Samfélagsmiðlar

„Það þarf að vera hugsjón að baki“

Flestar helgar árið um kring stendur Haukur Tryggvason vaktina á tónleikastaðnum Græna hattinum á Akureyri. Flestar hljómsveitir landsins hafa leikið þarna enda er staðurinn einstakur hérlendis. Túristi kom við á Græna hattinum í ferð norður.

Haukur Tryggvason á Græna hattinum

Það má kalla það kraftaverk að norður á Akureyri starfi tónleikastaður sem laðar til sín flytjendur og gesti árið um kring – ár eftir ár. Þetta er auðvitað Græni hatturinn í kjallara húss við Hafnarstræti 96 sem dregur nafn af verslun sem var í húsinu og hét París. Húsið skartar tveimur turnum og er eitt helsta staðartákn Akureyrar. Það má eiginlega segja það sama um Græna hattinn – hann er fyrir löngu orðið eitt helsta menningarskartið í bænum.

Vel sóttir tónleikar Guitar Islancio á Græna hattinum – MYND: ÓJ

Haukur Tryggvason á heiðurinn af þessum farsæla rekstri. Haukur er lærður þjónn, byrjaði í Naustinu en fluttist svo heim til Akureyrar og vann á Hótel KEA og Pollinum. Í febrúar næstkomandi eru 20 ár síðan hann tók við Græna hattinum af eigendum hússins Sigmundi Einarssyni og Guðbjörgu Ingu Jósefsdóttur. Þarna í kjallaranum, sem tekur um 180 manns í sæti, hafa verið haldnir tónleikar sem dregið hafa til sín gesti hvaðanæva að. Það var fyrst og fremst ódrepandi tónlistaráhugi Hauks sem knúði hann til þess að hefja þennan klúbbrekstur. En lítur Haukur á Græna hattinn sem ferðaþjónustufyrirtæki?

„Jú, algjörlega. Meira en helmingur af kúnnunum er utanbæjarfólk, bæði fólk annars staðar að af landinu og útlendingar.”

Þú myndir ekki lifa á Akureyringum einum?

„Nei, enda eru þeir allir á Tenerife!

Utanaðkomandi gestum fjölgar stöðugt. Fyrst voru hér bara Akureyringar en síðan barst orðsporið út. Nú kemur hingað fólk gagngert hverja einustu helgi úr Reykjavík eða annars staðar að til að sjá og hlusta á hljómsveitir og tónlistarfólk á Græna hattinum. Ein kom meira að segja alla leiðina frá Japan til að hlusta á Mezzoforte spila hérna.

Focus á Græna hattinum – MYND: Daníel Starrason

Haukur hefur flutt inn þekkta tónlistarmenn til að spila á Græna hattinum. Hollenska hljómsveitin Focus er líklega sú þekktasta sem stigið hefur þar á sviðið. Þeir Thijs van Leer og félagar hafa komið í tvígang og nú er vonast eftir þeim í þriðja sinn á næsta ári. En fylgir Haukur einhverri línu í vali á flytjendum?

„Nei. Ég var meira að segja að bóka Geirmund. Hann verður með harmonikku. Þetta verður sing-along. Geirmundur, píanóleikari, bassaleikari og trommari á sviðinu og fólkinu leyft að syngja með. Fólk, 67 ára og eldra, mætir. Það er ekki bara hægt að vera með unglinga.”

Guitar Islancio: Björn Thoroddsen, Jón Rafnsson og Þórður Árnason – MYND: ÓJ

Nei. Túrista er létt – enn undir áðurnefndum aldursmörkum. Rifjar upp með Hauki þegar rokksveitin Rifsberja kom og spilaði í Gagganum á Akureyri fyrir hálfri öld. Þetta var mikill spuni og æði löng sóló hjá Þórði Árnasyni og félögum. Ekki var mikið vangað það kvöldið. Haukur stóð einmitt fyrir því að fá Rifsberja norður. Og svo vill til að einmitt sami Þórður spilar á Græna hattinum með Guitar Islancio að kvöldi þessa dags sem við spjöllum saman. Ætli Haukur sjái fyrir sér að endast lengi enn í þessum klúbbrekstri?

„Þetta er viðkvæm spurning. Ég geri ráð fyrir að endast einhver ár í viðbót. Veit ekkert hvað verður um þetta þegar ég hætti.”

Líklega er óhætt að segja að það sé mikið úthald að reka svona stað.

Ég er hérna um hverja einustu helgi sem opið er allan ársins hring. Þrennir tónleikar í hverri tónleikaviku, um 140 tónleikar á ári. Við tökum frí tvær eða þrjár helgar, hálfan mánuð í janúar.”

Björn Thoroddsen í sveiflu – MYND: ÓJ

Þessi tónleikastaður nýtur ekki opinbers stuðnings. 

„Nei. Ég var t.d. nú í vikunni að borga 60 þúsund króna heilbrigðisgjald. Þeir komu hérna og litu á aðstöðuna þegar ég opnaði fyrir nærri 20 árum. Ekki sést síðan. Þetta gjald þurfti líka að greiða á Covid-tímanum þegar allt var lokað. Reksturinn gengur upp með endalausri vinnu. Ég er mörg kvöld í mínus. Ekki borgar sig að fastráða hingað fólk og þess vegna er ég svona mikið hér sjálfur. Við konan mín erum einu föstu starfsmennirnir. Aðrir á tímakaupi.”

Hefur reksturinn þó borið sig?

„Já, að undanskildum Covid-árunum. Ein lokunin þá stóð í sex mánuði. Allir reikningar streymdu áfram til okkar að frátöldum brennivínreikningunum. Annars hefur verið hagnaður af starfseminni.

Hvaða hlutverki hefur Græni hatturinn gegnt í tónlistarlífinu?

„Nánast allar hljómsveitir á landinu hafa spilað hérna. Fyrir sumar hljómsveitirnar er þetta eini vettvangurinn. Þær fá hvergi annars staðar tækifæri. Mörgum ungum tónlistarmönnum þykir upphefð af því að troða hér upp. Stundum taka nokkrar hljómsveitir sig saman og halda hér tónleika. Nú bíð ég eftir svari frá Focus.”

Thijs van Leer og félagar í Focus – MYND: Daníel Starrason

Bindur þú miklar vonir við beina flugið til Akureyrar?

„Já, það er dýrt að koma listamönnum hingað frá Keflavíkurflugvelli. Nú langar mig að fá fleiri hljómsveitir hingað beint frá Bretlandi.”

Já, þær eru margar bresku hljómsveitirnar sem flestum eru geymdar en áhugafólk um tónlist hefði gaman af að sjá á sviði.

„Það er bara verst hvað við erum fá sem þekkjum orðið þessar gömlu hljómsveitir.”

Talaðu ekki um það ógrátandi. Heimur versnandi fer. Veistu annars hvernig klúbbum eins og þessum vegnar annars staðar?

Veitingamaðurinn og tónleikahaldarinn á bak við barinn – MYND: ÓJ

„Ég held að þeim gangi ekkert alltof vel. Markaðurinn er samt fyrir hendi.

Menn spyrja: Af hverju er ekki svona staður í Reykjavík? Engin fyrirstaða ætti að vera fyrir því.

Vandinn er sá að húsaleiga er svo geggjuð í Reykjavík að nánast er útilokað að reka svona klúbb. Eigendur að húsnæði Græna hattsins hafa verið sanngjarnir. Öðruvísi hefði þetta ekki gengið.

Það þarf að vera hugsjón að baki svona tónlistarstað. Ég væri ekki í þessu nema af því að ég hef brennandi áhuga á tónlist. Annars væri mínum tíma betur varið annars staðar.”

Nýtt efni

Fyrir viku hélt Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands, fund með helstu ráðgjöfum sínum, innanríkisráðherra og fulltrúum veðurstofu og almannavarna landsins til að ræða viðbrögð við hitatíðinni framundan, frá apríl til júní. Sérstaklega er talin ástæða nú til aðgæslu vegna áhrifa loftslagsbreytinga á veðurfar. Verulegar líkur eru taldar á að hiti fari fram úr venjulegum hámarkshita í …

Frumvarp um að veita þúsundum óskráðra innflytjenda á Spáni heimild til landvistar og atvinnu er nú til meðferðar í fulltrúadeild spænska þingsins (Congreso de los Diputados) eftir að 700 þúsund manns höfðu undirritað áskorun um setningu laga þessa efnis. Nærri 900 samtök studdu þessa áskorun um að breyta stöðu óskráðra útlendinga í landinu.  Ef fyrirliggjandi …

Farþegar á leið til New York frá Róm, París, Ósló, London, Berlín eða Aþenu geta flogið beint með norska lágfargjaldaflugfélaginu Norse Atlantic. Í mörgum tilfellum er félagið með ódýrustu sætin á þessum leiðum og keppir því við íslensku flugfélögin um þá farþega sem vilja komast á milli fyrir sem minnst og setja það ekki fyrir …

„Tilgangurinn er að sýna hvað höfuðborgarsvæðið hefur að bjóða í ferðaþjónustu og byggja upp þekkingu meðal þeirra sem í henni starfa," sagði Inga Hlín Pálsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu höfuðborgarsvæðisins, þegar FF7 hitt hana skömmu eftir að sýningin HITTUMST var opnuð í Hafnarhúsinu í dag. Nokkur hópur var þegar kominn að skoða það sem í boði er …

Hilton-hótelkeðjan hefur gert samning um byggingu og rekstur tveggja hótela hér á landi í samstarfi við Bohemian Hotels ehf. Stefnt er að því að opna það fyrra við Hafnarstræti á Akureyri næsta sumar en þar verða 70 herbergi og mun hótelið bera heitið Skáld Hótel Akureyri. Seinna hótelið opnar við Bríetartún, við hlið Frímúrarahallarinnar í …

Flugfélagið Play hefur hafið miðasölu á flugi til Cardiff í Wales og er þetta gert vegna mikils áhuga á leikjum íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu gegn Wales í Þjóðadeildinni sem fara fram næstkomandi haust.  Þetta kemur fram í tilkynningu. Íslenska liðið mætir liði Wales á Laugardalsvelli 11. október en liðin mætast aftur á heimavelli Wales í Cardiff …

Í þeirri viðleitni að hemja troðningstúrisma hafa borgaryfirvöld í Amsterdam ákveðið að leyfa ekki byggingu fleiri hótela í miðborginni. Þrátt fyrir að kröfur hafi verið hertar í borginni gagnvart nýbyggingum hótela þá eru yfir 20 hótel nú á teikniborðinu, segir NL Times. Takmörkunin nær auðvitað ekki til þeirra hótela sem þegar hafa verið samþykkt. Túristar …

Como-vatn á Langbarðalandi dregur til sín um 1,4 milljónir ferðamanna á ári - og í glæsihúsum við vatnið hefur margt frægt og ríkt fólk athvarf. Meðal þeirra sem eiga hús þarna eru George Clooney, Donnatella Versace og Richard Branson. Kannski er það ekki síst efnaða fólkið sem orðið er þreytt á átroðningi - að venjulegir …