Samfélagsmiðlar

Segir aukið hlutafé skýr skilaboð til neytenda og keppinauta

Flugfélagið Play fær 2,3 milljarða króna innspýtingu frá stærstu hluthöfunum. Forstjóri félagsins segir þetta bæta fyrir þann skaða sem tvöföldun olíuverðs hefur valdið.

„Icelandair er mjög flott fyrirtæki sem er með sitt sölukerfi sem búið er að byggja upp í 85 ár. Það væri algjör hroki að segjast ætla að ná sama árangri á okkar fyrsta heila sumarfjórðungi," segir Birgir Jónsson, forstjóri Play.

„Fólk er að spyrja eðlilega, hvað ætliði að gera við peninginn? Við segjum bara, nákvæmlega ekki neitt. Hann fer inn í banka þannig að við getum sýnt að það hafi vantað 20 milljónir dollara í reksturinn vegna hækkunar olíunnar innan ársins. Núna erum við búin að bæta það upp. Það er hin stutta skýring.

Ég stend alveg við það að við þurfum ekki þessa peninga til að borga neitt eða uppfylla einhver skilyrði í samningum. En að vera komin með lausafjárstöðuna á sama stað og í viðskiptaáætluninni, sem við kynntum í hlutafjárútboðinu í fyrra, þar sem búið er að þurrka út þessi áhrifin af hækkun olíunnar, þýðir að félagið er að fara að klára þetta vaxtarverkefni.

Fjárfestar væru ekki að setja meiri pening í félagið ef þeir teldu eitthvað að í rekstrinum. Ég veit ekki hvaða fyrirtæki myndi ráða við að helsti kostnaðarliðurinn tvöfaldaðist á stuttum tíma eins og gerðist í okkar tilviki. Að sjálfsögðu skiptir þetta máli, það væri rugl að halda öðru fram,“ svarar Birgir Jónsson, forstjóri Play, spurður út í hlutafjáraukningu upp á 2,3 milljarða króna (nærri 16 milljónir dollara) sem framundan er.

Sú upphæð bætist við þá rúmlega 10 milljarða sem fengust í tveimur útboðum í apríl og júní í fyrra. Þá kynntu forsvarsmenn Play fjárfestum sviðsmynd sem gerði ráð fyrir að félagið yrði rekið með hagnaði í ár.

Það er löngu ljóst að það gengur ekki eftir en það var fyrst á fimmtudaginn í síðustu viku sem áætlun um rekstrarhagnað á seinni hluta ársins var tekin aftur, meðal annars vegna lægri tekna.

„Ef allt væri í takt við þessi áætlun, nema farþegatekjurnar lægri og olíuverðið það sama og fyrir stríðið í Úkraínu, þá værum við hlæjandi,“ segir Birgir þegar hann er spurður úti í frávikin frá útboðsgögnunum í fyrra.

Samkeppnin nær ekki að snúa Play niður

Sem fyrr segir þá reyndust tekjur Play á þriðja ársfjórðungi lægri en gert var ráð fyrir en á sama tímabili hafa farþegatekjur Icelandair aldrei verið hærri. Birgir vill þó meina að samanburðinn við Icelandair sé ekki sanngjarn að öllu leyti.

„Icelandair er mjög flott fyrirtæki sem er með sitt sölukerfi sem búið er að byggja upp í 85 ár. Það væri algjör hroki að segjast ætla að ná sama árangri á okkar fyrsta heila sumarfjórðungi þar sem við erum að staulast í gang með sex flugvélar og tengiflug.“

Ertu ekkert hræddur við að þau hjá Icelandair fái blóðbragð í munninn og verði mun harðari í samkeppninni, til dæmis með lægra verði en fargjöldin þar hafa verið mjög há að undanförnu.

„Þetta er nákvæmlega það sem okkar hluthafar eru að segja. Þeir segja, við trúum á þetta og láta því inn aukið fjármagn svo fólk fari ekki að verða hrætt við að kaupa miða eða samkeppnin reyni að snúa okkur niður á stuttum tíma eins og þú ert að lýsa. Það er verið að senda skilaboðin um að við erum komin til að vera og höfum styrkin til að klára þetta,“ segir Birgir að lokum.

Líkt og Túristi greindi frá í gær þá ætlar lífeyrissjóðurinn Birta að leggja Play til 300 milljónir af þeim 2,3 milljörðum króna sem félagið fær inn sem nýtt hlutafé. Sjóðir á vegum Íslandssjóða leggja einnig sitt að mörkum.

Tengdar greinar: Ólík upplifun Boga og Birgis á stöðunni í sumarlok

Nýtt efni

Á árinu 2023 minnkaði sala í Danmörku á prentuðum bókum um 70,2 milljónir danskra króna (tæpa 1,5 milljarða íslenskra kr.) en á sama tíma jókst velta með stafrænar bækur, hljóð og e-bækur, um 35,3 milljónir danskra kr. (rúmar 700 milljónir kr). Einmitt þessi breyting kemur illa niður á rithöfundum landsins því tekjur þeirra og forlaganna …

Af þeim sex norrænu flugfélögum sem skráð eru á hlutabréfamarkað þá gengur best hjá hinu norska Norwegian. Félagið stokkaði upp leiðakerfið í heimsfaraldrinum, endursamdi við birgja og starfsfólk og í fyrra skilaði Norwegian methagnaði. Sú niðurstaða skrifaðist meðal annars á þá ákvörðun stjórnenda að draga töluvert úr umsvifunum yfir vetrarmánuðina. Það hefur leitt til að …

Í ágúst 2026 er áætlað að Victorian Fruit and Vegetable Market í höfuðborg Írlands opni dyr sínar á nýjan leik. Markaðurinn hefur verið lokaður í fimm ár og byggingin legið undir skemmdum en með hjálp 25 milljón evra þróunarstyrks er markmiðið að nýr markaður skáki ekki aðeins hinum víðfræga Enska markaði í Cork heldur mörkuðum …

Play tapaði 3,1 milljarði króna fyrir skatt á fyrsta ársfjórðungi í fyrra en núna var tapið 19 prósent hærra eða 3,7 milljarðar króna. Félagið jók framboðið um 63 prósent á milli þessara tveggja fjórðunga en í flota félagsins voru sex til átta þotur í byrjun síðasta árs en núna eru þær tíu. Einar Örn Ólafsson, …

Sjóðir bandaríska flugvélaframleiðandans Boeing minnkuðu um 3,9 milljarða dollara á fyrsta ársfjórðungi. Upphæðin jafngildir 550 billjónum íslenskra króna og skýringin á þessum mikla fjármagnsbruna liggur í endurteknum göllum í þeim flugvélum sem fyrirtækið framleiðir. Af þeim sökum hefur bandaríska flugöryggisstofnunin takmarkað afköstin í verksmiðjum Boeing við 38 Max þotur í mánuði. Þar með þurfa flugfélög …

Fyrr á þessu ári kynnti fyrirtækið til sögunnar Precious Honeyglow anansinn sem er aðeins um 600 1000 grömm að þyngd eða um það bil helmingi minni en hefðbundinn ananas.Í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu segir að það kappkosti ávallt að uppfylla óskir kaupenda, hvort sem þær eru um sætara bragð, sjálfbærnisjónarmið og nú – stærð. Hið nýja …

Tekjur Icelandair af farþegaflugi námu rúmlega 27 milljörðum króna á fyrsta fjórðungi ársins og hafa þeir aldrei verið hærri á þessum tíma árs. Sætaframboðið hefur heldur aldrei verið meira en það jókst það um 21 prósent á milli ára og var farþegahópurinn 14 prósent fjölmennari núna en fyrstu þrjá mánuðina í fyrra. Þá stóðu farþegar …

Það seldust 183 þúsund Volvo bílar á fyrsta fjórðungi ársins sem var aukning um 12 prósent frá sama tíma í fyrra. Engu að síður dróst veltan saman um 2 prósent og rekstrarafkoman (Ebit) nam 4,7 milljörðum sænskra króna eða 61 milljarði kr. Það er töluvert undir spá greinenda sem höfðu að jafnaði gert ráð rekstrarhagnaði …