Play skorar á Icelandair í Stokkhólmi og Hamborg

Frá og með mars á næsta ári munu bæði þotur Icelandair og Play fljúga héðan til Stokkhólms. Mynd: Henrik Trygg / Visit Stockholm

Það eru þrjú flugfélög sem fljúga milli Keflavíkurflugvallar og Kaupmannahafnar og samkeppnin er sú sama þegar kemur að fljúgi héðan til Óslóar. Icelandair hefur aftur á móti setið eitt að fluginu til Stokkhólms allt frá því að Wow Air varð gjaldþrota. Í mars á næsta ári verða breytingar þar á því Play mun hefja flug til sænsku höfuðborgarinnar í mars. Þetta kom fram í máli Birgis Jónssonar, forstjóra Play, á fundi með fjárfestum nú í morgun.

Sagði að hann merkilegt hve há fargjöldin væru í dag til Stokkhólms í samanburði við flugið við Kaupmannahöfn og vísaði þar til skorts á samkeppni í Íslandsflugi frá Svíþjóð.

Þotur Play munu fljúga fjórum sinnum í viku til Arlanda flugvallar í Stokkhólmi en til samanburðar flýgur Icelandair eina til þrjár ferðir á dag til borgarinnar.

Í maí hefur Play svo líka flug til Hamborg í Þýskalandi og etur þá kappi við Icelandair en líka Eurowings í flugi þaðan til Keflavíkurflugvallar.