Ráðandi fyrirtæki hindri uppbyggingu á landsbyggðinni með markaðsáherslum

Þráinn Lárusson, eigandi 701 Hotels, segir að ráðandi fyrirtæki eins og Icelandair, Play og Bláa lónið hafi ekki áhuga á að dreifa ferðamönnum um landið. Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson hjá Niceair segir nærtækast að jafna verð á flugvélaeldsneyti og styrkja þannig flugvelli á landsbyggðinni.

Horft niður kirkjutröppurnar á Akureyri MYND: ÓJ

Meðal þess sem oftast er nefnt þegar rætt er um æskilegar breytingar á íslenskri ferðaþjónustu er að mikilvægt sé að ferðafólk dreifist meira um landið. Áhrifaríkasta leiðin til þess er væntanlega að efla aðrar gáttir inn í landið en Keflavíkurflugvöll.

Lilja Dögg Alfreðsdóttir, ferðamálaráðherra, sagði frá því í viðtali við Túrista að í ráðuneyti hennar væri unnið að aðgerðaáætlun til að styrkja hin svonenfndu kaldari ferðaþjónustusvæði landsins. Skoða ætti hverjir væru möguleikar ferðaþjónustufyrirtækja á landsbyggðinni á að nálgast fé til fjárfestinga. Því væri haldið fram að meirihlutinn færi á höfuðborgarsvæðið. Sagði ráðherra að leitað væri skýringa hjá stjórnendum bankanna á þessu. Eins væri verið að skoða þjónustu Vegagerðarinnar og aðgengi ferðafólks að vinsælum stöðum eins og Dettifossi árið um kring, og stöðu innanlandsflugsins.

„Við erum að vinna að áætlun sem nær út kjörtímabilið um það sem við erum sammála um að þurfi að gera til að styrkja þessi svæði,” sagði ferðamálaráðherra í þessu viðtali við Túrista. 

Töfrar á Seyðisfirði - MYND: GUNNAR FREYR GUNNARSSON - ICELANDIC EXPLORER

Skráðu þig inn til að lesa

Þessi grein er aðeins aðgengileg áskrifendum. Smelltu hér til að kanna áskriftarleiðir.