„Tilbúnir að grípa tækifæri sem gefast“

Aðstandendur Norlandair berja ekki í bumbur til að draga að sér athygli. Þeir hafa hljótt um sig eins og veiðimaðurinn á Grænlandsísnum. Best er að fara varlega, styðjast við reynslu og þekkingu. Meginstoðin í starfi Norlandair er leiguflug við krefjandi aðstæður á Grænlandi en félagið sinnir einnig ríkisstyrktu flugi hérlendis. 

Arnar Friðriksson, sölu- og markaðsstjóri Norlandair á Akureyri Mynd: ÓJ

Þó að Norlandair sé ekki ýkja gamalt félag í sjálfu sér, stofnað á því háskalega ári 2008 - korteri fyrir bankahrun - þá byggist starfsemin á gömlum grunni og frumkvöðlastarfi flugkappa eins og Tryggva Helgasonar og Sigurðar Aðalsteinssonar.

Upphafið má rekja til Norðurflugs, síðar Flugfélags Norðurlands. Það var árið 1975 sem leiguflug á Grænlandi hófst og því sinnir Norlandair nú af krafti.

Samgöngur á Grænlandi: Sleðahundur og Twin Otter - Mynd: Norlandair

Skráðu þig inn til að lesa

Þessi grein er aðeins aðgengileg áskrifendum. Smelltu hér til að kanna áskriftarleiðir.