ferðamenn [svokallaðir TO-farþegar, innsk. blm.] sem við sáum koma inn í bókunarvélina og voru að leita að flugi, fundu það kannski – en ekki hótel og bílaleigubíl. Þetta eru farþegarnir sem koma með stuttum fyrirvara og við þurftum því að færa fókusinn yfir á tengifarþega þannig að hlutfallið þeirra var hærra en maður myndi vilja sjá á þessum árstíma þó sætanýtingin hafi verið í lagi.“ 

Þú talar um að þessi breyting verði síðsumars, seinni hlutann í ágúst og í september. Fáir hafa talað um að Ísland hafi verið uppselt í september. Kom fólk þá ekki bara með öðrum flugfélögum en ykkur?

„Jú, að einhverju leyti, augljóslega.

Ef þú skoðar tölurnar þá voru hótelbókanir í september hátt í níutíu prósent eða þar um kring. Og ef þú talar við fólk í hótelgeiranum þá segja flestir að verðið hafi verið of lágt. Það var verið að horfa á bókunarstöðuna og því ekki laus herbergi fyrir traffíkina sem var að koma með stuttum fyrirvara, innan mánaðarins. Og það er traffíkin sem okkur vantaði. Þannig að þegar við komum fram til tuttugasta og eitthvað ágúst [Uppgjör Play á fyrri hluta árs birt þann 22/8 sl.] þá erum að gefa okkur forsendur fyrir því af hverju við teljum að árið verði mun betra og það byggir á einhverri tilhneigingu sem er þá að verða.“ 

Hvernig ætlið þið að passa upp á að þetta endurtaki sig ekki á næsta ári? Því ekki er verið að fjölga gistirýmum mikið, sérstaklega ekki út á landi.

„Það gerum við með sterkari stöðu gagnvart ferðaskrifstofum en á nýliðnu sumri. Þetta eru aðilar sem eru að vinna allavega eitt ár fram í tímann og treystu kannski ekki nýju félagi, voru ekki viss hvort við værum alvöru. Kakan þarf því ekki að stækka svo mikið til að við fáum stærri hlut af henni. Og eins og staðan er núna erum við að fá stærri hluta því þessir farþegar sem eru byrjaðir að bóka fyrir næsta ár. 

Er afkastageta íslenskrar ferðaþjónustu næg til að standa undir örum vexti flugfélaganna tveggja á næsta ári miðað við þennan skort á gistingu og bílaleigubílum?

„Það er verið að spá stærsta ferðamannaári sögunnar á því næsta og við verðum bara öll að vona að ferðaþjónustan á Íslandi leysi úr þessu, það verður að vera pláss fyrir alla. Eftirspurnin eftir áfangastaðnum er þannig. Og því verður maður sem kapitalisti að trúa því að framboð mæti eftirspurn. 

Þannig að ef við gefum okkur að það verði þá held ég að við getum boðið lægri fargjöld enda með lægri einingakostnað en Icelandair og munum fá þá ferðamenn sem þarf til að þetta gangi upp.“

Þið nefnið lágan einingakostnað sem eitt þeirra atriða sem hafi gengið upp hjá ykkur. Á sama eru einingatekjurnar of lágar. Eruð þið of sparsöm í sölu og markaðssetningu?

„Ef það væri þannig þá hefðum við ekki náð þessum tengifarþegum. Við erum að ná ágætis sætanýtingu, t.d. nú í október. Við erum staðsett á réttum stöðunum.“ 

Þetta voru orð forstjóra Play en snúum okkur þá að Boga Nils Bogasyni, forstjóra Icelandair.

Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair

Funduð þið líka fyrir því að fólk hafi hætt við að fljúga með ykkur þar sem það fann ekki gistingu eða bílaleigubíla?

„Við höfðum aðeins áhyggjur af þessari stöðu í vor en síðan gekk sumarið mjög vel, bókunarflæðið var sterkt og það kom ekkert hik á það í þriðja ársfjórðungi. Met sætanýting og sterkar einingatekjur, þar sem erlendir ferðamenn voru um 43 prósent í alþjóða leiðarkerfinu, ber vitni um að ferðaþjónustan á Íslandi hafi verið í stakk búin til að taka við þeirri eftirspurn sem var til staðar. Ferðaþjónustan stóð sig því mjög vel í því að byggja sig upp aftur á mjög skömmum tíma.“

Afkastagetan í gistigeiranum eða hjá bílaleigunum á ekki eftir að aukast mikið á næsta ári. Má þá segja að íslensk ferðaþjónusta verði á næstu árum of lítil fyrir bæði Icelandair og Play sem bæði ætla að stækka?

„Eins og sást í sumar þá er íslensk ferðaþjónusta kröftug og býr yfir miklum sveigjanleika. Við teljum að með skynsamlegum vexti flugframboðs í takti við eftirspurn og efnahagsástand í heiminum muni ferðaþjónustan á Íslandi, hér eftir sem hingað til, uppfylla þá þörf sem til staðar verður. Áfram eru mikil tækifæri og þörf á því að jafna árstíðarsveiflu í greininni sem og að nýta landið allt betur fyrir ferðamenn.“

Þannig að þú furðar þig á skýringum stjórnenda Play um að verri afkoma skrifist á að ferðamenn hafi ekki fundið gistingu eða bílaleigubíla á landinu síðsumars?

„Veit nú ekki hvort ég furða mig á því. Þau tala fyrir sig, en þetta hefur alls ekki haft áhrif á afkomuna hjá okkur. Bókunarflæðið frá ferðamönnum hefur verið sterkt síðustu mánuði.“

Nýtt efni

Í ágúst 2026 er áætlað að Victorian Fruit and Vegetable Market í höfuðborg Írlands opni dyr sínar á nýjan leik. Markaðurinn hefur verið lokaður í fimm ár og byggingin legið undir skemmdum en með hjálp 25 milljón evra þróunarstyrks er markmiðið að nýr markaður skáki ekki aðeins hinum víðfræga Enska markaði í Cork heldur mörkuðum …

Play tapaði 3,1 milljarði króna fyrir skatt á fyrsta ársfjórðungi í fyrra en núna var tapið 19 prósent hærra eða 3,7 milljarðar króna. Félagið jók framboðið um 63 prósent á milli þessara tveggja fjórðunga en í flota félagsins voru sex til átta þotur í byrjun síðasta árs en núna eru þær tíu. Einar Örn Ólafsson, …

Sjóðir bandaríska flugvélaframleiðandans Boeing minnkuðu um 3,9 milljarða dollara á fyrsta ársfjórðungi. Upphæðin jafngildir 550 billjónum íslenskra króna og skýringin á þessum mikla fjármagnsbruna liggur í endurteknum göllum í þeim flugvélum sem fyrirtækið framleiðir. Af þeim sökum hefur bandaríska flugöryggisstofnunin takmarkað afköstin í verksmiðjum Boeing við 38 Max þotur í mánuði. Þar með þurfa flugfélög …

Fyrr á þessu ári kynnti fyrirtækið til sögunnar Precious Honeyglow anansinn sem er aðeins um 600 1000 grömm að þyngd eða um það bil helmingi minni en hefðbundinn ananas.Í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu segir að það kappkosti ávallt að uppfylla óskir kaupenda, hvort sem þær eru um sætara bragð, sjálfbærnisjónarmið og nú – stærð. Hið nýja …

Tekjur Icelandair af farþegaflugi námu rúmlega 27 milljörðum króna á fyrsta fjórðungi ársins og hafa þeir aldrei verið hærri á þessum tíma árs. Sætaframboðið hefur heldur aldrei verið meira en það jókst það um 21 prósent á milli ára og var farþegahópurinn 14 prósent fjölmennari núna en fyrstu þrjá mánuðina í fyrra. Þá stóðu farþegar …

Það seldust 183 þúsund Volvo bílar á fyrsta fjórðungi ársins sem var aukning um 12 prósent frá sama tíma í fyrra. Engu að síður dróst veltan saman um 2 prósent og rekstrarafkoman (Ebit) nam 4,7 milljörðum sænskra króna eða 61 milljarði kr. Það er töluvert undir spá greinenda sem höfðu að jafnaði gert ráð rekstrarhagnaði …

„Afkoma fyrsta ársfjórðungs var í takt við væntingar okkar en rekstrarniðurstaðan í janúarmánuði litaðist af áhrifum alþjóðlegrar umfjöllunar um eldgos á Reykjanesi. Við nýttum þann mikla sveigjanleika sem félagið býr yfir til að laga sætaframboð að markaðsaðstæðum og jukum fjölda tengifarþega um 48 prósent með aukinni áherslu á þann markað þar sem markaðurinn til Íslands …

Áður en skemmtiferðaskipin taka að fylla götur Ísafjarðar af forvitnum ferðalöngum eru tvær helgar að vori sem fylla bæinn af heldur ólíkum hópum fólks. Sú fyrri er páskahelgin þegar tónlistarfólk og áhangendur þeirra þyrpast í bæinn til að taka þátt í rokkhátíð alþýðunnar, Aldrei fór ég suður, og sú síðari er Fossavatnshelgin, sem fór fram …